Fréttablaðið - 30.05.2019, Side 38

Fréttablaðið - 30.05.2019, Side 38
Tökum höndum saman – í þágu umhverfisins Við vinnum stöðugt að því að bjóða vörur sem draga úr kolefnisspori, umhverfisvænar og niðurbrjótanlegar vörur, framleiddar í sátt við náttúruna. REKSTRARLAND verslun | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is P ip a r\TB W A OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17 12 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RVISTVÆNN LÍFSSTÍLL Með vaxandi áherslu á umhverfisvænar lausnir þá eru þau í Rekstrar- landi stöðugt að búa til ný efni sem byggja á því að gera betur og auka sjálfbærni. Dæmi um það eru vörur úr sykurreyr, pálmalaufum og maíssterkju. „Við trúum á að umhverfi og þægindi fari hönd í hönd. Þetta snýst um öryggi, okkar endalausu skuldbindingu um gæði og umhyggju fyrir umhverfinu. Leiðandi úrval okkar af vistvænum og niðurbrjótanlegum efnum og fallegri hönnun uppfyllir kröfur um notkun, gæði og verð,“ segir Hjalti Þór Halldórsson, sölustjóri hjá Rekstrarlandi. „Þegar umræðan um minnkun plasts er eins mikil og núna, þá er mikilvægt að láta þá sem vilja láta til sín taka og leggja sitt af mörkum vita að það er mögulegt að halda sína grillveislu, brúðkaup, eða sama hvers konar samkomustund það er þar sem einnota umbúðir eru notaðar, að það er hægt að nota umhverfisvænar vörur.“ Diskar, hnífapör og glös sem brotna niður í náttúrunni er ein leiðin til þess. „Ég hvet fólk og fyrirtæki til þess að skoða aðeins hvað það er að bjóða upp á í sinni veislu,“ segir Hjalti Þór. „Veldu annaðhvort vöru sem er endur- vinnanleg, compostable, sem fer þá með lífrænum úrgangi eða niðurbrjótanlega vöru sem kallast biodegradable. Næst þegar þú ætlar að stökkva til og halda veislu og sleppa við uppvaskið vertu þá viss um að nota umhverfisvæna lausn,“ segir Hjalti Þór. „Það er verið að bjóða upp á alls konar vörur í dag sem taka langan tíma að brotna niður í umhverf- inu en veltum aðeins fyrir okkur hvað við getum gert. Það tekur kannski 45 sekúndur að framleiða plast, sem oft er notað í 5 mínútur og tekur 500 ár að brotna niður,“ útskýrir Hjalti Þór. Hér eru dæmi um hráefni sem Rekstrarland notar í sínar vörur. Pappír Pappír er af náttúrulegum upp- runa og býr yfir þeirri getu að vera fullkomlega niðurbrjótanlegur og endurvinnanlegur. Pappír er umhverfisvænt efni sem hefur þann eiginleika að vera 100% endurnýjanlegur, hann brotnar fljótt niður vegna þess að trefjarnar leysast auðveldlega í náttúrunni. PLA PLA er endurvinnanlegt hitaþolið plastkennt efni og unnið úr endur- nýjanlegum auðlindum. PLA-fram- leiðsla byggist á plöntum svo sem maíssterkju, hveiti, sykurreyr eða rófum. Við bestu skilyrði, en PLA- vörur fara öllu jafna með lífrænum úrgangi, þá er PLA fært um algjört niðurbrot án þess að skilja eftir sig sýnilegar eða eitraðar leifar. PLA þarf sérstaka meðferð við urðun og má ekki blandast við plast í endur- vinnslu. Viður Viður er umhverfisvænn vegna þess að hann er af náttúrulegum uppruna og niðurbrotið er algjört. Tré eru CO2 hlutlaus og hafa þann kost að koma úr 100% endurnýjan- legum auðlindum. Bagasse efni (sykurreyr) Bagasse er hið fullkomna umhverfis væna val. Bagasse er afgangsefni sem kemur við fram- leiðslu sykurs. Þegar sykurinn er skilinn frá er stilkurinn eftir. Þetta efni er rifið og hreinsað og úr verða bagasse trefjar. Þessar trefjar geta verið notaðar til að búa til ýmsar tegundir af vörum t.d. diska og matarbakka sem henta vel fyrir heita og kalda rétti sem og til hitunar í örbylgjuofni. Bagasse er 100% niðurbrjótanlegt og með sér- strakri urðun getur niðurbrot verið algjört innan 30-90 daga. Að auki er bagasse CO2 hlutlaust og kemur úr 100% endurnýjanlegum auðlindum. Leirhúðun Leirhúðun er þegar efri hliðin af t.d. pappadisk er húðuð með þunnu lagi af leir. Það er nátt- úrulegt lag sem gerir yfirborð hans svolítið sléttara. Pappír með leirhúðun er niðurbrjótanlegur, endurvinnanlegur og af náttúru- legum uppruna. Pálmalauf Framleiðsla á afurðum gerðum úr pálmalaufum er mjög ein- föld og sjálf bær. Þegar laufin falla sjálf af pálmatrénu er þeim safnað saman, þau hreinsuð og með notkun hita eru þau pressuð í alls konar stærðir og lögun. Með þessari tegund af framleiðslu þá eru pálmalauf án nokkurs konar aukaefna og að fullu niðurbrjótanleg. Að auki eru pálmalauf CO2 hlutlaus og úr 100% endurnýjanlegum auð- lindum. Ef þú vilt kynnast eða óskar eftir frekari upplýsingum um vörur Rekstrarlands, kíktu þá við í verslun þeirra að Vatnagörðum 10. Umhverfisvænar einnota vörur Rekstrarland hefur glæsilegt vöruúrval í umhverfisvænum, endurvinnanlegum og niður­ brjótanlegum einnota vörum. Markmiðið er að draga úr umhverfisfótsporum fyrirtækisins. Hjalti Þór Hall- dórsson ásamt Ólöfu Helga- dóttur, verslunar- stjóra Rekstrar- lands. 3 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 2 -0 0 E 0 2 3 2 1 -F F A 4 2 3 2 1 -F E 6 8 2 3 2 1 -F D 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.