Fréttablaðið - 30.05.2019, Síða 40
Jesús klæddist
svipuðum fötum og
aðrir gyðingar á þeim
tíma en heimildir segja
hann hafa verið tötra-
legri til fara. Hann gaf
lítið fyrir veraldlegar
eigur og stóð með hinum
fátæku. Klæðnaður
Krists bar þess merki.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Í lifanda lífi var Jesús dæmigert útlítandi gyðingur í Mið-Austurlöndum. Í aldanna rás
hefur hann verið málaður af lista-
mönnum heimsins, sem byggðu
myndir sínar á heimildum sam-
tímamanna hans sem voru honum
samferða fyrir meira en 2000
árum. Sú mynd er enn greipt í huga
nútímamannsins; við sjáum Jesú
Krist fyrir okkur ljósan á hörund,
með brúnt, sítt hár, alskegg og blá
augu, íklæddan síðum kufli með
efnismiklum ermum.
Í bókinni „What did Jesus look
like?“ fer höfundurinn Joan E.
Taylor ofan í saumana á útliti
Krists, rýnir í texta ritningarinnar
og rannsóknir innan fornleifa-
fræði og kemst að mörgu.
Föt Krists voru látlaus og báru
ekki vott um ríkidæmi. Í Nýja
testamentinu kemur fram að Jesús
klæddist möttli og stóru sjali með
litlum dúskum á brúnum þess.
Möttlar voru oftast ofnir úr ull og
gátu verið ýmist síðir eða stuttir,
þykkir eða þunnir, litaðir eða ólit-
aðir en karlmenn höfðu einkum
smekk fyrir ólituðum möttlum.
Himnesk klæði frelsarans
Í dag er uppstigningardagur. Þá minnumst við himnafarar Krists. Jesús hefur ómæld áhrif á tísku.
Margir bera krossa sem skart og húðflúr en hvernig var Jesús í tauinu þegar hann gekk á jörðinni?
Það dylst
engum hver
er túlkaður á
þessari mynd
enda hefur
útlit Jesú Krists
fastmótaða
ímynd í hugum
manna eftir
keimlíka túlkun
listamanna
fyrri alda sem
máluðu hann
eftir heimildum
samtímamanna
og samferða-
fólks frelsarans.
Víða í Biblíunni kemur líka fram
að Jesús gekk um á sandölum.
Vitað er hvernig sandalar gyðinga
litu út á tímum Jesú Krists vegna
þess að þess háttar skótau hefur
fundist varðveitt í hellum við
Dauðahafið.
Jesús klæddist líka kyrtli sem
náði rétt niður fyrir hné hjá flest-
um körlum, en aðeins þeir ríkustu
klæddust skósíðum kyrtlum. Jesús
talar sérstaklega um þessa menn í
Markúsarguðspjalli 12:38: „Varist
fræðimennina sem fýsir að ganga
í síðskikkjum og láta heilsa sér á
torgum, vilja skipa æðsta bekk
á samkundum og hefðarsæti í
veislum. Þeir mergsjúga heimili
ekkna en flytja langar bænir að
yfirskini. Þeir munu fá því þyngri
dóm.“
Kyrtill Krists var saumlaus
og gerður úr einu stykki. Það er
sérstakt þar sem flestir kyrtlar
voru saumaðir saman úr tveimur
stykkjum við axlir og hliðar. Á
fyrstu öld gyðinga voru heilir
kyrtlar oftast notaðir sem létt
undirföt eða barnaföt. Í Jóhannes-
arguðspjalli 19: 23-24 segir: Þegar
hermennirnir höfðu krossfest Jesú
tóku þeir klæði hans og skiptu í
fjóra hluti og fékk hver sinn hlut.
Þeir tóku og kyrtilinn en hann var
saumlaus, ofinn
í eitt ofan frá og
niður úr. Þeir sögðu því hver
við annan: „Rífum hann ekki
í sundur, köstum heldur hlut
um hver skuli fá hann.“
Jesús klæddist svipuðum
fötum og aðrir gyðingar á
þeim tíma en heimildir segja
hann hafa verið töfralegri til fara.
Þannig var hann í kyrtli sem aðrir
notuðu sem undirföt, en það sam-
ræmist einmitt boðskap frelsar-
ans. Jesús gaf lítið fyrir veraldlegar
eigur og stóð með hinum fátæku.
Klæðnaður Krists bar þess merki.
„Safnið yður ekki fjársjóðum á
Krossinn er
tákn kristinna
manna og
skreytir jafnt
fatnað, skart og
híbýlaprýði.
jörðu þar sem mölur og ryð eyðir
og þjófar brjótast inn og stela.
Safnið yður heldur fjársjóðum á
himni þar sem hvorki eyðir mölur
né ryð og þjófar brjótast ekki inn
og stela. Því hvar sem fjársjóður
þinn er, þar mun og hjartað þitt
vera.“ (Matt 6:19-21)
Holtasmára 1
201 Kópavogur
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5464
SMART SUMARFÖT, FYRIR SMART KONUR
NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
3
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:5
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
2
2
-1
4
A
0
2
3
2
2
-1
3
6
4
2
3
2
2
-1
2
2
8
2
3
2
2
-1
0
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K