Ófeigur - 15.12.1951, Síða 5

Ófeigur - 15.12.1951, Síða 5
ÖFEIGUR 5 að, að skáldið hafð iunnið sjálfur fyrir þessum auka- tekjum. * Atomstöðin markar tímamót í bókmenntabúskap bóndans í Gljúfrasteini. Er því líkast, að hann hafi oftekið sig á þeirri þjónustu, sem þar var veitt land- vinningastefnu mestu kúgara, sem veröldin hefur þekkt. Hefur engin nýsköpun birzt frá hans hendi síðan þá. Megingalli þeirrar bókar lá í því, að hún var mjög snöggsoðin og rituð í mikilli og órökstuddri gremju. Fram að þeim tíma hafði H. K. L. látið mannfélagsgagn- rýni sína aðallega bitna á sveitafólki og það með svo mikilli beiskju, að í heilum héruðum voru þegjandi samtök um að kaupa ekki eða lesa bækur hans. Hins- vegar hafði hann góðan og tryggan markað í kaup- stöðunum og einkum í Reykjavík. Seldust bækur hans mest í þeirri bókabúð, sem skiptir einkum við rótgróna Mbl.menn. En eftir að Laxness hafði lýst mjög átakan- lega hinni fullu frú, sem lá reið og drukkin á sínu eigin gólfteppi og sparkaði gullnum inniskó með feiknaorku út í himinhvolfið, var líka fokið í þetta skjól. Bókasafnarar og rauðlitaðir lestarhestar voru einir eftir sem viðskiptamenn skáldsins. * Á síðustu árum hafði verið orðasveimur um að Lax- ness kynni að vinna bókmenntaverðlaun Nobels í Stokk- hólmi, sem eitt af höfuðsöguskáldum samtíðarinnar. Var þetta einkum á orði í fyrrahaust. Höfðu kommún- istar og bandamenn þeirra gert allmikið að því að kynna Svíum verðleika H. K. L. Að vísu mun það ekki hafa ráðið úrslitum, að síst var vel beðið fyrir skáldskap hans heiman frá ættjörðinni, en ekki fékk hann verðlaunin. Sannast á honum hið fornkveðna, að „án er ills gengis nema heiman hafi“. Engir munu að vísu hafa haft vilja eða aðstöðu til að spilla fyrir hon- um erlendis, en hitt mátti honum vera jafnljóst sem öðrum, að mikill meirihluti þjóðarinnar harmaði, að hann skyldi nota skáldgáfu sína sem áróðurstæki til að greiða fyrir að Islendingar verði sviftir dýrasta hnossi mannlífsins, frelsinu. Stóð skáldið þá mjög einmana á beru svæði. I haust var Laxness staddur í Danmörku og lét einu

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.