Ófeigur - 15.12.1951, Qupperneq 10

Ófeigur - 15.12.1951, Qupperneq 10
10 ÓFEIGUR kom fram, að ég hafði með yfirboði mínu unnið á móti mannlegum eðlislögum. Hermann átti að vera ræðari á Mbl.skútunni. Vorið 1950 seig hann í þann farveg, sem hann barst úr, þegar ég bauð honum starf lögreglu- stjóra. Hann seig hægt og hljóðalaust í faðm Ólafs: Thors og unir þar við góð fjárhagskjör og engin völd. Berurjóðrið hafði endurheimt sína eign. Duftið hafði aftur horfið til jarðarinnar, þar sem það áður var. Vestmannaeyjamálin halda áfram eins og jökulfljót 1 djúpum farvegi. Má segja, að hver stórviðburðurinn hafi fylgt öðrum síðustu mánuðina. Síðast var að því vikið, að stórdómarinn hafði komið til Eyja og haft þar stutta viðdvöl, en þó yfirheyrt vngsta jarl Vest- mannaeyja með svipuðum hamförum eins og þegar duglegir togaraskipstjórar héldu hásetum á þiljum við samfellda vinnu, þar til þeir köstuðu hausnum af þorsk- inum í lestina, en bolnum fyrir borð. Þó reyndist hið seiga Húnvetninga og Þingeyingaeðli Helga BeneÚikts- sonar nógu haldgott til að skila honum heilum til starfa eftir þessa þátttöku í framkvæmd laga og réttar. Stór- dómarinn hvarf til Reykjavíkur aftur, til að undirbúa næstu Eyjagöngu þegar tími þætti hentugur til nýrr- ar herferðar. Var um stutta stund ekkert herhlaup til Eyja. Næst ber það til tíðinda í Eyjum, einn dag er Helgi Benediktsson er á leið á bæjarstjórnarfund til að fram- kvæma í fullu dagsjósi draum Framsóknarleiðtoganna um vinstri stjórn, að leið hans lá fram hjá skrifstofu bæjarfógeta. Stóð hann út í dyrum, eins og broshýr hreppstjóri, sem fagnar sér kunnum komumanni. Segir valdsmaðurinn í landsföðurlegum tón, að nú hafi ríkis- stjórnin sent til Eyja nokkuð af bókhaldi Helga. Geti eigandinn komið og tekið það á skrifstofu sinni þeg- ar honum henti. Helgi svarar, að bezt muni að af- henda bækumar þar sem ríkisvaldið hafi tekið þær, en það sé á skrifstofu hans. Helgi bætir því við, að hann sé nú á leið á bæjarstjórnarfund, til að sinna borgara- legum störfum. Hafi hann hvorki tíma né hentugleika að snúast í erindum ríkisstjórnarinnar, enda þurfi hann tíma til að undirbúa móttöku skjalanna. Hann tiltekur síðan tíma næsta dag, þegar hann geti tekið á mótL

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.