Ófeigur - 15.12.1951, Side 12
12
ÖFEIGUR
gögnum hans. Franz og samstarfsmenn hans gátu
enga grein gert fyrir skjalatjóninu og fóru burt eins
og höfðingjarnir frá Mosfelli, sem hljóðir og hógvær-
ir menn.
Enn hefur engin vitneskja fengizt um þetta sokkna
meginland réttvísinnar. Skjölin hafa glatazt í höndum
endurskoðenda, en þeir voru grandalausir, er þeir komu
til að leggja þau fram. Líklegast má telja, að í gáleysi
hafi þessi plögg verið í höndum fleiri manna heldur en
til var ætlazt. Hafði sú frétt borizt til Eyja, að skjölin
hefði verið endurskoðuð samhliða því sem nokkur gleð-
skapur var við starfið. Bridgespil með örvandi vínveit-
ingum, er einhver bezta skemmtun margra af hinum
snöggsoðnu trúnaðarmönnum þjóðfélagsins í nefndum
og vissri tegund endurskoðunar. Ljósmyndir höfðu auk
þess verið teknar af tilteknum síðum bókhaldsins, til
samanburðar og athugunar, þegar þjónar réttvísinnar
höfðu styrkt skarpskyggnina með nægilegri æfingu í
bridgeþrautum. Sennilegasta skýringin á skjalatapinu
er sú, að þegar verið var að endurskoða, hafi of lítið
æfðir menn farið að fitla við skjölin, án þess að hinir
eiginlegu rannsóknarmenn hafi um það vitað, og að
þessir viðvaningar hafi ætlað að eiga nokkur blaða-
snifsi til endurminningar um Vestmannaeyjahemaðinn.
*
Eftir að stórdómarinn háfði skilað f jórða hluta hinna
burtfluttu skjala, tilkynnti Helgi Benediktsson fjár-
málaráðherra, að enn vantaði hann heimildir til að geta
gert venjulega framtalsskýrslu. Óskaði hann eftir að-
stoð ráðherrans við að fá þau skjöl, sem enn væru í
fórum stórdómarans. Ekki sinnti Eysteinn því máli.
Hinsvegar fóru nú að koma sendiboðar úr Reykjavík,
sem virtust hafa vafasöm bréf frá einhverjum undir-
tyllum í verðlagseftirlitinu. Komu tveir slíkir menn i
nýja heimsókn til Helga Benediktssonar. Hafði annar
þeirra verið aðstoðarmaður hjá stórdómaranum í fyrri
herferðum. Helgi var staddur í Reykjavík, þegar gest-
ina bar að garði, en ung stúlka á skrifstofu hans. Vildu
komumenn leggja hönd á bækur fyrirtækisins, en stúlk-
an var snarráð, lokaði húsinu og fór með lyklana..
Kvaðst hún ekki opna húsið fyrir ókenndum mönnum
fyrr en eigandinn kæmi sjálfur. Ekki lögðu þeir í að.