Ófeigur - 15.12.1951, Blaðsíða 14
14
ÓFEIGUR
Páll leið sína til mildari landa á hnettinum og undi þar
hag sínum á ellilaunum frá verðlagseftirlitinu. Kæra
hans um of háa verðlagningu Helga Framsóknarjarls
lagði legið á hærri stæðum, en þó neðan við allan ráð-
herradóm. Fóru nokkrir mætir menn höndum uin plagg-
ið, svo sem: Stórdómarinn, Franz endurskoðandi, Jó-
hann Eyjajarl og fleiri meiriháttar menn. Þótti þeim
lítt hafa gætt manndóms og hetjuskapar hjá hinum
fyrri sendimönnum. Skyldi nú njóta þess afrekshugar,
sem oft fyllir brjóst vaskra æskumanna. Völdust enn
til ferðar úrvalsmenn að afli og þroska. Annar var
krati, Jón Emilsson, Austfirðingur. Hinn rauður kom-
múnisti og nafns hans ekki getið. Skyldi nú yfir ljúka
í baráttunni við Helga Benediktsson. Höfðu þeir sér
til réttlætingar kæru Páls kratajarlsefnis, en ekki aðrar
frambærilegar heimildir. Jón Emilsson var uppruna-
lega portmaður og stóð framarlega í þeirri deild sem
leit á bolsivika eins og meistara komandi tíma. Hafði
Jón þessi með sér nokkra sveit sinna jafningja í portinu
þegar kommúnistar og stúdentar mótmæltiu algerlega
allri aðstoð frá Bandaríkjunum. Var Jóni falið að vera
jafnan með sitt lið mitt á milli Katrínar Thorodd-
sen og Aðalbjargar allrasystur. Þessi þrenning var
sannfærð um að Rússar mundu aldrei fara yfir hlut-
leysislínuna hjá Islandi, alveg eins og Gröndal hafði
lýst fyrr, að þorskarnir mundu bíða í þráðbeinni röð
í Garðsjó á vertíð, til að fullnægja sýslufundarsam-
þykkt Gullbringusýslu. Enn komu þeir félagar á skrif-
stofu Helga forseta bæjarstjórnar og segjast sendir
eftir bókhaldi hans öllu, bæði að fornu og nýju. Gera
þeir sig líklega til að sópa öllum viðskipta og bréfa-
bókum úr hillunum, eins og þegar sterk kaupakona
sópar þurrheyi með hrífunni og myndar stóra garða
fyrir þá, sem moka beðjunni upp á vagninn. Helgi spyr
um heimildir fyrir innrás framandi manna í sín hús
og um meint sakarefni. Verklýðsforkólfarnir létu dólgs-
lega og svöruðu með stórmælum. Helgi kvaðst fyrir-
bjóða þeim með öllu að hafa hönd á sínum viðskipta-
skjölum, þar sem þeir væru án heimildar siðaðs mann-
félags. Létu komumenn þá undan síga til sinna her-
búða, þá um kvöldið.
Um nóttina lætur Jón Emilsson illa í svefni og hef-