Ófeigur - 15.12.1951, Side 17
ÖFEIGUR
17
vita, að Magnús er þar í góðu gengi fyrir manndóms-
baráttu hér á jörðinni. Ekki spillir heldur fyrir honum
að hafa hlynnt að Strandarkirkju með því að græða hin
helgu sandlönd þessarar stofnunar. Strandarkirkja
geymir auk þess ösku þessa vinar síns í þartilgerðu
skríni úr einum fegursta steini þessa lands. Sumir Vest-
mannaeyingar vildu ekki fullyrða, að þeirra jarl hefði
jafngóðan viðbúnað fyrir framhaldslífið eftir jarðnesk-
an viðskilnað. En hér kennir nokkurs ókunnugleika um
hinar viðurkenndu sáluhjálparleiðir kristinna manna.
Telja verður sennilegt, að jarlar Vestmannaeyinga
beri með sér bagga erfðasyndarinnar inn í jarðlífið og
að lífsbarátta þeirra reyni nokkuð á grandvarleika bæði
í landhelgis og innflutningsmálum. Samkvæmt kaþólskri
trú, geta góðverkin lyft mönnum til himins, þótt synd-
ir fljóti með. Hinsvegar leggja mótmælendur höfuð-
áherzlu á iðrun, jafnvel fram á dauðastundina. Þess
vegna má telja allan ótta um framtíð Vestmannaeyja-
jarlanna í öðrum heimi ótímabæra hræðslu. Hver þeirra,
og þar á meðal Gunnar, hljóta á langri æfi að hafa
unnið mjög mikið af góðverkum. En ef eitthvað vant-
ar á frelsunarskilyrði eftir kaþólsku leiðinni, þá er eftir
hin eilífðarbrúin, samkvæmt kenningu mótmælenda, og
standa þær dyr opnar meðan lífið varir, allt fram á
dauðastund. Það virðist þess vegna engin hætta á að
Magnús Torfason og elzti Vestmannaeyjajarlinn geti
ekki orðið leiknautar í öðrum og betri heimi.
#
Sérstök friðartillaga hefur líka komið fram í Eyj-
um. Hún er á þann veg, að leiða styrjöldina milli tveggja
umsvifamestu jarlanna til lykta með hólmgöngu í forn-
um sið, í stað þess að láta Eyjamar leika á reiði-
skjálfi út af átökum mestu valdamanna fólksins í þessu
byggðarlagi. Þingmaður Eyjanna og forseti bæjar-
stjórnarinnar eru fólksins smurðu og útvöldu menn.
Ef þeir þurfa að jafna mál sín, þá ætti þar ekki að
þurfa að koma til greina að skapa Örlygsstaði eða
Haugsnes í nýjum sið, þar sem allur borgarlýðurinn
grípur sverð og skjöld og berst með sínum höfðingj-
um. Þegar oddvitar siðaskiptatímabilsins, Ögmundur og
Jón Arason, stóðu á Þingvöllum andspænis hvor öðr-
um með óvígan her, þá komu góðir menn því til leið-
ar, að þeir fengu sinn mann hvor til hólmgöngu og