Ófeigur - 15.12.1951, Qupperneq 20

Ófeigur - 15.12.1951, Qupperneq 20
20 ÓFEIGUR stein í sambandi við annað líf. Er skemmst af því að segja, að þessi heimsókn varð eingöngu til ama og leið- inda fyrir þá, sem vildu fá styrk, og stuðning við gerspillingarstefnuna. Hefur prófessorinn á skömm- um tíma beðið tvo hliðstæða ósigra. Bandamenn hans úr portinu, Gunnar borgarstjóri, Sigurður Vigurfóstri, Hermann, Páll Zoph. og sjálfur Hannibal, hafa hörfað af línunni frá haustdögunum 1945 og skriflega beðið auðvaldsstjórn Bandaríkjanna að senda hingað allar tegimdir herliðs og vígvéla af sterkustu gerð. Svo að segja um leið hafa „heiðingjar“ Islands, með biskup sinn og klerkahópinn mestallan, fengið mikinn liðsauka, sökum hinar misheppnuðu heimsóknar Norðmannabisk- upsins. Er nú eftir að vita, á hvaða vettvangi og í hvaða hernaðarsamböndum prófessor Sigurbjörn kemur næst, albrynjaður og búinn hinum sterku gerðum vísindanna. * Sú var tíðin, að Súðin þótti aumust allra íslenzkra skipa. Sögðu andstæðingar Pálma Loftssonar í sinn hóp og á mannfundum margar hæðilegar sögur um aldur og galla skipsins. Pálmi hafði keypt hana fyrir hundrað þúsund krónur í Svíþjóð fyrir tæpum aldar- fjórðungi, og hafði hana síðan til strandferða á öllum árstíðum í næstum fjórðung aldar. Vissulega var Súð- in komin til ára sinna, en það varð að sumu leyti henn- ar mesti kostur. Hún var smíðuð meðan skip voru byggð úr vönduðu efni. Tveir botnar voru í skipinu og öll gerð hennar sterkari en í öðrum skipum hér á landi. Komust skipverjar Súðarinnar í margan krapp- an dans í ofviðrum um dimmar nætur meðfram strönd- inni. En Súðin sigraði í öllum hættum duldra boða og blindskerja. Smátt og smátt skapaðist sú trú meðal sjómanna, að Súðin gæti aldrei strandað, því að yfir henni væri giftuhuliðshjálmur. Ólafur Thors hafði tal- að um Súðina með mestri léttúð á þingi, en hún gleymdi ekki mótgerðum, og þegar Ólafur og vinir hans höfðu keypt Hæring og bundið hann rammlega eins og Æsir Fenrisúlfinn, lá Súðin sér til skemmtunar eftir Græn- landsför sína fast upp við hlið hins mæta verksmiðju- skips. Kom þá vindhviða á höfnina og hreyfðust bæði skipin. Skipti það engum togum, að Súðin braut mörg göt á byrðing Hærings, svo að hann var ekki fær til að fljóta á höfninni nema með mikilli viðgerð. En

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.