Ófeigur - 15.12.1951, Qupperneq 21
ÖFEIGUR
21
Súðin hoppaði á öldum hafnarinnar, létt eins og laus-
klædd dansmær sem svífur um salargólfið.
En áður en þetta gerðist, hafði Súðin verið fengin
í hendur lærðasta lögvísindamanns í þjónustu Eysteins
Jónssonar, en það er maður, sem kallaður er Jóhannes
skírari. Hefir Eysteinn jafn mikinn átrúnað á skírar-
anum og Dala-Brandur á Þórslíkneski sínu áður en
eðlur og pöddur stukku úr skurðgoðinu undan öxar-
höggum Olafs helga. Hafa menn það til marks um á-
gæti skírarans, að talið er í stjórnarráðinu, að Jó-
hannes hafi 16 bitlingsbein samtímis frá ríkisstjórn-
inni og sum þeirra séu líkust rifjum á Hólsfjallasauð-
um eftir gott sumar. Hefur enginn hirðgæðingur hér
á landi hlotið jafnskjótan og farsælan trúnaðarframa
eins og skírarinn. Jóhann þriðji jarl í Eyjum hafði fyr-
ir bænarstað Eysteins meðráðherra afhent skíraranum
og gróðafélagi hans Súðina, þegar Páhni Loftsson hafði
keypt fyrir landið fjögur ný og fullkomin strandferða-
skip. Myndaði skírarinn þá í skjóli við sína háu vernd-
ara í stjórnarráðinu Grænlandsleiðangurinn góðfræga,
sem fyrr er frá sagt í Ófeigi. Var tilætlunin að vinna
Grænland í annað sinn og að skírarinn gæti á ókomn-
um árum staðið í annálum landsins eins og raunveru-
legur arftaki Eiríks rauða.
Útgerð skírarans við Grænland varð sögufræg. Súðin
var móðurskip. Nokkrir bátar til veiðanna. Sjómenn-
irnir voru vaskir. Ennfremur einn stýrimaður, en aðrir
yfirmenn litu aðallega á ferðina eins og sumarleyfi
eða landkynningu gleðimanna. Eitt einkenndi útgerð
skírarans; hann valdi til vesturfarar allmargar ungar
konur. Þetta var alger nýlunda. Þúsundir sjómanna frá
öllum löndum voru á Grænlandsmiðum, en hvergi kon-
ur um borð nema á skipi skírarans. Lék flestum hinum
erlendu mönnum hugur á að heimsækja íslenzka skip-
ið og taka þar þátt í nokkrum mannfagnaði. Skiptist
útgerðarríki skírarans nú í tvennt. Annars vegar var
nokkur hluti yfirstéttarinnar á skipinu og fáeinar af
stúlkunum fús að halda upp rausn og gleði með erlend-
um gestum. Hinsvegar var minni hluti yfirmanna, flest-
ir sjómennimir og meiri hluti stúlknanna einhuga um
að vera vestra til að stunda framleiðslu en ekki veizlu-