Ófeigur - 15.12.1951, Side 22
22
ÓFEIGUR
störf, og hélt fast við þá stefnu. Forráðamennirnir
réðu stefnunni og tóku upp stórfellda landkynningu
með þar tilheyrandi gleðskap. Gestir veittu og þáðu
vín, svo að slík risna var óþekkt nema hjá stórhöfð-
ingjum. Sjómennirnir sinntu veiðum, en risnan setti
svipmót á útgerðina og aflinn varð eftir því. Þær stúlk-
ur, sem ekki vildu snúa sér að veizlunum og þjónustu-
brögðum við gistivini útgerðarinnar, fengu hörð orð
í eyra og yfirgáfu skipið með bátum, sem fóru til fs-
lands. Útgerðarstjórnin frétti að lítið kæmi af fiski í
lestina, en fékk hnisvegar pata af að tómar olíutunn-
ur frá Standard Oil flutu víða um firðina, af því að
mikið þurfti af olíu, en tankgeymslur ekki í lokuðu
úndi. Gaf skírarinn þá skipun símleiðis, að safna sem
mestu af tómu tunnunum og hlaða Súðina með þeirri
vöru, þar sem skortur væri á fiski. Sömuleiðis skyldi
leiðangursfólkið safna rekaspítum í fjörunni, hvar sem
þær fyndust og nota það eldsneyti í stað kola, sem
skortur var á til að geta með þeim hætti látið Súðina
hitna og blása með eimpípu sinni þegar gistivinir ís-
landsútgerðarinnar komu og fóru. Súðin kom heim
með lítið af brennivíni og fiski, en því meira af tóm-
um tunnum og skuldum. Þegar skipið kom loks til
Reykjavíkur, hafði það hlotið afarmiklu viðurkenningu
á Grænlandsmiðum fyrir auðsýnda gestrisni við sjó-
menn og þó einkum yfirmenn af skipum allra siglinga-
þjóða í norðurhöfum. En heima biðu skuldadagarnir.
Meðal annars varð að skila öllum tómu tunnunum til
réttra eigenda, án launa fyrir söfnunina og flutninginn.
*
Skírarinn kveið fyrir reikningsskilunum, en vissi að
hann átt von góðrar heimkomu hjá vini sínum Ey-
steini. Fiskstabbinn í lestinni var líkur í laginu hey-
forða Kristjáns Fjallaskálds í Þorrakvæði hans. Afréð
skírarinn nú að beita kænsku og lagaviti. Keypti hann
nokkuð af linsöltuðum fiski til að bæta sína sumar-
framleiðslu. Síðan sótti hann um leyfi til „fyrstu stjórn-
ar Alþýðuflokkins á Islandi" til að mega selja ugga
sína utan við Sölusambandið. Bar skírarinn fram þær
ástæður fyrir undanþágubeiðni sinni, að eins og kvistir
Bjarna Thorarensen voru vættir „eldregni tára“, hefði
hans fiskar sér það til ágætis, að þeir væru í vestur-
vegi vökvaðir með alþjóðlegum tárum og íslenzkum