Ófeigur - 15.12.1951, Síða 24

Ófeigur - 15.12.1951, Síða 24
24 ÖFEIGUR þeirra fylgdi með í austurveg af hreinni tryggð við Súðina. Lítur nú allt blómlega út með Súðina. Ríkið fær að líkindum í sinn hlut fimmfailt stofnverð, eða hálfa millj- ón króna. Viðunandi má kalla, ef rafvirkinn og þeiiy sem veita honum aðstoð, fá milljón fyrir skipið og auk þess sem hann tekur farm í skipið milli aust- rænna borga. Blöðin í Reykjavík flytja stöðugt mynd- ir al Súðinni, svo sem þegar hún siglir gegnum Súez- skurðinn eða baðar æskurjóða bringu sína í öldum Ind- landshafs. Mega gamlir andstæðingar Súðarinnar, svo sem Ólafur Thors, minnast þess, að jafnvel hinum æfð- ustu stjórnmálamönnum getur missýnst um einföld mál. Þrátt fyrir öll svigurmæli Ólafs fyrr á árum um aldur Súðarinnar, er skipið nú búið að sýna ágæti sitt í erfiðum siglingum meðfram ströndum landsins. Hún hefur, síðan á tímum fyrstu stjórnar Alþýðuflokksins, verið fánaskip Islands í vesturvegi og sannað í einu gestrisni Islendínga og skipulagshæfileika ungra, lög- lærðra skuldheimtumanna. Að síðustu flytur Súðin nú í fjarjægum höfum frásögnina um þann merkilega þátt, sem íslenzk stjórnarvöld á mi^ri 20. öld áttu í að opna landnám Eiríks rauða að nýju fyrir sjómönnum og atvinnurekendum, sem endurheimta vestur þar hin týndu og rændu heimamið við strendur ættjarðarinnar. Alveg sérstök ástæða er til að gleðjast yfir því að skírarinn fær ríkulega umbun alls erfiðis við sölu Súð- arinnar. Telja sölufróðir menn að minna en 5 % sé óhugs- andi að bjóða svo merkum lögfræðingi fyrir báðar sölumar. Ætti hann þá að fá 25 þúsund fyrir að selja rafvirkjanum skipið en 50 þús. fyrir að aðstoða hinn nýja eiganda við að koma Súðinni á framfæri til Gyðinga við Gulahafið . * Listasafnið nýja hefir mikil salarkynni, en ekki nota- sæl. Síðan þjóðstjórnin fór frá völdum, 1942, hefir Val- týr Stefánsson með stuðningi kommúnista og Barða Guðmundssonar, keypt nálega eingöngu klessumálverk, sem ekki eru augnagaman nema mjög skillítilla manna. Kuldi mikill er í þessum húsakynnum, svo að sú list- fróða kona, sem lítur eftir myndunum þegar gestir koma, verður að búa sig áður en hún gengur í lista-

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.