Ófeigur - 15.12.1951, Side 25
ÖFEIGUR
25
■salina líkt og Kristján Fjallaskáld þegar hann stóð
yfir sauðum á Hólsfjöllum. Getur vel farið svo, að gesti
kali til skaða, ef þeir standa lengi í vetur hreyfingar-
lausir framan við hinar ægilegu klessumyndir sem fylla
hálfa listasalina. Þrátt fyrir allt á ríkið allmikið af
góðum listaverkum frá þeim tíma þegar Matthías Þórð-
arson, Sigurður Nordal, Stefán Jóhann, Kristján Al-
hertsson og ég keyptum listaverk fyrir landið. Fram
að þessu hafa þær myndir ekki notið sín fyrir því sem
einn af núverandi ráðherrum mundi kalla „gumsið“.
Vonandi verður síðar bætt úr því, þannig, að ekki verði
sýnt í þessu safni nema listaverk eftir færa menn og
vel mennta.
*
Ein er sú mynd í eigu landsins, sem ekki hefir enn
verið látin koma fyrir sjónir gesta í safninu. Sú mynd
ætti að heita „Frænka Göngu-Hrólfs“. Málverkið
er eftir Gunnlaug Blöndal, forkunnar fögur frönsk
stúlka frá Normandí. Sennilega hefur þessi fegurðardís
komið úr baði og kastað sér á sófa með hvítan líndúk
þvert yfir mittið. Ég hafði fengið lögfest 1928, að all-
ar áfengissektir skyldu renna í sjóð sem verja ætti í
þágu bókmennta, lista og visinda. Keypti ég þessa fögru
mynd handa væntanlegu safni fyrir 1000 kr. af brenni-
vínssektum. Matthías Þórðarson tók í fyrstu við mynd-
inni og geymdi hana í eldtryggu hólfi í Arnarhvoli, með
f jölmörgum öðrum listaverkum. Ég átti hinsvegar þátt
í að listaverk landsins voru síðar sýnd í stjórnarráð-
inu, skólum og öðrum opinberum byggingum. Barst
frænka Gölfu-Hrólfs þá í kennarastofu háskólans í Þing-
húsinu. Gluggar voru lágir og vissu út að Austurvelli.
Myndin góða hékk á vegg andspænis torginu. Tals-
verður deilur risu í kennarastofunni út af myndinni.
Sögðu læknar, að mannslíkaminn væri ætíð fagurt sköp-
unarverk, en guðfræðingum þótti sennilegt, að málverk-
ið kynni að vekja óleyfilegar tilfinningar í brjóstum ráð-
settra borgara. Stóð deilan óútkljáð þar til Helgi Hjörv-
ar kemur eitt kvöld í myrkri að þinghúsinu til að safna
kvöldfréttum vegna útvarpsins. Sér hann þá að Austur-
völlur er kvikur af hálfvöxnum strákum, sem ætluðu
að éta Normandí-konuna með augunum. Prófessorarn-
ir höfðu gleymt ljósi í kennarastofunni, svo að frænka
Göngu-Hrólfs var sýnileg í allri sinni dýrð. Helgi sagði