Ófeigur - 15.12.1951, Page 29
ÓFEIGUR
29-
Benti einhver ræðumanna Magnúsi Jónssyni á, að í
Eyjum hefði almúginn byggt sér mörg og vönduð hús
á síðustu missirum án þess að spyrja hann um leyfi.
Tók hann mannlega á málinu og kvað hér um frísynd-
ir að ræða, sem hefðu fyrir löngu verið fyrirgefnar á
hærri stöðum.
*
Vestmannaeyingar skildu, að hér var um skrautsýn-
ingu að ræða, sviplíka, eftir ástæðum, því þegar Stalin
raðar marskálkum sínum á gröf Lenins við hátíðleg
tækifæri. I stundaglasinu rann hinn gullni sandur sein-
lega langt fram á kvöld, án þess að hinir hugumstóru
höfuðstaðarbúar veittu athygli leik höfuðskepnanna ut-
an við höll Mbl.manna. En þegar Gísli sterki stóð upp
frá borðum með kappa sína og vildi stíga upp í flugvél-
inu, var að skella á ólátaveður svo að söng í Heima-
kletti. Fór líkt og í Babýlon forðum:
„Leiddist öllum ljúffeng vín,
ljósin föl í stikum glóðu.“
Var nú ekki annars kostur en að gista með allan
liðsaflann í Eyjum. Dreifðist flokkurinn skjótlega um
staðinn og tóku heldri menn bæjarins á móti vinum og
vandamönnum til gistingar, en þeir sem áttu enga að,
leituðu í hið góðfræga gistihús H. B. þar sem endur-
skoðendur stórdómarans höfðu leikið Hektor og Akk-
illes sér til dómsáfellingar í kuldunum í vetur sem leið.
Fram að þessu hafði hófsemi einkennt sjálfan veizlu-
fögnuðinn, en þegar liðið hvarf út í myrkrið til móts
við gestrisna einstaklinga, var eins og vínguðinn fengi
vængi og leitaði helzt til þeirra, sem bezt kunnu
að meta verðleika hans. Mega Islendingar jafnan minn-
ast þess, að ríkisstjórnin er stöðugt að framkvæma
eitt af frægustu kraftaverkum sögunnar, að breyta
brunnvatni í mest eftirsóttu verzlunarvöru þjóðarinn-
ar. Gísli sterki kann lítið að nota kraftaverk áfengis-
verzlunarinar og var snemma á fótum á miðvikudags-
morgun og gáði til veðurs. Enn var of hvasst og sýni-
legt að flugvélin mundi verða að bíða byrjar allan
miðvikudaginn. Varð þetta Vestmannaeyingum að hinu
mesta happi, því að þeir höfðu ekki í allri þingmanns-
tíð Jóhanns þriðja jarls í Eyjum, séð eins marga höfð-
ingja í staðnum og á þessum hvassviðris og landlegu-