Ófeigur - 15.12.1951, Blaðsíða 30
30
ÓFEIGUR
dögum. Yfirstétt landsins kynntist líka með þessum
hætti furðulega fljótt kjörum almúgans, eins og þau
koma fyrir augu glöggra gesta. Héldu heimsóknir, vina-
gildi og spilasamkomur áfram allan þennan dag. En
þegar tók að líða að kveldi, gerðist ríkisstjórnin óró-
leg út af fjarveru nefndanna, sem stjóma landinu.
Minnti Eysteinn á, að hið góða skip hans ,,Þór“ væri
nú til taks. „Þór“ hefði kostað 10 milljónir og eyddi
árlega jafnmiklu úr landssjóði eins og útgerð þriggja
vopnaðra gæzlubáta. Sagði hann að „Þór væri ekki
bundinn við alvarleg störf þá stundina, þar sem allir
dragnótabátar, togbátar og togarar hefðu svo fullkomn-
ar njósnir, að „Þór“ kæmist aldrei í færi við mótgangs-
menn gæzlunnar. Væri þá rétt að minnast þess, að
„Þór“ væri engu síður fyrir höfðingja heldur en almúg-
ann. Benti fjármálaráðherra á, að þessi sendiför hefði
fyllilega náð tilgangi sínum og tekjur ríkissjóðs af
ferðalaginu gerðu meira en endurgjalda tilkostnað við
ferðina. Væri því bezt að senda ,,Þór“ í skyndi til Eyja
og láta hann flytja allan liðsaflann til borgarinnar strax
um nóttina, því að með þeim hætti gæti landið aftur
fengið löglega stjórn, þingið orðið starfhæft að nýju
og þær nefndir, sem stjórna ríkinu, sezt aftur á sína
þýðingarmiklu valdastóla. Þegar her hverfur skyndi-
lega á undanhaldi úr vígstöðvum, brenna kænir her-
stjórar vistir og annan farangur. Hér þótti slíkt ekki
við eiga, þar sem um var að ræða vinsamlega hersetu.
Var þá talið sjálfsagt, að verðmætar leyfar yrðu eftir
atvikum notaðar til manníagnaðar á staðnum, án alls
yfirlætis. Mætti með þeim hætti skapa Brandajól í Eyj-
um frá fyrsta fyrirhugaða veizludegi, en það var sunnu-
dagur, og fram á fimmtudag, þegar norðanvindinum
slotaði og farkostur veizlugesta, flugvélin, sem beðið
hafði þeirra þolinmóð þrjá daga, kom til Reykjavíkur
á eftir langferðamönunum. Flugvélin hneigði sig í kurt-
eisisskyni yfir Amarhvoli með sniðugri loftbeygju, til
að þakka f jármálaráðuneytinu fyrir hagstæð viðskipti.
„Þór“ kom til Eyja með 18 mílna hraða og tók gest-
ina. Margir vom þreyttir og syfjaðir, en hraustmennin
héidu áfram veizluglaumnum alla nóttina. Höfðu feður
þjóðarinnar séð þeim fyrir hóflegu magni af Gvendar-
bmnnavatni.