Ófeigur - 15.12.1951, Síða 32
32
ÖFEIGUR
hinar mörgu sendinefndir sem hafa að miklu eða öllu
leyti verið óháðar stórdómaranum.
Vestmanneyingar mega vel una við sinn hlut í þjóð-
félaginu. Þeim er vissulega ekki gleymt. Frægð þeirra
hefir aldrei verið meiri en nú. Þegar Skúli bar fram
fyrirspurn sína og Bjarni svaraði, kom fjöldi áheyr-
enda á þingpalla. Áður höfðu gestir sjaldan litið inn í
þingið. Vestmannaeyjamálið eitt hefir haft það lífsmagn,
sem með þarf, til að, lokka borgarana inn í þinghöllina.
Tvö snilldarljóö.
Guðmundur Hagalín hefir ritað prýðilega grein um
íslenzk ljóðskáld á 19. og 20. öld. Grein þessi hefir birzt
í tveim síðustu árgöngum almanaks Þjóðvinafélagsins.
Ein kenning höf. í fyrri greininni þykir mér þó var-
hugaverð. Svo er að sjá sem Hagalín telji Magnús Ás-
geirsson meiri snilling við ljóðaþýðingar heldur en Matt-
hías Jochumsson. Þetta er meiri háttar misskilning-
ur. Enginn maður getur orðið yfirburðamaður við ljóða-
þýðingar nema hann sé mikið skáld sjálfur. Nú hefír
Magnús Ásgeirsson ekki ort nein ljóð. Hann er þess
vegna ekki sjálfstætt skáld, heldur afkastamaður við
ljóðaþýðingar. En ef frá eru taldar fáeinar mjög vel
gerðar vísur, sem hann hefur snúið á íslenzku eftir
enskt skáld, þá eru þess engin dæmi að þýðingar Magn-
úsar Ásgeirssonar lifi á vörum manna eins og heilar
bækur, sem Matthías hefir þýtt, t. d. Friðþjófssaga og
Manfred, auk f jölmargra annarra ljóðaþýðinga hans, sem
eru varanleg andleg eign allra sæmilega menntaðra
manna hér á landi, samhliða ljóðum innlendra stór-
skálda. Mér hefir komið til hugar, að fátt myndi geta
talizt öruggara sönnunargagn um yfirburði stórskálda