Ófeigur - 15.12.1951, Síða 37

Ófeigur - 15.12.1951, Síða 37
ÖFEIGUR 37 kemur að skuldadögunum. Þá kemur í ljós, að á undan- gengnum velmaktardögum kommúnista og hentistefnu- manna í borgaraflokkunum er búið að skapa svo fjöl- menna og dýra hvítflibbastétt, að framleiðslan getur ekki borið allan þann mannafla. Fjárlögin fara nú að nálgast 400 milljónir. Samt getur ríkið ekki lagt neitt sem heitir í meiri háttar stórfyrirtæki. Kom til orða hjá valdhöfunum, að byrja að reisa sómasamlegt stjórn- arráðshús, en þá var ekki nógur stórhugur í f jármála- stjórninni. Langsamlega mest af fé ríkissjóðs er etið upp í persónueyðslu. Fram undan er ný dýrtíðaralda. Hækkun á kaupi sjómanna rétt eftir nýár. Með vorinu hækka landverkamenn. Næsta haust koma sveitavörur. Þá fylgir ný kauphækkun launamanna. Innan tíðar á þjóðin lítið fémætt nema jarðir, lóðir, hús og verkfæri. Þá -er nýja lýðveldið strandað. Borgaraflokkarnir voru saman við stýrið, undir áhrifum bolsivika, meðan stefnt var að þessum Svörtuloftum. Fyrstu viðreisnarstigin. Þegar þjóðin á sjálf að ala önn fyrir allri sinni marg- mennu hvítflibbastétt, án gjafa frá Ameríku, verður um sinn skortur á margháttaðri aðfluttri vöru. Fólk, sem hefur ætlað að yfirgefa framleiðslustörfin, snýr til baka. Sveitin byggist til stórra muna. Menn í þéttbýli auka garðrækt og grasrækt. Dregið verður úr bifreiðanotk- un nema til bráðra nauðsjmja. Bændur taka hestinn aftur í sína þjónustu, bæði til ferða og margháttaðrar vinnu. Skólakerfið, tryggingarnar og hið mannmarga skrifstofuskipulags ríkis og bæja verður í harðri neyð dregið saman í svipað horf eins og tíðkaðist á árabil- inu frá 1930—40. Þá kemur aftur í fult gengi kjörorð- ið: „Allt verður að bera sig.“ Ný stjórnarskrá. Um leið og þjóðin finnur hvað hefur gerzt, þannig, að hún er fallin úr miklu fjárhagsgengi í sára fátækt, verður mönnum tvennt ljóst: Að vinátta borgaraflokk- anna við bolsivika hefur orðið gjaldþegnunum dýr og að ekki verður unnt að rétta landið við nema með nýrri stjórnarskrá, þar sem framkvæmdarvaldið er tekið af

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.