Ófeigur - 15.12.1951, Side 38

Ófeigur - 15.12.1951, Side 38
38 ÓFEIGUR flokkunum og lagt í hendur manns sem almenningur- velur og getur gert ábyrgan gerða sinna. Nú eru flokk- amir einráðir við stjórnarmyndun og láta ríkissjóð borga herkostnaðinn. Við myndun ríkisstjórnar 1944 varð hin nýja stjóm að lofa að koma á tryggingum þeim, sem nú eru í gildi en þó að mestu óframkvæman- legar. Enginn þingmaður vissi þá hvert var efni trygg- inganna. Jafnframt varð stjórnin að lofa flokkunum að setja launalög eftir geðþótta láunamanna sjálfra. Við stjórnarmyndun 1950 sömdu leiðtogar flokkanna um að fella krónuna um 74% gagnvart erlendri mynt, án þess að borgarar landsins hefðu hugmynd um hvað gert var fyrr en búið var að gera myntina nálega verð- lausa. Móti verzlun hentistefnumanna um f jármuni þjóð- arinnar, í sambandi við myndun og starf ríkisstjórna er ekki nema eitt ráð til og það er fullkominn skiln- aður löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Meðan nú- verandi skipulag helzt, er engin von um viðreisn þjóðar- búsins. Verzlun flokkanna um stjórnarvaldið, og það hefur oft verið gert í samráði við bolsivika, veldur hvarfi stríðsgróðans, sparif járins og amerísku gjafanna. Ef þjóðin getur ekki skapað sér ábyrg stjórnarlög, hlýt- ur hún um óákveðinn síma að verða á alþjóðaframfæri, án þess að hægt sé að gefa nokkra skynsamlega ástæðu fyrir þeirri óvæntu niðurlægingu. Fjármálaviðreisnin. Þegar mynt einhvers lands er gjörfallin, eins og danski dalurinn 1814 eða þýzka markið 1921 og 1945, verður sú þjóð að skapa sér nýja mynt og tiltrú á gildi hennar. Friðrik VI. og ráðgjafar hans tóku mikið af fasteignum landsins traustataki, sem tryggingu fyrir nýjum seðlum, og þeim tókst með ráðdeild og sparn- aði að endurbyggja traust myntkerfi. Þjóðverjum virð- ist hafa tekizt að leysa vandamálið mjög vel eftir bæði stríðin, á svipaða lund og Danir áður fyrr. Hér á Is- landi er óhugsandi að skapa nýja og örugga mynt fyrr en þjóðin hefir lært fornar dyggðir af reynslunni. Nú- verandi valdhöfum með stéttarfélög í öflugri sókn móti þjóðfélaginu, mundi vera gersamlega um megn að byrja að skapa nýja krónu, jafnvel þótt að veði stæði fyrsti veðréttur í öllum fasteignum landsins. Kommún-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.