Ófeigur - 15.12.1951, Side 39
ÖFEIGUR
39
istar mundu, og þeir væru þess megnugir, hef ja kaup-
streitu að nýju og skapa þá dýrtíð, sem ekki yrði við
ráðið og felldi krónuna að nýju.
Stofnsjóðshiígmyndin.
Ég hefi nýverið hreyft nýrri tillögu varðandi viðreisn
landsins í fjármálum. Ég bar hugmyndina fram á
mjög fjölsóttum fyrirlestri í listamannaskálanum fyrir
skömmu. Sú tillaga er miðuð við þann tíma þegar krón-
an er gerfallin og Bandaríkin hætt að gefa landsmönn-
um fé og mat til daglegs framfæris. Þá er jafnframt
gert ráð fyrir að þjóðin finni sárt til þeirrar niðurlæg-
ingar, sem hún hefur orðið fyrir í sambúð við þá menn,
sem öll borgarablöðin væna daglega um föðurlands-
svik, en var áður treyst til allra farsællegra hluta. Þá
verður viðhorfið svo breytt, að íslendingar byrja að
trúa á mátt sinn og megin, en ekki loftssjónir byltinga-
manna. Ég lagði þar til, að tekin yrði upp tíund með
nýjum hætti. Hver maður, sem náð hefði kjöraldri, yrði
að leggja tíunda hlut tekna sinna í skyldusparnað, sem
nefndist stofnsjóður einstaklinganna. Um stofsjóðinn
væri ýtarleg löggjöf, eins og um tryggingar. Tíund
hvers manns legðist árlega í stofnsjóðinn. Sá sjóður
væri friðhelgur gagnvart öllum sköttum bæði til ríkis
og bæja. Stofnsjóðurinn væri auk þess tryggður af rík-
inu gegn allri gengislækkun. Með þessum hætti átti hver
borgari, jafnt karl og kona sinn stofnsjóð, og á hann
yrði ekki ráðizt með neinum skattkröfum. Einstakling-
urinn ætti þá vaxandi eign, sem ekki yrði frá honum
tekin til annarra þarfa, alla hans ævi. Þegar unga fólk-
ið myndar heimili eða efnir til sjálfstæðrar atvinnu
kemur stofnsjóðurinn til hjálpar með framlög, og stund-
um með lán. Hvortveggja aðstoðin veitt eftir fyrirfram
ákveðnum reglum. Stofnsjóðurinn heldur áfram að
vaxa alla ævi mannsins með árlegri tíund og vöxtum,
en veitir eigandanum sífeldlega stuðning til heilbrigðr-
ar lífsbaráttu. Þannig myndaðist mikið f jármagn, öflug
lyftistöng framfara og atvinnuöryggis í landinu. Elli-
trygging nútímans yrði óþörf og felli niður. Stofnsjóð-
ur einstaklinganna yrði meiri stoð heldur en hinar þýð-
ingarlitlu hrunkrónur, sem nú eru réttar kynslóðinni
sem er að ljúka störfum. Stofnsjóðurinn mundi skapa.