Ófeigur - 15.12.1951, Side 41
ÓFEIGUR
41
ur, þá væri stigið stórt spor til að tryggja atvinnu fyr-
ir íslenzka fiskimannastétt á ókomnum öldum.
Tíu mílna landhelgL
Fyrir nokkrum missirum ritaði Jón Árnason banka-
stjóri grein í Vísi og lagði til að íslendingar byðu Bret-
um félagsskap um að tryggja allri Norðurevrópu næg-
an fiskistofn við ísland með þvi að friða 10 mílna belti
út frá ströndum landsins fyrir allri botnvörpuveiði, bæði
báta og skipa og jafnt innlendra manna sem erlendra.
Innan við þessa línu gæti þjóðin sjálf notað net, línu
og færi, eftir því sem orkan leyfði. En á þessu breiða
belti hefði ungfiskurinn öruggan griðastað, og úr þess-
um miklu uppeldisstöðvum dreifðist fiskurinn um höf-
in í kringum landið. Þar mætti véltæknin njóta sín.
Með þessu eina móti er nokkur von um að unnt verði
að tryggja fiskiveiðar sem atvinnu Islendinga á ókomn-
um árum. Ef fólkið á sjávarbakkanum getur ekki risið
gegn eyðileggingarstarfsemi innlendra manna, sem skafa
hvert mið á grunnsævi nótt eftir nótt með botnsköfum
og gefa erlendum veiðimönnum háskalegt fordæmi, er
íslenzk fiskimannastétt dauðadæmd. Enn bólar alls
ekki á neinni skynsamlegri aðgerð í þessum málum.
Félög og flokkar samþykkja ályktanir um að Islending-
ar eigi að slá eign sinni á allt grunnsævi við Island
og sitja þeir einir að veiði. Þessir menn tala eins og
fávís börn. Um leið og íslendingar loka hafhlutum
með einhliða, innlendu banni án viðurkenningar Breta,
hefst milliríkjamál, þar sem veikdómur íslands á öllum
sviðum kemur ljóst fram, bæði að því er snertir hervald
og aðstöðu á heimsmarkaðinum og lokar öllum mögu-
leikum til að breyta frómum óskum í veruleika. Að-
staða íslands á alþjóðlegum vettvangi er enn veikari
fyrir það, að allar grannþjóðir vita, að dráttarnetafloti
Islendinga er langhættulegastur fiskimiðunum hér við
land, af því að bátamir eru allt af við sína skemmdar-
iðju uppi í landsteinunum þar sem erlendir menn þora
þó ekki að koma. Landhelgisvamirnar hljóta fyrst og
fremst að byggjast á siðferðisþreki og manndómi Is-
lendinga. Nú eru sannkallaðir skemmdarverkamenn að
gereyða miðunum og fiskiveiðunum sem byggt er á.
Þjóðin getur snúið við, sýnt fullan þegnskap í allri