Ófeigur - 15.12.1951, Síða 42

Ófeigur - 15.12.1951, Síða 42
42 ÓFEIGUR framkomu, þó að óskörulega hafi verið starfað um stund. íslendingar geta hugsað svo hátt, að bjóða Bret- um samvinnu um að tryggja þeim og öðrum þjóðum atvinnu við fiskveiðar í heimahöfum, en njóta þó svo sem vera ber, mestra hlunninda af þeirri framsýni. íslenzkur her og þjóðvörðiiir. Blað kommúnista talar nú æsilega um að bandalags- þjóðir Islendinga muni krefjast þess að landsmenn leggi fram nokkum mannafla til að halda uppi friði og lög- um í landinu. Mæla kommúnistar mjög 4 móti þeirri ráðstöfun, ef til kæmi. Samt vilja þeir, að Rússar og bandamenn þeirra hafi stóra heri og vel búna vopnum. Vafalaust kemur að því að Islendingar finna að þeir geta ekki annað en beðið sjálfir um aðstoð bandamanna sinna til að koma hér á fót innlendri herdeild, sem yrði hluti hins fasta varnarliðs Atlantshafsþjóðanna gegn rússneskri innrás. Ennfremur hafa í Ófeigi verið leidd rök að því, að hér þyrfti að vera 3000 manna léttvopnaður, en launalaus þjóðvörður. Hafa Danir og Norðmenn slíkar sveitir til margháttaðra starfa. Ef uppreistarfúsar fylkingar óróaseggja hindra flutninga nauðsynjavöru og læknisdóma um landið, verður þjóð- vörðurinn að grípa í taumana og halda uppi lögum og reglu. Ef útlit er fyrir styrjöld, þarf að flytja þús- undir manna með allmiklum farangri úr þéttbýli í sveit- ir landsins, og gera því fólki kleift að haldast þar við undir mannlegum kringumstæðum um lengri eða skemmri tíma. Ef um innrás væri að ræða, gæti þjóð- vörðurinn aðstoðað varnarliðið á margan hátt. En heppilegast myndi vera í fyrstu að mynda sjálfboða- sveitir þjóðrækinna íslendinga og láta þær fá þjálfun með liðsafla bandalagsþjóðanna. Mundi þá koma í ljós, eins og endranær, þegar þjóðin mætir nýjum verkefn- um, að ekki stendur á færni og manndáð Islendinga. Sú kenning kommúnista, að með þessu móti mundi ís- lenzkt fólk lenda í aukinni lífshættu, þá er þar til að svara, að nú á tímum er mest hætta á ferðum, þegar varnarvana þjóð verður fyrir innrás. Forlög Suður- Kóreu mundu nú allt önnur ef stjórnin og þjóðin hefði skilið hættuna og haft svo mikinn viðbúnað, að bolsi- vikar hefðu ekki komizt yfir landamærin.

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.