Ófeigur - 15.12.1951, Blaðsíða 47
ÓFEIGUR
47
hindra að Vilhjálmur Þór gæti myndað stjórn eftir ná-
lega eins árs stjórnleysi hinna æfðu stjórnmála-
manna. Stofnendur Framsóknarflokksins studdu ætíð
og undir öllum kringumstæðum leiðtoga samvinnu-
félaganna í störfum þeirra og sóttu fast á að koma
þeim í mannvirðingarstöður utan félaganna, þar sem
líkur voru til að þeir gætu unnið þjóðþrifa verk vegna
atgervis eða reynslu við úrlausnir vandamála. Eysteinn
Jónsson hefir hinsvegar stofnsett Kron og gefið þessu
fyrirtæki einskonar einkaumboð á samvinnuverzlun í
höfuðstaðnum. Hann hefir á miðjum stríðsárum samið
við Ólaf Thors um, að samvinnufélögin skuli greiða há-
tekjuskatt af viðskiptum félagsmanna við þeirra eigið
félag. Með þessu gaf Eysteinn upp á háskalegasta hátt
þann réttargrundvöll, sem samvinnuhreyfingin hefir
byggt á alla vörn gegn tvöfaldri skattkúgun síðustu 60
árin. En ofan á allt þetta bætist svo það að þessi mað-
ur hefir talið sig þess umkominn að ryðja þýðingarmestu
mönnum samvinnufélaganna úr trúnaðarstöðum í þeim
félagsskap, sem þeir hafa byggt upp til alþjóðargagns.
Fulltrúar sambandsfunda hafa sýnilega ekki áttað
sig á þessari innrás. Þeir voru vanir trúnaði og vin-
gjarnlegri umhyggju frá stofnendum Framsóknarflokks-
ins. Ef til vill kemur sú stund áður en langt um líð-
ur, að samvinnumenn vilja miklu heldur hafa Jón Ivars-
son, Jón Árnason, Jakob Frímannsson, Vilhjálm Þór
og Sigurð Kristinsson til að ráða fram úr félagsmál-
um þeirra heldur en manninn sem hefir skapað Kron
og lagt stríðsgróðaskatt á skipti félagsmanna í kaup-
félögum; manninn, sem hefir fulltrúa kommúnista ætíð
sér við hlið, þegar hann er að reyna að ná SlS í hend-
ur manna, sem lítt kunna til samvinnustarfa og ætla
að nota aðstöðuna í þessum samtökum til persónu-
legrar valdastreitu. Ef samvinnumenn láta ryðja sín-
um æfðu trúnaðarmönnum úr forstöðu félaganna, þá
má segja, að forgöngumenn þessara mála hafi til lít-
ils barist. Samvinnuhreyfingin verður þá leiksoppur fá-
kænna og léttúðugra spilagosa og hætta að verða líf-
taug almennings í daglegri lífsbaráttu.
Ný aðstaða í samvinnufélögimum.
Framsóknarflokkurinn var réttnefndur samvinnu-