Ófeigur - 15.12.1951, Side 52
52
ÖFEIGUR
Tómassonar, að menn muni hafa heimsótt ákærðan og
drukkið hann fullan, til þess að láta hann svo skýra
frá, þótti réttara að hafa tal af konu ákærðs. Hún
skýrir svo frá, að þeir Karl Kristensen og Tryggvi Tóm-
asson hafi í vor komið í heimsókn til þeirra hjóna að
Litla Hólmi í Leiru og fóru að finna Pétur, en hún vissi
ekki um erindi. Þeir fóru með Pétri í bíltúr — að hún
heldur út í ?? Þegar þeir komu aftur með Pétur, eftir
1—2 tíma, var hann drukkinn, — en hún kveðst ekki
hafa athugað hvort þeir voru ölvaðir. Bað hún Pétur
að fara inn, en sagði síðan við þá að þeir skyldu hafa
sig á burt. Kváðust þeir ekki hafa ætlað að gera Pétri
neitt illt, gerður enga grein fyrir erindinu og höfðu
sig á burt.“
Þá mætti í réttinum Pétur Pálsson, og er áminntur
um sannsögli. Aðspurður, skýrir hann svo frá heim-
sókn þeirra Tryggva Tómassonar og Karls Kristensen.
Dómarinn sér ekki ástæðu til að fara frekar út í þetta.
Aðspurður, segist hann ekki geta sagt sannara frá
en hann hafi gert í réttarprófunum í þessu máli. Hann
kveður það aðeins eitt, sem hann óski að taka nánar
fram. Hann kveður geta runnið benzín frá aðal benzín-
dunknum fram í sogdunkinn og niður, eftir að pípan
er slitin, svo lengi sem loftþrýstingurinn í aðal benzín-
dunknum er nógur til þess. Hann fortekur og enn fyrir
það og kveðst, hvað sem hann kunni að hafa sagt,
ekki geta sannara sagt en það, að hvorki Ólafur Jóns-
son né aðrir hafi verið í vitorði með sér.
Framh.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jónas Jónsson frá Hriflu.
Afgreiðsla Landvamar: Laugaveg 7, Reykjavík.
Prentað I Steindórsprenti h.f., Tjamargötu 4, Reykjavlk.