Fréttablaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 20
segir Flosi og segir alla tapa á fyrir­ komulaginu. Bæði fyrirtæki sem missi af reynslumiklu fólki með breiða þekkingu og starfsfólk sem finnst það lítils metið á vinnumark­ aði. „Í raun og veru er þetta bara slæm mannauðsstjórnun. Ég er alls ekki að gera lítið úr menntun en við erum ekki nógu dugleg að meta fjöl­ breytt nám til framþróunar og hærri launa,“ segir Flosi. Stökk af háa brettinu Flosi hóf störf sem framkvæmda­ stjóri Starfsgreinasambandsins þann 6. desember. Strax degi seinna fór hann á fyrsta fundinn með Sam­ tökum atvinnulífsins. „Ég stökk af háa brettinu beint í djúpu laugina.“ Hann segir yfirlæti og hroka sem einkenndi umræðu um kjaramál hafa komið sér á óvart. „Þessi gífur­ yrði og tungutak sem fjölmiðlar, álitsgjafar og hluti atvinnurekenda leyfa sér gagnvart einstökum for­ ystumönnum í verkalýðshreyfing­ unni eru með ólíkindum. Ég er að vinna með 19 formönnum félaga Starfsgreinasambandsins á landinu og allt í einu er talað um þá sem glæpa­ og hryðjuverkamenn sem ætli sér að leggja landið í rúst. Mér finnst þessi talsmáti sérstaklega áberandi gagnvart kraftmiklum konum í okkar hreyfingu og nefni þar til dæmis forvera minn í stólnum hjá SGS, Drífu Snædal, forseta ASÍ, og það sem yfir hana gengur af sóða­ skap. Þá kemur alltaf upp í hverjum einustu kjaraviðræðum að ástandið í íslensku efnahagslífi hafi sjaldan verið verra og horfurnar óvissar. Og alltaf er herjað á lægst launaða hópinn að sýna festu því annars fari verðbólgan af stað. En maður les ekki leiðara ritstjóra um að nú þurfi stjórnendur að hafa sig hæga, sýna festu og taka á sig skerðingu því nú sé staðan þannig,“ segir Flosi og segist telja að umræðan endurtaki sig vegna þess að verkalýðsforystan hafi áður að einhverju leyti gengist við þessum rökum. „Við höfðum að sumu leyti orðið undir í umræðunni og stundum gengist við þessum rökum, en það gerum við ekki lengur og mér fannst aðdáunarverð sam­ staða allra félaga í þessum kjaravið­ ræðum. Við létum ekki etja okkur hverju á móti öðru og það er mjög merkilegt að öll félög Starfsgreina­ sambandsins hafi skrifað undir einn kjarasamning, það held ég að hafi ekki verið gert áður. Mér hefur verið tekið afar vel af formönnunum í SGS og öðrum í verkalýðshreyfingunni, studdur af stað og leiðbeint en um leið sýnt mikið traust og notið trúnaðar, svo er bara að standa sig og sinna þeim störfum vel sem mér eru falin.“ Mansal og launaþjófnaður Starfsemi verkalýðsfélaga verður sífellt f lóknari. Sífellt stærri hópur starfsfólks er af erlendu bergi brot­ inn og krefjandi mál enda á borði félaganna. „Innan félaganna er hópur sem er að vissu leyti flókið að virkja og erfiðara að ná til. Á kynningarfundi félagsins í Skagafirði á dögunum um nýjan kjarasamning vorum við með búlgarskan túlk, því þar starfa marg­ ir frá Búlgaríu. Verkalýðsfélögin eru í raun að gera miklu meira í þessum efnum en þeim ber skylda til en það er nauðsynlegt. Þessi hópur er útsett­ ur fyrir því að það sé svindlað á þeim ásamt námsmönnum og ungu fólki. Þetta er fólk sem þekkir ekki rétt­ indi sín eða skortir kjark til að sækja þau. Alþýðusambandið hefur gengið hart fram í að það verði að vera hörð viðurlög við þessum brotum. En það hefur gengið mjög illa að ná því fram því hér á landi virðist alltaf verið svo f lókið að setja lög um kennitölu­ flakk, refsa atvinnurekendum fyrir launaþjófnað og vinnumansal,“ segir Flosi. „Verkalýðsfélög landsins eru að keyra í gegn alvarleg mál sem eru alls ekki öll í fjölmiðlum og þetta er við­ varandi í ferðaþjónustunni.“ Ekki með puttann á púlsinum Verkalýðsfélögin eru að snerta á mikilvægum málefnum sem skipta félagsmenn okkar máli. Húsnæðis­ mál og vaxtamál skipta þar miklu máli og velferðarmál í stóru sam­ hengi og nú viljum við líka skoða aðgengi að heilbrigðisþjónustu því við sjáum að félagsmenn sem búa vítt og breitt um landið bera þungan kostnað vegna tiltölulegra einfaldra læknisrannsókna, við ætlum að skoða þetta vel í haust á þingi SGS.“ Flosi sat í bæjarstjórn Kópavogs fyrir Samfylkinguna frá 1998 til 2010 og er enn skráður í Samfylkinguna en segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með áherslur vinstri f lokkanna eftir að hann blandaði sér í verkalýðsbaráttuna. „Það er óhætt að segja að ég hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum, bæði með Vinstri græn og Sam­ fylkinguna sem bæði eiga sögulegar rætur í samtökum verkafólks, hversu þau skynja lítið þarfir og áhyggjur félaga í verkalýðsfélögum landsins. Eru bara alls ekki með puttann á púlsinum, þau tala ekki þetta tungu­ mál og mér finnst komin einhvers konar gjá á milli verkalýðsfélaganna og stjórnmálaflokkanna. Ég skynja þetta mögulega sterkar því ég var í stjórnmálastarfi á þessum væng,“ segir Flosi. „En þetta má svo sem segja um um alla stjórnmálaflokka á Alþingi.“ Óvænt og bráð veikindi Flosi missti eiginkonu sína, Nínu Björk Sigurðardóttur, úr bráðahvít­ blæði fyrir nærri sex árum. Saman áttu þau þrjú börn en fyrir átti Flosi son. „Þetta voru mjög óvænt og skyndi­ leg veikindi. Hún var látin aðeins ári eftir að hún veiktist, í framhaldi af mergskiptaaðgerð í Svíþjóð. Þá voru börnin okkar þrjú 6, 8 og 10 ára gömul. Ég hef ekki mikið rætt um veikindin og fráfall Nínu opin­ berlega vegna barnanna. Mér hefur fundist ég þurfa að hlífa þeim en nú eru þau orðin eldri og þá gæti það orðið til gagns fyrir aðra,“ segir Flosi og bætir við að frá því að hún hafi verið greind með hvítblæði hafi þau verið samstiga í gegnum það verk­ efni að takast á við sjúkdóminn og ná bata. „Hún var sterk og nálgaðist þetta þannig að hún ætlaði að vinna þetta stríð. Þetta var verkefni sem við ætl­ uðum að leysa saman, við ákváðum strax að velta okkur ekki mikið upp úr líkum á bata. Læknir sem við hitt­ um minnti okkur líka á að þetta væri rétta hugarfarið, það breytti engu að vita allt um samsettar líkur, það eina sem skipti máli væri framgangur einnar manneskju. Við vorum heppin að eiga stóra og styðjandi fjölskyldu, tengdaforeldrar mínir búa nálægt og voru okkur afar hjálp­ leg. Stuðningur þeirra við krakkana og mig hefur síðan verið mjög mikill og ómetanlegur. Og allt okkar fólk, systkini mín og hennar og margir fleiri fór út fyrir allt, þá og síðar, það er verðmætt. En samfélagið, það er ekkert sérstakt. Hvernig við tökum á móti veiku fólki og syrgjandi. Fyrir utan skólann, Kársnesskóla, sem studdi mjög vel við okkur og börnin. Þegar barn missir foreldri þá er það mikið inngrip í skólastarfið, það þarf að útskýra fyrir börnunum að annað foreldranna sé dáið og þá geta kviknað sterk viðbrögð. En skólinn gerði þetta frábærlega og við fengum fallegar kveðjur og kort,“ segir Flosi. Fjárhagsáhyggjur þung byrði Flosi nýtti sér aðstoð Ljóssins styrktar félags og Ljónshjarta sem er stuðningsfélag fyrir fólk sem hefur misst maka og börn þess. Stuðning­ urinn er mikilvægur enda stendur makinn eftir einn með börn og óviss um hvað tekur við. Hann segir fjár­ hagsáhyggjur þunga byrði mörgum ekkjum og ekklum í þessum sporum. „Þegar foreldri fellur frá getur það verið fjárhagslega erfitt fyrir marga en þetta mjakast þó í rétta átt. Það var gerð lagabreyting á síðasta ári sem gerir fólki kleift að sækja um viðbótarmeðlag þegar það þarf að standa undir meiriháttar kostnaði, til dæmis tannréttingum, ferming­ um og slíku,“ nefnir Flosi. Hann segir missinn hafa gert bæði sig og börnin næmari fyrir ýmsum hlutum. „Mér detta í hug öll skiptin sem krakkarnir heyrðu eitthvað í þessa áttina: Bjóðið nú mömmu og pabba að koma á sýninguna, eða segið nú mömmu og pabba frá þessu. Þetta er erfitt en ekki bara fyrir börn sem hafa misst foreldri heldur líka þau sem eiga öðruvísi fjölskyldur og þau eru fjölmörg. Ég hef örugglega sagt eitthvað í þessa áttina en nú þegar ég stend í þessum sporum veit ég betur og get sagt að þetta stingur alltaf svo­ lítið. Og einstaka sinnum fann ég fyrir því að fólki fannst skrýtið að ég væri með börnunum. Ef ég fór með þau á vissa staði, segjum til dæmis til læknis, þá lá stundum spurningin í loftinu: Hvar er mamma þeirra? En ekki alls staðar og eitt sem mér þykir verulega vænt um er traust foreldra vina barna minna til mín. Vinkonur dóttur minnar fengu áfram að gista og eins með vini sona minna. Mér var treyst og ég segi bara, takk!“ I love you three! Flosi þurfti að tileinka sér ýmislegt sem hann segir að hafi ekki endilega verið sér eðlislægt. „Ég get náttúrlega ekki komið í staðinn fyrir móður þeirra en ég þurfti að gera meira. Ég er ekki frá­ bær í heimilisstörfum en þarf að standa mig. Ég þurfti að breytast og læra hluti, ég var til dæmis svolítið lokaður og það var mér ekki eðlis­ lægt að vera oft með yfirlýsingar um ást mína og væntumþykju. En nú þurfti ég bara að gera það. Af hverju gerði ég þetta ekki alltaf, hugsaði ég mjög fljótlega, það er svo ofsalega gott að breiða yfir börnin mín og segja þeim að ég elski þau. Ég þurfti að æfa mig í þessu og finna minn takt,“ segir Flosi og segist hafa fundið sína aðferð og hún sé jafngóð og hver önnur. „Já, ég er kannski þannig pabbi að ég segi börnunum mínum sögur af finnskum ráðherrum til að tjá til­ finningar mínar,“ segir hann bros­ andi og rifjar sögu sem reynist góður ísbrjótur. „Einhvern tímann vorum við að ferðast í bíl og ég að segja börnunum brandara af finnskum ráðherra sem skildi lítið sem ekkert í ensku. Hann var í kvöldverði á þingi Sameinuðu þjóðanna og svona til að halda uppi samræðum við konuna við hliðina á sér segir hann: I Iove you, hún bregst snarlega við og segir bara til baka, I love you too. Og þá svarar hann, I love you three. Við segjum þetta stundum hvert við annað. Börnin mín eru næmari, þau skynja betur líðan annars fólks. Það verður til þroski og þau búa yfir sam­ hygð,“ segir Flosi. „Það er svo margt sem gerist en eitt er mikilvægt, það er að sorg er persónubundin. Það er afar misjafnt hvernig menn skynja og takast á við bæði áföll og sorg. Við berum öll með okkur áföll og sorgir. En eitt er víst og það er að tíminn læknar ekki öll sár. Þetta er einn af verstu íslensku málsháttunum því hann geymir engan sannleik og er algjör della. Maður heldur áfram af því að maður verður að gera það. Ef við hefðum ekki átt þessi börn þá hefði ég ekki komist fram úr. Fólk í þessum sporum og börn þess þurfa mikinn stuðning og nærgætni og það er afar mikilvægt að hafa aðgang að sérfræðingum. Við nýttum okkur þjónustu Ljóssins og ýmissa sér­ fræðinga eins og sálfræðinga og það skipti miklu máli,“ segir Flosi. „Það er til dæmis lokuð Facebook síða, Ljónshjarta, þar sem er hægt að tala við aðra í sömu sporum og þar er hægt að tala mjög opinskátt við þá sem eru á svipuðum stað. Það er nefnilega ekki hægt að setja sig í þessi spor. Mér fannst þetta mjög gagnlegt, að eftir að börnin voru sofnuð að geta talað við aðra og finn­ ast maður ekki einn í heiminum.“ Flosi hefur einnig sína aðferð við að takast á við missinn og minning­ arnar, hann minnist þess góða. „Við Nína áttum fimmtán frábær ár, það er það sem ég ætla að muna. En ekki erfiðleikana og veikindin. Og við eignuðust þrjú frábær börn sem minna mig á þennan frábæra tíma og ég sé mjög mikið af henni í börn­ unum mínum. Svona held ég áfram,“ segir Flosi. ÉG ER KANNSKI ÞANNIG PABBI AÐ ÉG SEGI BÖRN- UNUM MÍNUM SÖGUR AF FINNSKUM RÁÐHERRUM TIL AÐ TJÁ TILFINNINGAR MÍNAR. „Ég get náttúrlega ekki komið í staðinn fyrir móður þeirra en ég þurfti að gera meira,“ segir Flosi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 0 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 3 -F 8 0 4 2 3 7 3 -F 6 C 8 2 3 7 3 -F 5 8 C 2 3 7 3 -F 4 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.