Fréttablaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 26
Hildur hefur alltaf verið mik-ill matgæðingur og henni finnst fátt skemmtilegra en að prófa sig áfram í eldhúsinu. Fyrir nokkrum árum fór hún að huga meira að hollari og hreinni fæðu og í dag reynir hún að borða einungis grænmetisfæði. Eftir að hún breytti um stefnu í mataræði sínu hefur hugmyndunum í eld- húsinu fjölgað til muna þar sem hún reynir að nýta hráefnin sem mest. Hildur, sem starfar sem f lug- feyja, samfélagsmiðlastjóri og bloggari, hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl og þá sér- staklega matargerð og hreyfingu. Þessa stundina er Hildur að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem hún stefnir á í ágúst og þess á milli er hún að prófa sig áfram með hollar og næringaríkar upp- skriftir. Að þessu sinni ætlar Hildur að deila með lesendum þremur hollum uppskriftum að eftir- réttum fyrir helgina. Sumarhráfæðiskaka Botn 3 dl möndlur 3 dl mjúkar döðlur 1 tsk. salt Kasjúfylling 3 dl kasjúhnetur (lagðar í bleyti í 9 klst. eða yfir nótt) 1 dós af kókosmjólk 1 dl döðlusykur 1 msk. kókosolía 2 msk. sítrónusafi 1 tsk. vanilludropar Setjið allt hráefnið sem fer í botninn í matvinnsluvél og blandið vel saman. Pressið síðan deigið í kökuform og frystið. Setjið hráefnin fyrir fyllinguna í matvinnsluvél og blandið mjög vel saman. Því lengur því betra eða þangað til blandan er orðin „f luffy“ og silkimjúk. Smyrjið fyllingunni yfir botninn og setjið aftur í frysti. Takið kökuna út úr frystinum 1 klst. áður en hún er borin fram og skreytið með ferskum berjum og smá kókos- mjöli. Æðisleg kaka sem klikkar ekki með kaffinu. Eftirréttir sem þú verður að prófa Eftirréttir þurfa ekki að vera fullir af sykri til að vera bragðgóðir. Hildur Sif Hauksdóttir deilir með lesendum einföldum uppskriftum að eftirréttum sem tilvalið er að prófa um helgina. Hildur er dugleg að deila ýmsum uppskriftum á bloggsíðunni Trendnet. Einstaklega falleg og ljúffeng hrá- fæðiskaka. MYND/HILDUR SIF Avókadó - súkk ulaðimús sem hefur slegið rækilega í gegn. Ásta Eir Árnadóttir astaeir@frettabladid.is Avókadómús 2 avókadó 1 dós af kókosmjólk 2 dl af ósykruðu kakói 1 dl stevíasykur frá Good Good 1 tsk. salt Öllu hráefninu blandað vel saman í matvinnsluvél þangað til áferðin er orðin „f luffy“ og silkimjúk. Setjið músina í falleg glös og skreytið með hindberjum. Best er að kæla músina í 1-2 klukku- stundir áður en hún er borin fram. „Frábær eftirréttur sem slær alltaf í gegn á mínu heimili.“ Apple crumble 6 epli 5 dl hafrar 2 dl möndluhveiti 2 dl stevíasykur frá Good Good 2 tsk. kanill 1 tsk. salt 1 dl vegan smjör 1. Best er að skera eplin í litla bita og setja í form. 2. Síðan skal blanda öllum þurr- efnunum vel saman og bæta að lokum við smjörinu. Eplunum síðan blandað við. 3. Baka skal bökuna í 35-45 mín- útur á 180 gráðum eða þangað til eplin eru orðin mjúk. 4. Að lokum er tilvalið að þeyta vegan rjóma til að toppa bökuna. ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR GÖTUHJÓL · FJALLAHJÓL · BARNAH JÓL GÁMASALA! SÍÐASTI DAGURINN! 15. - 20. JÚLÍ Í FAXAFENIHJÓLAÐU Í NÝTT HJÓL! VAXTALAUS KORTALÁN* *VAXTALAUS KORTALÁN TIL ALLT AÐ 6 MÁNAÐA - LÁNTÖKUGJALD ER INNHEIMT VEGNA KORTALÁNA FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 0 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 4 -0 6 D 4 2 3 7 4 -0 5 9 8 2 3 7 4 -0 4 5 C 2 3 7 4 -0 3 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.