Fréttablaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 48
Æðislegar parmesan kartöflur með grillmatnum um helgina. Vantar þig uppskrift að spennandi kartöflum fyrir helgina? Þessar eru æðislega góðar og henta með öllum grill- mat. Í uppskriftina eru notaðar nýuppteknar kartöflur. 1 kíló kartöflur 2 dl parmesan ostur, rifinn 3 dl sýrður rjómi 1 stórt hvítlauksrif ½ sítróna Graslaukur Ólífuolía Salt og nýmalaður pipar Þvoið kartöflurnar og sjóðið þær í saltvatni. Takið upp úr og setjið á bökunarplötu. Hitið ofninn í 220°C. Þrýstið á hverja kartöflu með gaffli þannig að hún kremjist. Dreifið smávegis ólífuolíu á hverja kartöflu og bragðbætið með salti og pipar. Stráið parmesan osti yfir kartöflurnar. Bakið í ofni í um það bil 15 mínútur eða þar til kartöflurnar hafa fengið gullinn blæ. Þegar kartöflurnar eru teknar úr ofninum er smátt skornum graslauk stráð yfir. Borið fram með sýrðum rjóma með hvítlauk, sítrónusafa og graslauk. Æðislegar parmesan kartöflur Mikið úrval og góð stemning á Miðbakkanum um helgina. NORDICPHOTOS/GETTY Fyrsta götubitahátíðin á Íslandi (Street Food Festival) verður haldin á Miðbakkanum í Reykjavík um helgina. Hátíðin hófst í gær og stendur til klukkan 18.00 á morgun. Seljendur verða úr ýmsum áttum og selja götubita í gámum, matvögnum og tjöldum. Einnig verða básar fyrir „pop up“ verslanir, bar, kaffisölu og matar- markað ásamt fleiri nýjungum. Boðið verður upp á lifandi tónlist og önnur frábær skemmtiatriði. Samhliða hátíðinni verður haldin fyrsta keppnin í „Iceland Street Food Awards“ þar sem fjölmargir íslenskir aðilar munu keppa um viðurkenninguna „besti götubitinn 2019“. Sigurvegarinn mun svo í framhaldi af því keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri keppni – „European Street Food Awards“ – sem haldin verður í Malmö í lok september. Frítt er inn á hátíðina og allir vel- komnir. Götubitahátíð í bænum Opið virka daga kl. 11:00 - 22:00 Helgar kl. 16:00 - 22:00 Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l Sími 554 5022 TILBOÐ 4 réttir + súpa dagsins aðeins 1.790 kr.* KJÚKLINGUR Í ANANASSÓSU SVÍNAKJÖT Í KUNG PAOSÓSU DJÚPSTEIKTAR RÆKJUR MEÐ SÚR/SÆTRI SÓSU NÚÐLUR MEÐ GRÆNMETI *tekið með heim – 2.100 kr. ef borðað er á staðnum. Frábær hóptilboð Sjáðu öll tilboðin okkar á www.kinahofid.is Verk á sýningunni. Jelena Antić myndlistar-kona sýnir verk sín í Grafík-salnum við Tryggvagötu en sýningunni lýkur á morgun. Þetta er sjötta einkasýning Jelenu en önnur hér á landi. Verk Jelenu eru abstraktlistaverk með sterkum persónulegum stíl. Yfirskrift sýningarinnar í Grafíksalnum er Daydreaming eða dagdraumar. Jelena segir að dagdraumar líkist hugleiðslu og verkin á sýningunni séu eins konar hugleiðsla. „Ein ástæðan er endurtekin notkun á mynstrum sem minna á dáleiðslu en líka það hvernig ég vinn mál- verkin. Stundum stari ég á tóman striga klukkutímum, jafnvel dögum saman og þegar innblást- urinn kemur fylgi ég honum.“ Dagdraumar við Tryggvagötu 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 0 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 4 -0 1 E 4 2 3 7 4 -0 0 A 8 2 3 7 3 -F F 6 C 2 3 7 3 -F E 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.