Fréttablaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 56
TÍMAMÓT Í dag er hálf öld liðin frá því að Neil
Armstrong steig eitt lítið skref á tunglið. Hátt
í 530 milljónir manna um allan heim sátu við
imbakassann og fylgdust með í beinni þegar
mannkynið tók risastökk inn í framtíðina.
Íslenskar fjölskyldur hjúfruðu sig saman og
hlustuðu á Ríkisútvarpið. Það var björt sumar-
nótt.
Hjálmar Sveinsson verkfræðingur og Páll
Theódórsson eðlisfræðingur lýstu og þýddu
beina útsendingu frá því þegar ferjan Örninn
með Armstrong og Aldrin innanborðs nálgað-
ist tunglið og lenti á Friðarhafinu.
Tunglferðin var draumur Kennedys Banda-
ríkjaforseta. Árið 1962 hélt hann ræðu frammi
fyrir áhorfendum á Rice-leikvangnum í Texas
þar sem hann mælti þau orð sem mörkuðu
upphaf tunglferðanna: „Við veljum að fara til
tunglsins á þessum áratug. Ekki vegna þess
að það sé auðvelt, heldur vegna þess að það er
erfitt.“
Kennedy fékk aldrei að sjá mann ganga á
tunglinu. Nixon fékk þann heiður að hringja
út í geim og ræða við Neil og Buzz símleiðis.
„Vegna verka ykkar eru himnarnir nú hluti
af heimi manna,“ sagði hann og þakkaði þeim
fyrir afrekið. Michael Collins fékk þó ekki sím-
tal frá forsetanum en hann er þriðji maðurinn
sem gleymist oft. Hann var um borð í geim-
ferjunni Kólumbíu þegar Neil og Buzz lentu
Erninum. Hann var maðurinn sem hvarf bak
við tunglið og missti talstöðvarsamband við
félaga sína og umheiminn allan í 48 mínútur
rétt áður en Neil og Buzz áttu að lenda á tungl-
inu. Hann ritaði niður hugsanir sínar í minnis-
bók sína sem hann tók með sér út í geim: „Nú
er ég sannarlega einsamall og algjörlega fjarri
öllu þekktu lífi,“ skrifaði hann þegar samband
rofnaði.
„Síðastliðna sex mánuði hef ég verið hrædd-
ur við að þurfa hugsanlega að skilja þá eftir á
tunglinu og snúa aftur til jarðar aleinn. Eftir
nokkrar mínútur kemst ég að því hvort svo
verður.“
„Örninn er lentur,“ var það fyrsta sem
heyrðist þegar talstöðvarsambandið náðist
á ný.
Starfsmenn geimvísindastöðvarinnar í
Houston lásu fréttir á hverjum morgni fyrir
geimfarana á leið til tunglsins. Flestar fyrir-
sagnir snerust um þremenningana um borð
í geimfarinu Apollo 11. Ef marka má eftirrit
af öllum fjarskiptasamskiptum geimfaranna
fannst þeim skemmtilegast að heyra íþrótta-
fréttir. Fréttalesturinn fékk viðurnefnið The
Bruce & Fred Show eftir starfsmönnunum sem
lásu upp fréttirnar.
Það er eitthvað rómantískt við tungllend-
inguna. Ákveðin fortíðarþrá í ljósi mánaskins-
ins. Geimfarafjölskyldurnar voru hinar full-
komnu birtingarmyndir Ameríska draumsins
með hvítum rimlagirðingum og allt.
Tungllendingin sameinaði allt mannkynið
og var stórsigur fyrir Bandaríkjamenn sem
áður höfðu beðið lægri hlut í geimkapphlaup-
inu við Rússa. Vísindamenn horfðu út á við á
himinhvolfið en litu í þetta sinn til baka og sáu
litlu bláu plánetuna.
En stríð braust út milli Hondúras og El
Salvador á landi og í lofti sama dag og Banda-
ríkjamenn lögðu af stað til tunglsins. Víet-
namstríðið var í algleymingi og Judy Garland
var nýdáin eftir að hún tók of stóran skammt
af svefnlyfjum. Meirihluti hjónabanda geim-
faranna leystist upp á árunum sem liðu og
geimfarar þjáðust af þunglyndi og alkóhól-
isma eftir að hafa skotist út í geim og til baka.
Er hægt að snúa aftur til borgaralegs lífs eftir
að hafa staðið á tunglinu?
Almenningur missti áhugann á tungllend-
ingum og maðurinn hefur ekki farið aftur
síðan 1972. Þegar leið á síðustu tunglferðina
vildu sjónvarpsstöðvar frekar sýna íþróttavið-
burði á besta dagskrártímanum.
En NASA stefnir á að senda fyrstu konuna
til tunglsins árið 2024 og byggja þar geimstöð.
Það er ódýrara og auðveldara að skjóta flaug
frá tunglinu ef mannkynið vill hefja mann-
aðan leiðangur til Mars. Ég vona að af því verði
áður en almenningur missir áhugann enn á ný.
ingunnlara@frettabladid.is
Hálf öld liðin frá fyrstu tunglgöngunni
Fyrir fimmtíu árum steig Neil Armstrong á tunglið og mælti þessi ódauðlegu orð: „Þetta er eitt lítið skref fyrir mann, eitt risastökk
fyrir mannkynið.“ Íslenskar fjölskyldur hlustuðu á Hjálmar Sveinsson og Pál Theódórsson lýsa tungllendingunni í Ríkisútvarpinu.
Geimfararnir skildu eftir sig óafmáanleg
spor á yfirborði tunglsins. MYND/NASA
Fyrsta ljósmyndin af „jarðarupprás“ á tunglinu. Geimfararnir smelltu af áður en tunglferjan lenti á yfirborði tunglsins þann 20. júlí 1969. MYND/NASA
2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
2
0
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
7
3
-F
8
0
4
2
3
7
3
-F
6
C
8
2
3
7
3
-F
5
8
C
2
3
7
3
-F
4
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
7
2
s
_
1
9
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K