Fréttablaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 46
Whales of Iceland hvala-sýningin úti á Granda er ein stærsta sýning
sinnar tegundar í heiminum.
Þar er hægt að skoða líkön hvala
í fullri stærð en sýningin hefur
verið mjög vinsæl síðan hún var
opnuð árið 2014,“ segir Arinbjörn
Hauksson, markaðsstjóri hvala-
sýningarinnar.
Nýja sýningarrýmið er tileink-
að verndun hvala í úthöfunum en
þar er meðal annars að finna lang-
reyðarlíkan í fullri stærð. Í salnum
eru kynntar allar helstu ógnir
sem steðja að hvölum í dag en þær
eru loftslagsbreytingar, reknet,
árekstur við skip, hávaðamengun
og hvalveiðar. Arinbjörn segir að
einnig sé farið yfir þær lausnir sem
fólki standa til boða hvað varðar
verndun hvala í úthöfunum.
„Við erum mjög stolt af þessari
nýju sýningu,“ segir Arinbjörn
„Hún er sett upp í samstarfi við
Alþjóðadýravelferðarsjóðinn
IFAW. Þar eru sýnd stutt neðan-
sjávarmyndbönd úr myndinni
Sonic Sea á risastórum 8 metra
skjá, sem lætur gestum líða eins og
þeir séu neðansjávar. Einu sinni
á dag er myndin, sem er klukku-
stundarlöng, sýnd í heild sinni.
Myndin fjallar um verndun líf-
ríkis sjávar gegn hljóðmengun.“
Hvalasýningin á Granda saman-
stendur af 23 hvalalíkönum í
raunstærð, af hvölum sem fundist
hafa við strendur Íslands í gegnum
söguna. Sýningin er ein sú stærsta
sinnar tegundar í heiminum. Þar
er til dæmis að finna bæði steypi-
reyði og búrhval í fullri stærð og
Íslandssléttbak sem nú er í bráðri
útrýmingahættu og margt f leira.
„Það var mikil vinna lögð í
hönnun á líkönunum. Módelin
eru öll handmáluð og er hægt að
sjá á þeim persónuleg einkenni
Ein stærsta
sýning sinnar
tegundar í
heiminum
Hvalasýningin samanstendur af 23 hvalalíkönum í raunstærð.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir opnaði nýtt
gagnvirkt sýningarrými á hvalasýningunni.Neðansjávarmyndbönd eru sýnd á risastórum skjá.
Gestir á opnun nýja sýningarýmisins prófa gagnvirknina.
Nýtt gagnvirkt
sýningarrými var
nýlega opnað
á hvalassýning-
unni Whales of
Iceland við Fiski-
slóð í Reykja-
vík. Þórdís Kol-
brún Reykfjörð
Gylfadóttir
ferðamála- og
nýsköpunarráð-
herra opnaði
rýmið formlega.
lifað sjávarlífið í návígi þegar það
skoðar nákvæmar eftirlíkingar af
þessum stórkostlegu sjávardýrum.
Arinbjörn segir að starfsfólk
hvalasýningarinnar sé drifið
áfram af mikilli og djúpri virðingu
fyrir hvölunum og lífríki þeirra.
„Við trúum því að starf okkar
breiði út þessa virðingu fyrir hvöl-
um, bæði hér heima og erlendis,“
segir Arinbjörn að lokum.
sem rekja má til raunverulegs
hvals í hafinu,“ segir Arinbjörn
og bætir við að líkönin séu mjúk
og nokkuð raunveruleg í snert-
ingu sem eykur upplifunargildi
sýningarinnar.
Með gagnvirkum upplýsinga-
skjáum, róandi hvalahljóðum,
neðansjávarlýsingu og svörtu og
gulu sandgólfi er hvalasýningin,
Whales of Iceland eins og draum-
kenndur ævintýraheimur fyrir
alla fjölskylduna.
Whales of Iceland býður, auk
sýningarinnar, upp á einstaka
aðstöðu fyrir veislur, móttökur
og fjölbreytta viðburði á borð við
árshátíðir og tónlistarviðburði.
„Upplifunin er svolítið eins og
kvöldstund í undirdjúpunum.
Það hafa ýmsir stórviðburðir átt
sér stað hjá okkur eins og Iceland
Airwaves, heimsmeistarakeppni
barþjóna, kvikmyndahátíðir,
árshátíðir, vörukynningar, fundir,
stórafmæli og margt f leira,“ segir
Arinbjörn.
Hlutverk hvalasýningarinnar er
að fræða almenning um hinn við-
kvæma en um leið töfrandi heim
hvala og höfrunga. Á sýningunni
getur jafnt áhugafólk sem og sér-
fræðingar um lífríki hafsins upp-
8 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RSÖFN Á ÍSLANDI
2
0
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
7
4
-1
5
A
4
2
3
7
4
-1
4
6
8
2
3
7
4
-1
3
2
C
2
3
7
4
-1
1
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
7
2
s
_
1
9
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K