Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.07.2019, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 20.07.2019, Qupperneq 58
Hver eru þín helstu áhugamál? Það er fótbolti, svo læri ég á tromp- et, en er að hugsa um að hvíla hann og fara í körfubolta í staðinn. Ég var einu sinni í frjálsum, en þær tóku mjög mikinn tíma. Kannski fer ég aftur í frjálsar seinna. Í hvaða skóla ertu? Langholtsskóla. Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið efna til sumarlest- urs fyrir krakka. Verið velkomin í bókasafnið í ykkar hverfi og takið þátt í lestrarleiknum. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar? Mér finnst spennusögur, ævintýrasögur og fyndnar sögur skemmtilegastar. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Ég las Barist í Barcelona eftir Gunnar Helga- son. Hún er um fótbolta. Hvaða bók ætlarðu að lesa næst? Ég ætla að lesa Fjör- fræðibók Sveppa eftir Sverri Þór Sverrisson. Ef þú myndir skrifa bók, um hvað væri hún? Það yrði bók um lífið og hvað maður gerir í lífinu, t.d. um krakka og fótbolta þar sem krakkar lenda í alls konar ævintýrum og hafa gaman saman. Ég myndi líka hafa með neikvæða hluti svona eins og gerist líka hjá venjulegu fólki. Ég skrifa stundum sögur sjálfur. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Það voru margar bækur í Skemmtilegu smábarnabóka- seríunni. Ferðu oft á bókasafnið? Ég fer frekar oft. Lestrarhestur vikunnar: Trausti Magnússon Hinn tíu ára Trausti Magnússon var ánægður með bókina Elstur í bekknum eftir Bergrúnu Írisi. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er ein sprettharðasta stúlka Íslands. Hún varð Evrópumeistari í 100 metra hlaupi undir 18 ára fyrir ári, fékk gull í sömu vegalengd á Smáþjóða- leikum fyrr á þessu ári, varð Íslands- meistari í 200 m hlaupi um síðustu helgi og er að keppa í úrslitum á Evr- ópumóti í Borås í Svíþjóð í dag. En hún svaraði nokkrum spurningum fyrir krakkasíðuna áður en hún fór. Hvernig verður fólk svona frískt og duglegt að hlaupa eins og þú? Bara með því að borða vel, sofa nóg og æfa mikið. Hefurðu alltaf verið hlaupastelpa? Já, ég var það strax sem krakki. Mér fannst alltaf gaman að hreyfa mig og þegar manni þykir eitthvað gaman þá heldur maður því áfram. Varstu mikið í útileikjum þegar þú varst barn? Já, ég var frekar oft að leika úti. Svo fór ég á æfingar. Hvers konar æfingar? Ég prófaði eiginlega allar boltaíþróttir og svo sneri ég mér að frjálsum íþróttum þegar ég var svona tíu ára. Með hvaða félagi? Með Fylki. Ég prófaði líka handbolta með Fylki en nú er ég í ÍR. Ertu bara í spretthlaupum, eða hefurðu reynt langhlaup líka? Ég er bara í spretthlaupum. Þarftu ekki að vera voða ströng við þig? Jú, það er fullt af hlutum sem maður getur ekki leyft sér en maður fær bara eitthvað annað í staðinn. Áttu eldri systkini sem þú hefur sem fyrirmyndir eða eru foreldrar þínir hlaupafólk? Ég á einn eldri bróður og hann er ekkert í íþróttum og svo á ég yngri systkini og sting þau léttilega af! Hvað farið þið mörg á Evrópu- mótið í Svíþjóð? Við erum fjögur sem keppum í Borås. Áttu góða vini í þeim hópi? Já, þetta er eiginlega bara eins og fjöl- skylda mín. Hvaða greinum ætlar þú að keppa í? Ég verð bara í 200 metra hlaupum. Hefurðu oft farið áður til útlanda að keppa? Já, frekar oft. Svo ertu jólastelpa, fædd 24. des- ember. Vekur það athygli þegar fólk skoðar passann þinn á f lug- völlum? Sumir hafa orð á því en aðrir spá ekkert í það. Fannst alltaf gaman að hreyfa mig „Það er fullt af hlutum sem maður getur ekki leyft sér en maður fær bara eitthvað annað í staðinn,“ segir Guðbjörg Jóna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÉG PRÓFAÐI EIGIN- LEGA ALLAR BOLTA- ÍÞRÓTTIR OG SVO SNERI ÉG MÉR AÐ FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM ÞEGAR ÉG VAR SVONA TÍU ÁRA. Þeim fannst gott að vera komin í sumarfrí en vissu ekki alveg hvað þau ættu af sér að gera. „Eigum við að spila?“ spurði Lísaloppa. Já, þau hin voru til í að spila en hvaða spil ættu þau að spila. „Einhverjar hugmyndir?“ spurði Kata. „Mér detta mörg spil í hug,“ sagði Lísaloppa. „Til dæmis: HæGosi, Kani, Kleppari, Langavitleysa, Lauma, Manni, ÓlsenÓlsen, Póker, Rommí, SvartiPétur, Veiðimaður, Vist og Þjófur.“ Konráð glennti upp augun í forundran. „Heyrðu vinan,“ sagði Kata pirruð. „Þetta er nú of mikið af því góða vinan, þetta er 13 spil?“ Já, nú var úr vöndu að ráða, þetta voru svo margir möguleikar. Konráð á ferð og flugi og félagar 362 Getur þú fundið þessi 13 spil í staf a- teningnum? ? ? ? 2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR 2 0 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 3 -E 4 4 4 2 3 7 3 -E 3 0 8 2 3 7 3 -E 1 C C 2 3 7 3 -E 0 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.