Fréttablaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 2
Veður
Norðaustan 5-13 m/s. Súld eða
rigning með köflum norðan- og
austanlands, en skýjað með
köflum og þurrt að mestu sunnan-
og vestanlands. Heldur hægari
vindur. SJÁ SÍÐU 32
Götubitar á Miðbakka
Millimál í fernu
VÍTAMÍN
& STEINEFNI
PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA
ÁN ÁN
STJÓRNSÝSLA Seðlabankinn telur
mikilvægt að fá úrlausn dómstóla
um aðgang að upplýsingum um mál-
efni starfsmanna ríkisins og túlkun
á ákvæði upplýsingalaga þar að
lútandi, meðal annars með vísan til
reikulla úrskurða úrskurðarnefndar
um upplýsingamál um ákvæðið.
Þetta kemur fram í athugasemd
frá Seðlabankanum til Fréttablaðs-
ins vegna umfjöllunar um náms-
styrki bankans til starfsmanns og
til frekari skýringar á kröfu bank-
ans um frestun á réttaráhrifum
úrskurðar um afhendingu samnings
við fyrrverandi starfsmann.
Í erindi bankans er vísað til þeirr-
ar meginreglu í upplýsingalögum að
réttur til aðgangs að upplýsingum
taki almennt ekki til umsókna um
störf, framgang í starfi eða starfs-
sambandið að öðru leyti. Frá þeirri
reglu séu undanþágur sem lúti að
upplýsingum um umsækjendur
starfa hjá hinu opinbera, nöfn opin-
berra starfsmanna og starfssvið, föst
launakjör annarra starfsmanna en
æðstu stjórnenda, launakjör æðstu
stjórnenda og áherslu og kröfur um
árangur í starfi æðstu stjórnenda
sem fram koma í ráðningarsamningi
eða öðrum gögnum, og upplýsingar
um menntun þeirra.
Að mati bankans taka framan-
greindar undanþágur ekki til mál-
efna fyrrverandi framkvæmda-
stjóra gjaldeyriseftirlitsins. Vegna
hagsmuna bankans, annarra opin-
berra aðila og starfsmanna sem
kunni að verða skertir sé aðgangur
veittur að upplýsingum sem varða
starfsamband þeirra, sé mikilvægt
að fá úrskurð dómstóla um túlkun
ákvæðisins. Athugasemd bankans í
heild er á frettabladid.is.
– aá / sjá síðu 4
Dómstóll túlki ákvæði
um málefni starfsfólks
VIÐSKIPTI „Þetta eru ákveðin kafla-
skil þegar vélin fer frá Íslandi. Það
breytir náttúrulega stöðunni tals-
vert,“ segir Sveinbjörn Indriðason,
forstjóri Isavia, en Airbus-þota
bandaríska félagsins ALC hélt af
landi brott í gær.
Vélin hafði þá verið kyrrsett á
Kef lavíkurf lugvelli frá því í lok
mars sem trygging fyrir ógreiddum
skuldum WOW við Isavia upp á um
tvo milljarða króna. Sveinbjörn segir
stöðu Isavia til að innheimta skuld-
ina eiga eftir að skýrast en hún hafi
veikst.
„Þá stöndum við bara frammi fyrir
því að þurfa að afskrifa þessa fjár-
muni. Það mun ekki hafa einhver
afgerandi áhrif á rekstur Isavia til
framtíðar. Við stöndum fjárhagslega
mjög vel og þolum það vel að afskrifa
þessa fjármuni,“ segir Sveinbjörn.
Vissulega sé um risastóra upphæð
að ræða en það skipti miklu máli að
þarna sé ekki um fjármuni að ræða
sem Isavia þurfi að reiða fram heldur
einfaldlega tekjur sem ekki náist að
innheimta.
Ekki megi heldur gleyma því að á
síðustu níu mánuðunum í lífi WOW
sem oft séu kallaðir hinir krítísku
mánuðir hafi Isavia haft óf lug-
tengdar tekjur af farþegum WOW.
„Við erum búin að reikna það út að
það eru líka tveir milljarðar. Það
skilar sér inn á bankareikninginn.“
Aðspurður segir Sveinbjörn að
hægt sé að draga lærdóma af mál-
inu. „Ég efast um það að við munum
nokkurn tímann aftur fara með van-
skil upp í þessa tölu. Ég held líka að
við munum ekki aftur láta líða svona
langan tíma þangað til við grípum
inn í.“
Sveinbjörn segir að miðað við
þær upplýsingar sem legið hafi fyrir
á hverjum tíma myndi hann taka
sömu ákvörðun aftur. „Það þarf að
setja allt þetta mál í stærra sam-
hengi. Þetta er of boðslega langur
tími sem líður frá því að WOW air
byrjar sitt fjármögnunarverkefni
þangað til félagið fer endanlega á
hliðina.“
Allar ákvarðanir hafi verið teknar
með upplýstum hætti og verið við-
skiptalegs eðlis. „Við sjáum bara
áhrifin hérna þegar WOW air fellur.
Það er mjög einfalt fyrir okkur að
réttlæta það að þessar ákvarðanir
voru viðskiptalega réttar.“ Það hafi
verið margir kröfuhafar í kringum
WOW sem hafi einhvern veginn
verið samstiga um það að verða ekki
þúfan sem velti hlassinu.
Sveinbjörn tók við starfi forstjóra
Isavia fyrir rúmum mánuði. Þá hafði
hann gegnt starfinu tímabundið
ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðar-
forstjóra frá því að Björn Óli Hauks-
son lét af störfum um miðjan apríl.
Áður var Sveinbjörn framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Isavia.
„Ég ætla alls ekkert að skafa utan
af því að ég var upp fyrir haus í öllum
þessum ákvörðunum frá a til ö. Ég
held alls ekki að það sé hægt að kalla
einhvern einn eða einhverja hópa til
einhverrar sérstakrar ábyrgðar. Ég
tel enn þá að við höfum verið réttu
megin við strikið.“
sighvatur@frettabladid.is
Forstjóri segir einfalt
að réttlæta ákvarðanir
Ákveðin kaflaskil hafa orðið með því að vél ALC er farin úr landi að sögn for-
stjóra Isavia. Staðan til að innheimta skuld WOW hafi versnað. Hægt sé að draga
lærdóm af málinu en ekki sé hægt að kalla einstaklinga til sérstakrar ábyrgðar.
Airbus-þota ALC yfirgefur Keflavíkurflugvöll í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Þá stöndum við
bara frammi fyrir
því að þurfa að
afskrifa þessa
fjármuni.
Sveinbjörn Ind-
riðason, forstjóri
Isavia
Fyrsta götubitahátíðin á Íslandi – Street Food Festival – er haldin um helgina
á Miðbakkanum í Reykjavík. Þar fer fram keppnin „Iceland Street Food
Award“. Sigurvegarinn keppir síðan ytra fyrir Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Fleiri myndir frá Miðbakka er að finna á +Plússíðu
Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta-
blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS
ÍRAN Breska olíu f lutninga skipið
Stena Impero var í gær tekið yfir af
íranska hernum á Persaflóa. CNN
segir að olíuflutningaskipið Mezdar
frá Líberíu hafi einnig verið tekið.
Segir í frétt BBC að Íranar beri því
við að áhöfnin haf brotið þrjár reglur
við siglingu í land helgi Írans.
Breska þjóðar öryggis ráðið hefur
verið kallað saman og er at vikið talið
graf alvar legt. – oæg
Íranar hertóku
breskt olíuskip
Stena Impero á siglingu.
2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
0
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
3
-C
B
9
4
2
3
7
3
-C
A
5
8
2
3
7
3
-C
9
1
C
2
3
7
3
-C
7
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
1
9
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K