Fréttablaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 24
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Benedikt Bóas Hinriksson, benediktboas@frettabladid.is, s. 550 5763 | Ásta Eir Árnadóttir, astaeir@frettabladid.is, s. 550 5764 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sólrún Freyja Sen, solrunfreyja@frettabladid.is, s. 550 5765 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Tómas hafði ekki heyrt af þess­ari samlíkingu en var stoltur af. „Báðir hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þeir hafa verið mínar fyrirmyndir,“ segir hann. Tómas er aðeins 26 ára en hann hefur leikið á píanó frá sjö ára aldri. „Ég er yngstur þriggja systk­ ina og þau eldri lærðu á píanó. Mér fannst það eiginlega skylda mín að gera það líka en þó ekki kvöð. Það stóð píanó í stofunni heima og úr því ég var orðinn sjö ára var eðlilegt í mínum huga að læra á það eins og fólk gerir,“ segir hann. „Pabbi spilaði á munnhörpu fyrir okkur og var í kirkjukór en annars var ekkert sérstaklega mikil tónlist í minni fjölskyldu. Reyndar voru báðir afar mínir harmóníkuleikarar og mjög músikalskir. Alnafni minn, Tómas Jónsson, bjó á Þingeyri og var þar allt í öllu. Kennari, skólastjóri, sparisjóðsstjóri og stjórnandi kirkjukórsins. Hann spilaði einnig á melódiku en ég hélt alltaf að hann væri saxófónleikari, það var leik­ fangasaxófónn á heimilinu. Hinn afi minn, Ólafur Helgi Friðjónsson, var athafnamaður í Hafnarfirði. Hann var áhugaleikari, járnsmiður og radíóamatör. Í garðinum var stórt útvarpsmastur sem sást um allan bæ,“ útskýrir Tómas. „Ég eignaðist harmóníkurnar þeirra.“ Ætlaði að verða rokkari Tómas segir að mestu tónlistar­ áhrifin hafi hann fengið frá vini sínum Rögnvaldi Borgþórssyni. „Við stofnuðum hljómsveit tíu ára og spilum enn saman. Röggi er gít­ arleikari en pabbi hans hafði mikil áhrif á okkur. Hann var músíkant og með eigið stúdíó. Við strákarnir vorum í Hvaleyrarskóla í Hafnar­ firði, fengum að troða þar upp og mikla hvatningu. Ég hef sömuleiðis alltaf verið þakklátur tónmennta­ kennaranum mínum sem heitir Stefán E. Petersen en hann er sjálfur hljómborðsleikari. Hann sýndi okkar myndbönd með Elvis Presley og Led Zeppelin í bland við klassísk tónskáld. Ég hafði ekki mikinn áhuga á klassík á þeim tíma en það hefur breyst í seinni tíð þótt ég hafi aldrei haft áhuga á því að vera klass­ ískur píanóleikari. Ég kaupi oft Best of plötur með gömlum tónskáldum til að fá yfirsýn yfir stíl hvers og eins. Rakhmanínov og Wagner finnst mér mjög áhugaverðir. Annars er ég algjör nýgræðingur í þeirra heimi,“ segir Tómas og bætir við að djassmúsík og sú tónlist sem hefur þróast út frá henni heilli hann mest auk rokks og popps. „Tónlist sem er lifandi og spunnin höfðar mjög til mín. Ég ætlaði alltaf að vera rokkari.“ Deep Purple hafði áhrif Tómas uppgötvaði þegar hann var ellefu ára að þessi píanómúsík sem hann hafði verið að læra í nokkur ár væri ekki í neinum takti við rokkið sem hann dreymdi um. „Á tímabili velti ég því fyrir mér að skipta um hljóðfæri en uppgötvaði þá Deep Purple. Í þeirri sveit var orgelleikari sem hét Jon Lord og lék á Hamm­ ond­orgel. Hann hafði gríðarleg áhrif á mig og ég ákvað að verða rokkorgelleikari. Ég spila mikið á Hamm ond­orgel og það er orðið eitt af mínum aðalhljóðfærum. Tónlist Karls Sighvatssonar hefur einnig haft áhrif á mig og ég hef mikið stúderað hana. Það er merki­ legt hvað hann gerði með Hamm­ ond­orgelið fyrir íslenska tónlist. Ég er ákaflega stoltur af því að eiga eitt af hans orgelum eða að minnsta kosti er ég með það í eilífðarfóstri,“ segir Tómas. Tómas á mikið safn gamalla hljóðfæra og þau eru í raun áhugamál hans. Hér situr hann við Hammond L-122. FRETTABLAÐIÐ/STEFÁN Í góðu sumar- veðri er upp- lagt að fara utanhúss með nikkuna og taka nokkur lög FRETTABLAÐIÐ/ STEFÁN Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is taka fyrir allar sínar plötur. Þá munu þeir einnig koma fram á Bræðslunni. Tómas er sömuleiðis í hljóm­ sveitinni ADHD sem hefur verið að leika víða um heim og verður með tónleika í Norræna húsinu 14. ágúst. Í þeirri hljómsveit eru bræðurnir, Ómar og Óskar Guð­ jónssynir, Magnús Trygvason Eliassen auk Tómasar. Að auki hefur Tómas ferðast um með Júní­ usi Meyvant á tónleikum og er á leið til Bandaríkjanna með honum síðar í sumar. Þá spilar Tómas einnig með hinum og þessum tón­ listarmönnum í stúdíóvinnu svo hann kemur víða við. Dellukarl Tómas spilar mikið á hljóðgervla, aðallega frá áttunda og níunda áratugunum. „Í græjum leita ég til fortíðar og nota mikið að þessum hljóðgervlum á plötunum mínum. Nýjar græjur eiga til að vera karakterlausar. Á sjötta, sjöunda, áttunda og níunda áratugunum kom á markað ótrúlega mikið af rafmagnshljóðfærum sem höfðu einstakan karakter. Meira að segja miklu fyrr því Hammond­ orgel voru fyrst framleidd árið 1935. Ég hef orðið mér úti um gömlu græjurnar hér á landi, á netinu og á ferðalögum. Í Japan er til fullt af spennandi svona dóti, sér í lagi synthesiz­ erum, því mikið af þeim var fram­ leitt þar á sínum tíma. Japönsk menning byggir á virðingu fyrir hlutum og þeim er haldið vel við. Það má kannski segja að ég sé dellukarl. Þetta er mitt helsta áhugamál sem samvefst auðvitað tónlistinni. Stundum hlusta ég á tónlist sem mér finnst leiðinleg en hef áhuga fyrir tækjunum sem eru notuð,“ útskýrir hann. „Mér finnst ótrúlega skemmti­ legt að vinna við tónlist og hlakka til komandi viku. Vinnan getur líka stundum verið þægileg þegar maður er með lítið barn ef maður er laus við á daginn, eins og núna þegar allir eru í sumarfríi,“ segir Tómas sem var á göngu með barnavagninn þegar við ræddum við hann. Gangan var til þess að svæfa barnið og það tókst. Saga um orgel Kalla Sighvats Þegar hann er spurður hvernig það hafi komi til að hann sé með orgelið heima hjá sér, svarar hann með sögu. „Ég bý í Þorlákshöfn og Kalli var hér mikið á síðustu árum sínum. Hann var organisti í kirkjunni og var með aðstöðu í Hveragerði til að geyma öll orgelin sem hann átti. Þegar hann flutti sig um set borgaði hann flutningabílstjóranum með þessu orgeli. Ekki veit ég framhald sögunnar nema að maður hér í Þor­ lákshöfn var með það í bílskúrnum. Hann sá mig spila á tónleikum á svipað orgel, Farfisa, sem er „sixties“ og bauð mér sitt. Mér finnst stór­ kostlegt að vera með orgel sem var í höndum Kalla þótt það sé reyndar bilað. Ég hef einhvers konar áráttu fyrir gömlum græjum og hef sankað þeim að mér. Fjölskyldu minni til ama þá eru allar geymslur fullar af gömlum græjum,“ segir Tómas en upplýsir að mjög margt sé þó í stöðugri notkun. Plata á leiðinni Tómas hefur gefið út eina plötu undir eigin nafni og er með tvær á leiðinni. Hann vonast til að koma annarri þeirra út fyrir jólin. Kona hans heitir Ása Berglind Hjálmars­ dóttir og þau eiga eitt barn saman en hún átti áður tvö. Fjölskyldan er á leið í Borgar­ fjörð eystra með tjaldvagn en Tómas verður með Jónasi Sig og ritvélum framtíðarinnar á mara­ þontónleikum. Þar mun Jónas Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 0 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 3 -D 0 8 4 2 3 7 3 -C F 4 8 2 3 7 3 -C E 0 C 2 3 7 3 -C C D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.