Fréttablaðið - 20.07.2019, Síða 28
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
kallast vistrýnir sem er lýst upp en
þar fer maður um með hreyfan-
legu stækkunargleri og þá birtast
smáatriði til dæmis úr árbotni.
Þetta er svakalega skemmtilegt
og ég hefði getað verið þarna í
klukkutíma,“ segir hún.
Kveikja á áhugamáli barnsins
Þegar móðirin er spurð hvort
Benjamín verði náttúrufræðingur
í framtíðinni, hlær hún og segir að
draumur hans sé að verða skíða-
kennari. „Hann hefur vissulega
gaman af náttúrufræði og við
foreldrarnir reynum að kveikja
áhuga hans á okkar áhugamáli
sem er útivist, göngur og veiði. Á
sýningunni er kjörið tækifæri til
að vekja athygli barna á náttúru
Íslands auk þess sem það er svo
skemmtilegt að tengja sýninguna
við staði sem við þekkjum.“
Skemmtileg efnatilraun
Benjamín segir að sýningin á
þriðjudaginn hafi verið svolítið
öðruvísi heldur en í fyrri skiptin.
„Það var í gangi efnatilraun sem
var mjög skemmtileg. Ég á örugg-
lega eftir að fara aftur því það er
alltaf eitthvað nýtt í gangi,“ segir
hann. „Mest gaman var að sjá
holufyllingarnar. Mikið af krist-
öllum og steinum,“ segir hann.
„Fossinn sem var með nöfnum
allra fossa á Íslandi var líka rosa-
lega skemmtilegur.“
Benjamín segir að það hafi
verið sérstaklega skemmtilegt að
fara með mömmu sinni því hann
gat sýnt henni alls konar, verið
nokkurs konar leiðsögumaður.
„Ég mæli með að allir krakkar fari
með foreldrum sínum á sýning-
una. Þarna er eitthvað fyrir alla
aldurshópa. Margt mjög spenn-
andi að sjá,“ segir Benjamín sem er
í Háteigsskóla og er rétt að byrja í
náttúrufræði.
Fyrir alla aldurshópa
Anna Katrín Guðmundsdóttir,
viðburða- og verkefnastjóri, segir
að safnkennslan sé stór þáttur í
starfsemi safnsins. „Safnkennarar
Náttúruminjasafns Íslands taka á
móti skólahópum á öllum skóla-
stigum. Áherslan er þó á grunn-
skólann þar sem verkefni eru búin
til með hliðsjón af aðalnámskrá
grunnskólanna. Kennslan er
því hugsuð sem stuðningur við
náttúrufræðikennslu. Næsta
vetur býðst miðstigi og efsta
stigi grunnskólanna að velja
ákveðna f lokka, til dæmis veður,
votlendi, líf í ferskvatni, leysni
vatns, landmótun eða f lokka sem
henta námsefninu á hverjum
tíma. Þannig geta hóparnir komið
oftar með ólíkar áherslur og alltaf
fengið eitthvað nýtt út úr heim-
sókninni. Við gerð fræðsluefnis
fyrir börn og unglinga er áhersla
lögð á að viðfangsefnið tengist
hæfniviðmiðum aðalnámskrár og
grunnþáttum menntunar eins og
sköpun, læsi og sjálf bærni,“ segir
hún.
Fyrsta sinnar tegundar
Anna Katrín bendir á að Vatnið í
náttúru Íslands sé fyrsta sýning
sinnar tegundar hér á landi þar
sem fjallað er um málefni vatns
á Íslandi á heildstæðan hátt.
„Sýningin er í 350 fermetra rými á
annarri hæð í Perlunni.
Fjallað er um efna- og eðlis-
þætti vatns, gerð og eðli vatns-
auðlindarinnar, hlutverk vatns
við mótun lands og uppbyggingu
og einnig fjölbreytileika vatna-
lífríkis allt frá jurtum, örverum
og dýrum til heilla vistkerfa,“
segir hún og bætir við: „Fróðleik
og upplýsingum á sýningunni er
miðlað á fjölbreyttan hátt í máli
og myndum. Rík áhersla er lögð á
sjónræna framsetningu og gagn-
virka þátttöku sýningargesta með
nýjustu margmiðlunartækni sem
unnin er í samstarfi við leiðandi
aðila í margmiðlun, íslenska
fyrirtækið Gagarín og þýska
fyrirtækið Art+Com Studios en
yfirhönnuður sýningarinnar er
Þórunn S. Þorgrímsdóttir.“
Fegurð og furður
„Sýning Náttúruminjasafnsins á að
endurspegla fjölbreytileika, fegurð
og furður í vatnanáttúru Íslands og
efla með því móti umhverfisvitund
og virðingu gagnvart náttúrunni,“
segir Anna Katrín og bendir á að
biðin eftir viðunandi aðstöðu til
sýningarhalds af þessu tagi teygi
sig aftur á 19. öld, til stofnunar for-
vera Náttúruminjasafnsins, Hins
íslenska náttúrufræðifélags, árið
1889. Félagið starfrækti sýningar-
hald á ýmsum stöðum í Reykjavík
fram til 1947 og á árunum 1967-
2007 rak Náttúrufræðistofnun
Íslands, systurstofnun Náttúru-
minjasafnsins, sýningarsali á
Hlemmi. Aðstæður voru hins vegar
nær ávallt óviðunandi. Það er því
fyrst núna sem safnið fær viðeig-
andi húsnæði undir sýningarhald,“
útskýrir hún.
„Að lokinni heimsókn eiga
gestir að fara heim með tilfinn-
ingu aðdáunar og væntum þykju
til náttúrunnar og upplýstari en
áður um leyndardóma hennar og
náttúrulega ferla sem eru undir-
staða lífs og forsenda fyrir farsælli
framtíð og búsetu í landinu,“ segir
Anna Katrín.
Sýningin er opin frá 9-22 alla daga
á 2. hæð í Perlunni.
Anna Katrín
Guðmundsdótt-
ir, viðburða- og
verkefnastjóri
safnsins, segir
mikinn áhuga
hjá fólki á öllum
aldri að skoða
sýninguna
Vatnið í nátt-
úru Íslands
í Perlunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VILHELM
Spennandi tilraun í gangi og fylgst með af athygli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Það er gaman að gefa fiskunum að borða. MYND/VIGFÚS BIRGISSON
Í gegnum hreyfanleg stækkunargler er hægt að fræðast um gerð og eðli ólíkra votlendis- og vatna-
vistgerða á Íslandi, gróður og dýralíf. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Vatnskötturinn, lirfa fjallaklukkunnar, er einkennisdýr sýningarinnar og tekur á móti börnum
og leiðir þau um sýninguna. Krökkunum finnst gaman að setjast á bak. MYND/VIGFÚS BIRGISSON
2 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RSÖFN Á ÍSLANDI
2
0
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
4
-1
A
9
4
2
3
7
4
-1
9
5
8
2
3
7
4
-1
8
1
C
2
3
7
4
-1
6
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
7
2
s
_
1
9
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K