Fréttablaðið - 20.07.2019, Blaðsíða 12
Selfoss reynir í þriðja skipti við bikarmeistaratitilinn
Selfoss lagði Fylki að velli með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu á Würth-vellinum í Árbænum í gærkvöldi. Það var enski
miðjumaðurinn Grace Rapp sem skoraði sigurmark Selfyssinga. Selfoss mun annaðhvort mæta KR eða Þór/KA í úrslitum en liðin etja kappi á Meistaravöllum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FÓTBOLTI Knattspyrnukonan Cloé
Lacasse sem leikið hefur með ÍBV
frá árinu 2015 hefur gert samning
við portúgalska liðið Benfica.
Cloé lék 89 leiki með ÍBV og
skoraði í þeim leikjum 60 mörk en
hún varð bikarmeistari með liðinu
sumarið 2017. Benfica verður nýliði
í portúgölsku efstu deildinni á kom-
andi keppnistímabili.
Það er vonandi að Cloé, sem
er fædd í Kanada en fékk nýlega
íslenskan ríkisborgararétt og
er orðin gjaldgeng með íslenska
landsliðinu, gangi jafn vel að finna
netmöskva andstæðinga sinna í
Portúgal og hér heima.
Þetta er hins vegar gríðarleg blóð-
taka fyrir ÍBV sem missir sinn mesta
markaskorara fyrir lokasprett
deildarinnar.
ÍBV situr í áttunda sæti Pepsi
Max-deildarinnar með níu stig og
tveimur stigum frá fallsæti.
Eyjaliðið hefur hins vegar samið
við bandaríska sóknarmanninn
Brennu Loveru og fær hún það
verðuga verkefni að fylla skarðið
sem Cloé skilur eftir stig. – hó
Cloé farin til Benfica
2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
GOLF Bandaríski kylf ingurinn
Tiger Woods féll í gær úr leik á opna
breska meistaramótinu í golfi, The
Open, sem er fjórða risamót ársins.
Tiger náði sér ekki á f lug á fyrstu
tveimur hringjum mótsins sem
fram fer á Royal Portrush-vellinum
á Norður-Írlandi að þessu sinni.
Hann spilaði fyrsta hringinn á
sjö höggum yfir pari vallarins en
annar hringurinn var hins vegar
betri en þar lék hann á einu höggi
undir pari. Niðurskurðarlínan er
miðuð við að leika hringina tvo á
einu höggi yfir pari vallarins.
Tiger vann sinn f immtánda
risatitil þegar hann vann Masters-
mótið í apríl fyrr á þessu ári. Þetta
er í fyrsta skipti á þessari öld sem
sigurvegari Masters-mótsins fer
í kjölfarið ekki í gegnum niður-
skurðinn á næstu tveimur risamót-
um, það er PGA-meistaramótið og
opna breska.
Norður-ÍrinnRory Mcllroy sem
ætlaði sér stóra hluti á heimavelli
sínum komst ekki í gegnum niður-
skurðinn en hann kom í hús eftir
annan hringinn á tveimur höggum
yfir pari vallarins eftir sveif lu-
kennda frammistöðu sína.
Bandaríkjamaðurinn JB Holmes
og Írinn Shane Lowry eru efstir eftir
fyrstu tvo hringina en þeir hafa
báðir leikið þá á átta höggum undir
pari vallarins.
E n g l e n d i n g a r n i r To m m y
Fleetwood og Lee Westwood koma
þar á eftir á sjö höggum undir pari
vallarins. Cameron Smith, Justin
Harding og Justin Rose eru svo í
seilingarfjarlægð frá toppnum á sex
höggum undir pari.
Brooks Koepka, sem ásamt Tiger
þótti sigurstranglegur fyrir mótið,
er ásamt Jordan Spieth, Andrew
Putnam og Dylan Frittelli á fimm
höggum undir pari fyrir lokahring-
ina tvo sem leiknir verða í dag og á
morgun.
Ítalinn Francesco Molinari sem á
titil að verja á mótinu komst naum-
lega í gegnum niðurskurðinn en
hann hefur leikið fyrri hringina tvo
á einu höggi yfir pari vallarins. – hó
Tiger ekki í gegnum niðurskurðinn
Cloé Lacasse leikur með Benfica.
Bandaríski kylfingurinn JB Holmes er annar þeirra sem leiða eftir tvo hringi á opna breska. NORDICPHOTOS/GETTY
Tiger Woods varð fyrsti
kylfingurinn á þessari öld
til að vinna Masters en fara
svo ekki í gegnum niður-
skurð á PGA og The Open.
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Spretthlauparinn
Guðbjörg Jóna Bjarna dótt ir tryggði
sér í gær farseðilinn í undanúrslit í
200 metra hlaupi á á Evr ópu mótinu
í frjálsum íþróttum hjá frjálsíþrótta-
fólki 20 ára og yngri sem fram fer í
Borås í Svíþjóð um helgina.
Guðbjörg Jóna hljóp á tíman-
um 24,06 sek únd ur í undanrásum
í gær og skilaði það henni í annað
sæti í hennar riðli. Sá tími er um það
bil hálfri sek úndu frá Íslands meti
henn ar.
Tími Guðbjarg ar var sá tí undi
besti í und an rás un um, en 16
hlaup ar ar taka þátt í undanúr-
slit un um í dag og átta keppendur
komast í úrslitahlaupið. Íslands met
Guðbjarg ar, 23,45 sek únd ur, er fjórði
besti tími allra á mót inu og á hún
því fína mögu leika á verðlaun um.
Undanúr slit in byrja klukkan 8.40
í dag og úr slita hlaupið fer fram
klukkan 16.25 síðdegis.
Valdimar Hjalti Erlendsson er
kominn í úrslit í kringlukasti en
hann kastaði 56,04 metra í undanúr-
slitum og átti fimmta lengsta kastið.
Til þess að komast í úrslit þurfti að
kasta 59 metra eða enda á meðal
tólf efstu í báðum keppnishópum.
Í seinni keppnishóp köstuðu aðeins
fjórir lengra en Valdimar og því varð
hann níundi inn í úrslitin sem fara
fram á morgun.
Erna Sóley Gunnarsdóttir keppir í
kúluvarpi í undanúrslitum klukkan
09.30 í dag. Erna á best 16,13 metra
en til þess að komast í úrslit þarf
hún að kasta 15,40 metra. Þórdís Eva
Steinsdóttir komst ekki áfram í úrslit
í 400 metra hlaupi. – hó
Guðbjörg var nálægt meti
2
0
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
3
-C
6
A
4
2
3
7
3
-C
5
6
8
2
3
7
3
-C
4
2
C
2
3
7
3
-C
2
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
7
2
s
_
1
9
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K