Fréttablaðið - 20.07.2019, Síða 26

Fréttablaðið - 20.07.2019, Síða 26
Hildur hefur alltaf verið mik-ill matgæðingur og henni finnst fátt skemmtilegra en að prófa sig áfram í eldhúsinu. Fyrir nokkrum árum fór hún að huga meira að hollari og hreinni fæðu og í dag reynir hún að borða einungis grænmetisfæði. Eftir að hún breytti um stefnu í mataræði sínu hefur hugmyndunum í eld- húsinu fjölgað til muna þar sem hún reynir að nýta hráefnin sem mest. Hildur, sem starfar sem f lug- feyja, samfélagsmiðlastjóri og bloggari, hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl og þá sér- staklega matargerð og hreyfingu. Þessa stundina er Hildur að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem hún stefnir á í ágúst og þess á milli er hún að prófa sig áfram með hollar og næringaríkar upp- skriftir. Að þessu sinni ætlar Hildur að deila með lesendum þremur hollum uppskriftum að eftir- réttum fyrir helgina. Sumarhráfæðiskaka Botn 3 dl möndlur 3 dl mjúkar döðlur 1 tsk. salt Kasjúfylling 3 dl kasjúhnetur (lagðar í bleyti í 9 klst. eða yfir nótt) 1 dós af kókosmjólk 1 dl döðlusykur 1 msk. kókosolía 2 msk. sítrónusafi 1 tsk. vanilludropar Setjið allt hráefnið sem fer í botninn í matvinnsluvél og blandið vel saman. Pressið síðan deigið í kökuform og frystið. Setjið hráefnin fyrir fyllinguna í matvinnsluvél og blandið mjög vel saman. Því lengur því betra eða þangað til blandan er orðin „f luffy“ og silkimjúk. Smyrjið fyllingunni yfir botninn og setjið aftur í frysti. Takið kökuna út úr frystinum 1 klst. áður en hún er borin fram og skreytið með ferskum berjum og smá kókos- mjöli. Æðisleg kaka sem klikkar ekki með kaffinu. Eftirréttir sem þú verður að prófa Eftirréttir þurfa ekki að vera fullir af sykri til að vera bragðgóðir. Hildur Sif Hauksdóttir deilir með lesendum einföldum uppskriftum að eftirréttum sem tilvalið er að prófa um helgina. Hildur er dugleg að deila ýmsum uppskriftum á bloggsíðunni Trendnet. Einstaklega falleg og ljúffeng hrá- fæðiskaka. MYND/HILDUR SIF Avókadó - súkk ulaðimús sem hefur slegið rækilega í gegn. Ásta Eir Árnadóttir astaeir@frettabladid.is Avókadómús 2 avókadó 1 dós af kókosmjólk 2 dl af ósykruðu kakói 1 dl stevíasykur frá Good Good 1 tsk. salt Öllu hráefninu blandað vel saman í matvinnsluvél þangað til áferðin er orðin „f luffy“ og silkimjúk. Setjið músina í falleg glös og skreytið með hindberjum. Best er að kæla músina í 1-2 klukku- stundir áður en hún er borin fram. „Frábær eftirréttur sem slær alltaf í gegn á mínu heimili.“ Apple crumble 6 epli 5 dl hafrar 2 dl möndluhveiti 2 dl stevíasykur frá Good Good 2 tsk. kanill 1 tsk. salt 1 dl vegan smjör 1. Best er að skera eplin í litla bita og setja í form. 2. Síðan skal blanda öllum þurr- efnunum vel saman og bæta að lokum við smjörinu. Eplunum síðan blandað við. 3. Baka skal bökuna í 35-45 mín- útur á 180 gráðum eða þangað til eplin eru orðin mjúk. 4. Að lokum er tilvalið að þeyta vegan rjóma til að toppa bökuna. ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR GÖTUHJÓL · FJALLAHJÓL · BARNAH JÓL GÁMASALA! SÍÐASTI DAGURINN! 15. - 20. JÚLÍ Í FAXAFENIHJÓLAÐU Í NÝTT HJÓL! VAXTALAUS KORTALÁN* *VAXTALAUS KORTALÁN TIL ALLT AÐ 6 MÁNAÐA - LÁNTÖKUGJALD ER INNHEIMT VEGNA KORTALÁNA FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 0 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 4 -0 6 D 4 2 3 7 4 -0 5 9 8 2 3 7 4 -0 4 5 C 2 3 7 4 -0 3 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.