Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 3 Allt frá því þúsAldArskýrslA sAmeiNuðu þjóðANNA um ástand vistkerfa jarðar kom út árið 20051 hafa víðtæk neikvæð áhrif mannsins á nátt- úruna verið kunn. Nú í maí kom út ný ýtarleg skýrsla frá milliríkjanefnd SÞ um líffræðilega fjölbreytni og þjónustu vistkerfa (IPBES) þar sem breytingar á ástandi vistkerfa undanfarin 50 ár eru metnar.2 Niðurstöðurnar eru sláandi og það er ljóst að vistkerfum jarðar hnignar hraðar en nokkru sinni fyrr. Að undanförnu hefur umræðan um loftslagsmál fengið meiri þunga hér á landi, sem og annars staðar. Við þurfum að bregðast við þeirri ógn sem við stöndum frammi fyrir og tryggja hnattrænt kolefnisjafnvægi á ný, því að við höfum með athöfnum okkar raskað kolefnishringrásinni alvarlega. Jafnframt þurfum við, eins og nýja skýrslan sýnir, að sporna við þeim hröðu neikvæðu breytingum sem athafnir okkar hafa á lífríkið. Með notkun jarðefnaeldsneytis hefur maðurinn tekið kolefni úr iðrum jarðar og losað út í andrúmsloftið. Við því verður að bregðast með því að draga úr notkuninni. Það dugir hins vegar ekki til – svo mikið kolefni hefur þegar verið losað út í andrúmsloftið. Þetta kallar á aðgerðir til að binda þetta kolefni á ný og leggja áherslu á hringrásarhagkerfið á öllum stigum mannlegs samfélags. Í september 2018 setti ríkisstjórnin fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og var þar lögð áhersla á annars vegar orkuskipti í samgöngum og hins vegar bindingu kolefnis með aukinni land- græðslu og skógrækt. Aðgerðaáætlun- inni fylgdi fjármagn og yfirlýsing um að mælanleg markmið yrðu kynnt í vor. Það er mikilvægt að þessi markmið fari að líta dagsins ljós og að breið sátt náist um þau. Tryggja þarf að þær stórtæku aðgerðir sem þarf að fara í til að bregð- ast við loftslagsvánni hafi ekki neikvæð áhrif á aðra mikilvæga vistkerfisþætti, svo sem líffræðilega fjölbreytni og búsvæði tegunda. Skýrsla IPBES sýnir okkur skýrt að ástand vistkerfa og loftslagsmálin eru nátengd. Hún vekur einnig athygli á því hversu mikilvægt er að horfa á heildar- myndina við lausn vandans. Í skýrsl- unni er bent á að hugmyndafræðin um efnahagslegan vöxt er úr sér gengin, til viðbótar þeirri staðreynd að ástand vistkerfanna er orðið svo alvarlegt að grundvallarbreytinga er þörf í umgengi við náttúruna. Skýrsluhöfundar röðuðu helstu áhrifaþáttum breytinga á nátt- úrunni síðustu 50 árin eftir vægi. Breytingar á land- og sjávarnýtingu voru metnar áhrifamestar, þá ofnýting auðlinda, loftslagsbreytingar, mengun og framandi ágengar tegundir. Jafn- framt töldu þeir að í náinni framtíð fengju loftslagsbreytingar meira vægi en aðrir áhrifaþættir. Hnignun vistkerfa dregur úr líffræði- legri fjölbreytni og dregur úr virkni í vistkerfunum. Ástand vistkerfa á Íslandi er víða slæmt. Frá landnámi er talið að 95% birkiskóga hafi eyðst og frá miðri síðustu öld hefur nánast helmingur votlendis verið ræstur fram, þar af um 70% mýra á láglendi. Þetta veldur því að íslensk vistkerfi binda ekki jafnmikið kolefni og áður og eru því ekki í stakk búin til að viðhalda kolefnishringrásinni með sama hætti. Alþjóðlegar mælingar á framræstu votlendi sýna að þau losa mikið magn koltvísýrings. Rannsóknir benda til að þessi losun sé hér engu minni en erlendis, þrátt fyrir að íslensk votlendi séu að nokkru frábrugðin að gerð vegna mikils magns áfoksefna. Það eru mikil tækifæri fólgin í endurheimt votlendis, því ekki er aðeins komið í veg fyrir frekari losun koltvísýrings úr röskuðu mýrlendi heldur eru búsvæði plantna og dýra jafnframt endurheimt. Náttúruvernd og kolefni á villigötum Náttúrufræðingurinn 89 (1–2), bls. 3–4, 2019 1 Millennium Ecosystem Assessment 2005. Ecosystems and human well-being: Synthesis. Island Press, Washington 137 bls. 2 IPBES 2019. Summary for policymakers of the global assessment report on biodiversity and ecosystem services of the Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services. IPBES, Bonn. 39 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.