Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 4
Náttúrufræðingurinn 4 Það sama gildir um þurrlendisvist- kerfi okkar: Um 50% lands á Íslandi er flokkað sem nokkuð eða alvarlega rofið land. Þar sem land er verst farið hefur jarðvegurinn þegar tapast en víða eru vistkerfi í hnignun enn að losa kolefni. Upplýsingar um losunarmagnið eru tak- markaðar. Fyrir nokkrum árum lögðu Hlynur Óskarsson hjá Landbúnaðarhá- skóla Íslands og samstarfsmenn hans fram mat á magni lífræns kolefnis sem tapast hefur með jarðvegsrofi frá land- námi. Mikil óvissa fylgir matinu en það gefur góða hugmynd um magnið. Allt að hálfum milljarði tonna af lífrænu kolefni hefur tapast og þar af um helm- ingur losnað út í andrúmsloftið. Hvað er þá til ráða? Það er freistandi að leita að leið sem bindur sem mestan koltvísýring úr andrúmsloftinu, og við sjáum slíkt kapphlaup víða um heim. Í skýrslu frá skrifstofu Eyðimerkursamn- ings SÞ, The Global Outlook, sem kom út árið 2017,3 var lögð áhersla á að friða vistkerfi, draga úr hnignun þeirra eða koma í veg fyrir hana, meðal annars með sjálfbærri landnýtingu, og jafn- framt að snúa ferlunum við og stuðla að endurheimt vistkerfa. Það er sama stefið og í skýrslu IPBES: Við verðum að hlúa að þeim náttúrulegu vistkerfum sem enn eru á jörðinni og endurheimta hnignuð vistkerfi. Þá ákvað allsherj- arþing SÞ nýlega að 2021–2030 verði áratugur endurheimtar vistkerfa, sem endurspeglar þörfina á að vinna með náttúrunni. Hér á landi berum við alþjóðlega ábyrgð á stórum stofnum fugla og eigum að standa vörð um búsvæði þeirra. Á þessu megum við ekki missa sjónar, þrátt fyrir ákall um kolefn- isbindingu með aukinni skógrækt og landgræðslu. Raunar truflar umræðan um kolefnisbindingu marga sem telja að hún ýti ekki undir að við sýnum fulla ábyrgð heldur notum kolefnisbindingu til að viðhalda ósjálfbærum lifnað- arháttum okkar. Það er nauðsynlegt að finna leið til að tryggja að svo verði ekki, en ekki er hægt að komast hjá því að nota bindingu sem aðgerð í loftslags- málum eins og gert er ráð fyrir í sviðs- myndum milliríkjanefndar SÞ um lofts- lagsbreytingar (IPCC). Alþjóðasamfélagið hefur tekið höndum saman til að bregðast við hnignun vistkerfa og röskun kolefn- ishringrásarinnar. Vitni um þetta bera samningar SÞ, samningurinn um verndun líffræðilegar fjölbreytni (CBD; samþykktur 1992, í gildi á Íslandi 1994), loftslagssamningurinn (UNFCCC; 1992/ 1994) og samningurinn um varnir gegn eyðimerkurmyndun (UNCCD; 1994/ 1997). Þessir samningar eru nátengdir og er mikilvægt að unnið sé eftir þeim öllum samtímis þegar leitað er lausna. Þrátt fyrir að áskoranirnar og vanda- málin séu á heimsvísu, þá er ekki síður mikilvægt að unnið sé heima fyrir; hvort heldur eru einstaklingar, áhuga- félög, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög eða ríkið. Endurheimt þurrlendisvist- kerfa, eins og birkiskóga og víðikjarrs annars vegar, og votlendis hins vegar, á að vera svar okkar við þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Þannig vinnum við með heildarmyndina í huga og bindum ekki aðeins kolefni kolefnisbindingarinnar vegna heldur tryggjum líka búsvæði tegunda, vinnum gegn notkun ágengra framandi tegunda og verndum náttúruleg vistkerfi til lengri tíma. Kristín Svavarsdóttir vistfræðingur hjá Landgræðslunni og fyrrverandi formaður HÍN. Frá auðn til skógar. Landnám gróðurs á Skeiðarársandi á síðustu árum hefur skapað búsvæði fyrir fugla og annað lífríki. Ljósm. Kristín Svavarsdóttir. 3 UNCCD 2017. Global Land Outlook. UNCCD, Bonn. 338 bls.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.