Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 5

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 5 Ritrýnd grein / Peer reviewed Berghlaupið í Öskju 21. júlí 2014 Að kvöldi 21. júlí 2014 varð stórt berghlaup úr Suðurbotnum í Öskjuvatn. Hlaupið huldi að mestu Suður botna hraun og lagðist upp að Kvíslahrauni. Hlaupið kom af stað flóðbylgju sem náði víða 20–40 m hæð og jafnvel allt að 70–80 m á stöku stað. Bylgjan gekk hundruð metra inn á flatlendið suðaustan við Víti, í Kvísla hrauni, Mývetningahrauni og við Ólafsgíga. Líkan reikningar sýna að hæð flóðbylgjunnar á mismunandi stöðum réðst af flóknu samspili í bylgjuhreyfingu á yfirborði vatnsins. Berg hlaups tungan á botni Öskjuvatns er víða um 600 m breið. Hún nær um 2,1 km út í vatnið og eru neðstu 800 m tungunnar um 8 m að þykkt að meðaltali. Heildarrúmmál efnis sem fór á hreyfingu í hlaupinu er talið um 20 milljónir m3 og er það með stærstu berg- hlaupum sem þekkt eru á sögulegum tíma á Íslandi. Jarðlög við Öskju vatn eru víða sprungin og óstöðug og hætta er á að berghlaup geti komið aftur á svipuðum slóðum og þetta hlaup og einnig bæði norðan þess og vestan. Berghlaup og flóðbylgjur af þeirra völdum geta skapað mikla hættu fyrir fólk sem statt er í Öskju. Áhætta af völdum slíkra berghlaupa er hins vegar ekki talin mikil þegar tekið er tillit til þess hversu sjaldgæf hlaupin eru og að fólk staldrar alla jafna stutt við á svæðinu. Þó er rétt að vara ferðalanga í Öskju við því að dveljast langdvölum við vatnsbakkann. Líkanreikningar benda til þess að flóðbylgja af völdum nokkru stærra hlaups geti kastast upp á brúnina vestan við Víti og flætt þar yfir nokkurt svæði til norðurs. Jón Kristinn Helgason, Sigríður Sif Gylfadóttir, Sveinn Brynjólfsson, Harpa Grímsdóttir, Ármann Höskuldsson, Þorsteinn Sæmundsson, Ásta Rut Hjartardóttir, Freysteinn Sigmundsson og Tómas Jóhannesson INNGANGUR Stórt berghlaup féll úr suðaustur- brún Öskju í Öskjuvatn hinn 21. júlí 2014 og olli flóðbylgju sem skolaðist langt upp á bakkana allt í kringum vatnið. Svo heppilega vildi til að hlaupið varð síðla kvölds og enginn var nærri vatninu. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrir hrunið voru tugir ferðamanna niðri við vatnsbakkann við Víti og hefðu þeir án efa átt erfitt með að komast undan flóð- bylgjunni sem talin er hafa borist yfir vatnið á einungis 1–2 mínútum og barst tugi metra upp hlíðina þar og yfir í Víti. Berghlaupið kom úr 370 m hárri suðausturbrún öskjunnar (1. mynd). Brotsárið er um 900 m breitt efst en breidd hlaupsins þar sem það gekk út í vatnið um 550 m. Hlaupið kom fram á jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands, sem skjálftaórói og sýna gögnin að það fór af stað laust fyrir kl. 23.24. Skriðan olli titringi sem stóð yfir í rúma mínútu. Bylgjurnar sáust á stórum hluta jarðskjálftamælakerfis Veðurstofunnar, mjög vel á nálægum stöðvum en einungis lægstu tíðnirnar á fjarlægustu mælum. Enginn sjónarvottur var að berghlaupinu. Síðustu ferðamenn dags- ins yfirgáfu svæðið við vatnið tæpum klukkutíma fyrir hlaupið. Björgunar- sveitarmenn hjá Hálendisvakt Lands- bjargar sáu hvítan mökk yfir Öskjuvatni Náttúrufræðingurinn 89 (1–2), bls. 5–21, 2019
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.