Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 9 gíga við norðvestanvert Öskjuvatn, í miðri meginöskjunni. Áætlað sig á því svæði síðastliðin ár er um 20 mm á ári (byggt á tölum úr grein Drouins o.fl.18). Sigið minnkar hratt út frá þessari miðju. Sigið er talið stafa af þrýstifalli í grunn- stæðu kvikuhólfi eldstöðvarinnar með þrýstimiðju undir sigmiðjunni. Þetta veldur spennubreytingum í bergi á svæðinu og síðan 1983 hafa þær verið talsverðar. Jarðskorpuhreyfingar og spennubreytingar af völdum þeirra eru taldar hafa leitt til óstöðugleika á misgengissprungum á upptakasvæði berghlaupsins.19,20 Í flóknu jarðrænu umhverfi sem þessu eru eflaust margir skriðfletir en ummerki berghlaupsins benda til þess að meginskriðflöturinn tengist hringsprungunni í brún öskjunnar. Misgengi og sprungur innan berg- hlaupssvæðisins hafa líklega haft áhrif á hreyfingu hlaupsins, eins og algengt er við berghlaup.16 Ummerki á yfir- borði benda til þess að um svokallaða snörunarhreyfingu (e. rotational slide) sé að ræða en það þýðir að skriðflötur berghlaupsins er íhvolfur og að jarð- lögin hafa snarast um hann. Skriðflöt berghlaupsins þar sem hann er hulinn urð má meta með því að draga íhvolfan flöt í stefnu skriðflatarins þar sem hann sést á yfirborði og tengja hann þeim stað hlíðarinnar nokkru neðar þar sem landhæð fyrir og eftir hlaup er svipuð (7. mynd). Meginskriðflötur berghlaupsins er fremur brattur þar sem hann fellur saman við hringsprunguna við brún öskjunnar, eða allt að 60–70°. Hallinn minnkar eftir því sem fjær dregur brún- inni og virðist skriðflöturinn ná niður í 100–200 m hæð yfir vatnsborðinu. Ekki er hægt að útiloka að skriðflöturinn liggi neðar í staflanum, en engar jarð- fræðilegar vísbendingar eru um að hann nái undir yfirborð Öskjuvatns. Rúmmál berghlaupsins er metið um 20 milljónir m3 með því að bera saman landlíkön frá 2013 og 2014, að teknu tilliti til grops jarðlaga. Mælingar á gropi jarðlaga hér á landi21–23 (Árni Hjartarson, munnl. upplýsingar úr gögnum frá ÍSOR, 2016) benda til þess að grop upp- runalegu jarðlaganna á upptakasvæði berghlaupsins kunni að hafa verið 10–20% en grop berghlaupsurðarinnar þar sem hún stöðvaðist á þurru landi geti verið tvöfalt meira, eða 20–40%. Hér verður miðað við 15% grop jarðlaga á upptakasvæðinu fyrir berghlaupið og 30% grop í hlaupurðinni á landi. Mælingar á vatnsborðshæð Öskju- vatns fyrir og eftir berghlaupið gefa til kynna 65±20 cm hækkun vatnsborðs við hlaupið. Þegar ljósmyndir sem teknar voru fyrir hlaupið (21. júlí, nokkrum klst. fyrir hlaup) og eftir það (í vettvangsferð 4. ágúst) eru bornar saman við mælingar á klettunum vestan við Víti fæst vatns- 4. mynd. Ljósmyndaröð sem sýnir þróun sprungunnar ofan Suðurbotna frá 2008 fram að berghlaupinu 2014. – A series of photographs that show the evolution of the fissure above Suðurbotnar from 2008 to 2014 when the rockslide occurred. 2008 – Sprungan hefur myndast / A crack has formed 2012 – Mikil lóðrétt færsla / Substantial vertical movement Ljósm./photo: Oddur Sigurðsson Ljósm./photo: Joel Ruch 2009 – Skriðutaumar sjáanlegir við sprunguna / Debris flow tongues below the crack 2013 – Áframhaldandi lóðrétt færsla / Continued vertical movement Ljósm./photo: Nigel Nudds Ljósm./photo: Jón Ingi Cæsarson 2010 – Áberandi sprungumyndun / The crack is clearly visible 2014 – Gríðarlegar breytingar / Dramatical changes 4 klst fyrir hrun / 4 hrs before the event Ljósm./photo: Dave McGravie Ljósm./photo: Ármann Höskuldsson 2011 – Töluverðar breytingar / Considerable changes from previous year 2014 – Berghlaupið fallið / The rockslide has fallen 2 dögum eftir hrun / 2 days after the event Ljósm./photo: Mýflug Ljósm./photo: Jón Kristinn Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.