Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 10
Náttúrufræðingurinn
10
borðshækkun um 80–90 cm. GPS-mæl-
ingar á vatnsborði í vettvangsferðum
24. júlí og 4. ágúst sýna hækkun um 31±5
cm á þessu tímabili. Gera má ráð fyrir
að berghlaupsurðin á botni vatnsins sé
mettuð vatni og að rúmmál hennar, sem
reiknað er út frá rúmmáli vatns sem hún
ryður frá sér, sé því ekki sambærilegt
við mælingar á rúmmáli jarðlaga sem
brotnuðu frá öskjubrúninni við berg-
hlaupið né á rúmmáli hlaupurðarinnar
á þurru landi ofan vatnsborðsins. Þar
sem flatarmál Öskjuvatns er um 11,7 km2
má út frá hækkun botnsins reikna að
rúmmál fasts efnis í hlaupurðinni í
vatninu (án tillits til grops) sé um 7,5
milljónir m3. Það samvarar um 8,8 millj-
ónum m3 af bergi á upptakasvæði berg-
hlaupsins (15% grop) en 10,7 milljónum
m3 í urðinni þar sem berghlaupið nam
staðar á þurru landi (30% grop).
Landlíkan frá því fyrir hlaupið sýnir
að hlíðin var þá að meðaltali hærri en
eftir hlaupið og munar þar samtals um
7,7 milljónum m3 yfir upptakasvæðið
og berghlaupsurðina. Landlíkönin sýna
mestan hæðarmismun við brún öskj-
unnar þar sem hlíðin lækkaði um allt að
120 m. Fremst í hjallanum sem myndað-
ist við hlaupið hefur landið hækkað um
allt að 90 m. Þegar mat á skriðfletinum
er dregið frá mældri landhæð eftir berg-
hlaupið fæst rúmmálið 10,3 milljón m3 á
þeim jarðlögum sem komust á hreyfingu
og staðnæmdust ofan vatnsborðs. Þegar
skriðflöturinn (og landhæð fyrir hlaupið
neðan hans) er hins vegar dreginn frá
mældri landhæð fyrir berghlaupið fæst
rúmmálið 18,2 milljón m3 fyrir þau jarð-
lög sem féllu úr upptakasvæðinu. Þessar
tölur eru talsverðri óvissu háðar vegna
þess að skriðflöturinn gæti legið dýpra,
og einnig má hugsa sér hærri tengingar
við landið neðan meginupptakasvæð-
isins. Erfitt er að leggja mat á þessa
óvissu en giska má á ±3 milljónir m3. Að
teknu tilliti til hlauptungunnar neðan
vatnsborðs er heildarrúmmál efnis sem
komst á hreyfingu því metið um 21–22
milljónir m3 af berghlaupsurð með 30%
gropi en 17,5–18 milljónir m3 af bergi á
upptakasvæði berghlaupsins með 15%
gropi. Að teknu tilliti til óvissunnar
má því segja að rúmmál berghlaups-
ins sé um 20 milljón m3 hvort sem
litið er til upprunalegra jarðlaga sem
komust á hreyfingu eða hlaupurðar á
þurru landi, með óvissu upp á nokkrar
milljónir m3. Rúmmál berghlaupsins
kann að vera meira ef skriðflöturinn
hefur legið neðar en eins og áður segir
eru ekki um það neinar vísbendingar.
Tölur um rúmmál tungunnar í vatninu,
5. mynd. Sprungur við brún Öskju ofan Suðurbotna sumarið 2013 sýna að þar var þá komin hreyfing á jarðlög sem hlupu fram tæpu ári síðar.
– Fissures in the mountain above Suðurbotnar in the summer of 2013 show that movement within bedrock had already started some years prior
to the rockslide. Ljósm./Photo: Joel Ruch, 25.8. 2013.