Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 12
Náttúrufræðingurinn
12
á botni vatnsins. Tungan er víða um
600 m breið, nær um 2,1 km út í vatnið
og fremstu 800 m tungunnar eru um
8 m þykkir að meðaltali. Flatarmál
tungunnar í vatninu er um 1,1 km2 og
vatnsdýpið 170 m þar sem mest er. Háir
hryggir þar sem urðin er þykkust ná allt
að 30 m hæð yfir vatnsbotninum eins og
hann var mældur 2012.
Yfirborð berghlaupstungunnar á
vatnsbotninum er mjög óreglulegt og
víða má sjá stór bergstykki sem ekki hafa
brotnað upp heldur borist með hlaup-
inu og staðnæmst í stórum hrönnum þar
sem mörgum slíkum bergstykkjum ægir
saman. Berghlaupið sveigir til vesturs
niður að dýpsta hluta vatnsins og þynn-
ist þar mjög. Framarlega í urðinni sést
þyrping af stórum flekum sem eru allt
8. mynd. Efstu mörk flóðbylgju 21. júlí 2014 á bökkum Öskjuvatns samkvæmt GPS- og leysimæl ingum og greiningu á loftmynd frá 29. ágúst
2014 sem sýnd er sem bakgrunnur (tekin á vegum IsViews-verkefnis Münchenarháskóla). Mæld ummerki eru sýnd með rauðri línu, mörk byggð
á túlkun loftmyndar sem talin er nokkuð örugg eru sýnd með blárri línu en túlkuð mörk sem talin eru óviss með grænni línu. Mæld hæð efstu
flóðmarka er sýnd með tölum við ströndina á nokkrum stöðum umhverfis vatnið. – The maximum inundation of the tsunami around Lake Öskju-
vatn on the 21 July 2014 according to GPS and laser rangefinder binocular measurements, and analysis of an aerial photograph from 29 August
2014, which is shown as background (courtesy of the IsViews project, University of Mun ich). Red curves show measured tsunami run-up, blue
curves show interpretation of the aerial image that is considered certain and green curves more uncertain interpretation. Meas ured maximum
inundation height of the tsunami is shown with labels along the coastline.
Ekkert grop
/ No porosity
15% grop
/ Porosity
30% grop
/ Porosity
Tungan í vatninu / The tongue in the lake 7,5 (8,8) (10,7)
Hlaupurð á landi / Slide debris on land (7,2) (8,5) 10,3
Rúmmál efnis sem féll úr upptaka svæð inu
/ Material released from the starting area
(15,5) 18,2 (22,1)
Summa tungu í vatni og urðar á landi
/ Sum of tongue in the lake and debris on land
(14,7) (17,3) (21,0)
1. tafla. Rúmmál berghlaupsins í Öskju 21. júlí 2014 (í milljónum m3). Tölur í svigum eru
reiknaðar út frá mati á gropi jarðlaga á upptakasvæði (15%) og í hlaupurð á landi (30%). –
The volume of the landslide in Askja on 21 July 2014 (million m3). Numbers in parentheses
are computed from estimates of the porosity of the landslide material in the starting area
before the landslide was released (15%) and in the debris tongue on land (30%).