Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 13
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 13 að 150 m langir, 70 m breiðir og 25 m þykkir. Ofar er tungan fremur óreglu- leg (e. hummocky), með stórum hólum, görðum og rásum þvert á rennslisstefn- una. Landformin verða stærri eftir því sem fjær dregur upptökunum. Í heildina er berghlaupið rúmlega 3.200 m að lengd í láréttu plani og heildarfallhæðin um 520 m, þar af 350 m ofan vatnsborðs og um 170 m neðan þess. Ekki er unnt að áætla rúmmál berg- hlaupstungunnar á vatnsbotninum ná- kvæmlega með beinum samanburði á fjölgeislamælingunum frá 2012 og 2014 vegna þess að mælingin 2012 nær ekki til nema hluta svæðisins sem tungan þekur og vatnsbotninn þar fyrir hlaup er því ekki þekktur með nægilegri nákvæmni. Fjölgeislamælingarnar sýna ekki aðrar berghlaupstungur á botni vatnsins og benda því til þess að ekki hafi fallið stór hlaup úr öskjubörmunum á þessu svæði frá gosinu 1875 þegar þykkur vikur lagð- ist yfir stóran hluta þess. Hins vegar sýnir botnkortið nokkrar hrauntungur, þ.e. tungur Bátshrauns í norðaustur- hluta vatnsins og Mývetningahrauns í suðvesturhlutanum. Framhlaupstungur í tengslum við gosið 1875 kunna að vera huldar vikri á vatnsbotninum. FLÓÐBYLGJUR AF VÖLDUM SKRIÐUFALLA Flóðbylgjur myndast af völdum ýmissa náttúruhamfara, svo sem jarð- skjálfta, eldsumbrota, skriðufalla, á landi og neðansjávar, og snjóflóða.25 Alþjóðlega fræðiheitið er japanska orðið tsunami, en bein þýðing þess er hafnar- bylgja. Flóðbylgjur vegna jarðskjálfta eru tíðar við strendur Japans og annarra landa sem liggja að hafsvæðum þar sem verða stórir jarðskjálftar. Aflögun hafs- botnsins við jarðskjálfta veldur því að gríðarlegur massi vatns færist til í einu vetfangi, sem leiðir til flóðbylgju sem ferðast á ógnarhraða út frá upptakastað. Á úthafinu er bylgjan vart greinanleg því hún er löng (tugir eða hundruð km) en útslagið takmarkað þannig að hæð öldunnar er óveruleg. Þegar bylgjan kemur á grunnsævi hægir hún á sér og hækkar þegar sjórinn hleðst upp. Á 11. mynd er einföld teikning af flóðbylgju við strönd. Skriðuföll á hafsbotni hafa valdið miklum flóðbylgjum og er Stor- egga-skriðan úr landgrunnsbrún Noregs 9. mynd. Gríðarlegar breytingar hafa orðið á strandlínu Öskjuvatns af völdum flóðbylgjunnar, eins og sjá má á ljósmyndum af tanganum við Bátshraun fyrir (t.v.) og eftir (t.h.) berghlaupið. – Dramatic changes occurred along the shoreline of Lake Öskjuvatn as a consequence of the the tsunami, as can been seen on photographs of the spit near Bátahraun lava, before (left) and after (right) the rockslide. Ljósm./Photos: Ármann Höskulds son, 18.9. 2012; Sveinn Brynjólfsson, 24.7. 2014. 10. mynd. Berghlaupstungan á botni Öskjuvatns samkvæmt fjöl- geislamælingu Ármanns Höskuldssonar á Jarðvísindastofnun í ágúst 2014 (skyggt landlíkan). – The rockslide tongue on the bottom of Lake Öskjuvatn according to a multibeam survey of Ármann Höskuldsson at the University of Iceland (shading of the lake bottom DEM). Útlína berghlaupsins / Outline of the rockslide

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.