Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 24
Náttúrufræðingurinn 24 2. mynd. DJI Phantom 4 Pro+ myndavéladróna var stýrt af rannsóknarbáti í um 300 m fjarlægð frá Eldey og flogið að eyjunni í 120 m hæð. Drónanum var haldið í um 50 m hæð yfir eyjunni sjálfri á meðan súluvarpið var myndað. – The DJI Phantom 4 Pro+ drone was launched from a research vessel at approximately 300 m distance from the island Eldey, approached the island at 120 m and then kept at 50 m above the birds while photographing. Mynd/Fig.: Sindri Gíslason. dýrum.22–26 Drónar eru nú notaðir til að safna gögnum í sífellt fjölbreytt- ari vistfræðirannsóknum, svo sem til að rannsaka fíla,27 hóf- og klaufdýr,28,29 hreifadýr,30 hvali31–33 og skriðdýr.34 Drónar hafa einnig verið notaðir við vistfræðirannsóknir á fuglum, til dæmis við gæsatalningar,35 til að meta var- párangur fugla sem verpa á óaðgengi- legum stöðum, svo sem í trjátoppum,36 til að meta fjölda tegunda sem verpa á afskekktum eyjum þar sem hreiður eru strjál37 og til að meta stofnstærð ýmissa sjófuglategunda, svo sem máfa, þerna og mörgæsa.22,37-40 Hér á landi hafa drónar enn sem komið er lítið verið notaðir við reglubundnar fuglarannsóknir. Drónar hafa þó, með misjöfnum árangri, verið prófaðir í ýmsum tilraunaverkefnum og minni rannsóknarverkefnum, svo sem við vörp kríu (Sterna paradisaea), hettu- máfs (Chroicocephalus ridibundus), ritu (Rissa tridactyla), stuttnefju (Uria lomvia), flórgoða (Podiceps auritus) og skúms (Catharacta skua), og við anda- talningar (Yann Kolbeinsson, munn. uppl. mars 2019). Rannsóknin fólst í því að kanna hvernig myndavéladróni nýtist við úttekt á lífríki á óaðgengilegum stöðum. Vettvangur rannsóknarinnar var Eldey. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt, annars vegar að gera heildarúttekt á súluvarpi eyjunnar og hins vegar að leggja mat á notagildi dróna við slíka talningu. Lagt var upp með að mynda lárétt yfirborð eyjunnar og bjargið, líkt og áður hefur verið gert við reglubundnar súlutalningar.8,41 Ómannað flygildi hefur ekki áður verið notað við slíkt verkefni hérlendis og er því um að ræða tilrauna- verkefni með mörgum óvissuþáttum. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR rANNsókNArsvæði Eldey (N63°44’26.5 V22°57’26.7) er 77 metra hár klettadrangur úr lag- skiptu móbergi sem stendur um 15 km suðvestur af Reykjanesi á Reykjanes- skaga, flatarmál yfirborðs er 0,03 km2 (1. mynd). Eyjan er talin hafa risið úr sjó í miklum eldhræringum á Reykjanes- hryggnum árið 1390.42 Elstu heimildir um varp súlu (Morus bassanus) í Eldey eru frá 1821.43 Súluvarp í Eldey er lík- lega ekki ýkja gamalt því þess er getið í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar árið 1753 að eina súluvarp landsins sé í Vestmannaeyjum.44 Af heimildum að dæma má ætla að Eldey hafi lítið verið nytjuð allt til ársins 1894 þegar Hjalti Jónsson kleif hana.41 Erlendir sjómenn tóku þó egg og fugl í svartfuglabælum á neðstu bríkum og bekkjum bergsins á suðausturhluta eyj- unnar, fyrir þann tíma.41,45 Eftir 1894 var eyjan lögð undir Landssjóð, sem síðan leigði hana til nytja, annarra en gúanó- tekju. Samkvæmt dagbókum leigutaka voru nytjar af súlu töluverðar eða að meðaltali 2.882 ungar á ári á tímabilinu 1909–1939.41 Eldey var friðlýst 12. febr- úar 194046 og var þá hætt að slá þar súlu- unga til nytja. Eyjan varð síðan gerð að fyrsta friðlandi landsins árið 1974.47 frAmkvæmd Farið var út að Eldey 26. júní 2017 með leyfi Umhverfisstofnunar. Lagt var af stað úr Sandgerðishöfn kl. 13.30 á rannsóknarbátnum Sæmundi fróða RE-32 (8,27 brúttótonn og 9,13 m að lengd) og voru þrír rannsóknarmenn um borð ásamt skipstjóra. Myndatökur hófust þegar komið var að Eldey kl. 15.30. Veður var gott, norðan 4–9 m/s, hálfskýjað og ágætt í sjóinn (ölduhæð 1,5–2,2 m, sjávarstaða 1,3 metrar kl. 14.00 og 4,2 metrar kl. 20.18). Drónanum var stýrt frá bátnum, sem var hafður í nokkur hundruð metra fjarlægð frá eyjunni (2. mynd). Skipstjóri stýrði bátnum, einn rannsóknarmaður stýrði drónanum og annar fylgdi honum eftir í sjónauka til að fylgjast með mögulegum sýnilegum áhrifum drónans á fugla- líf við og í eyjunni, þ.e. hvort fuglarnir forðuðust drónann eða jafnvel flygju að honum eða breyttu hegðun sinni að öðru leyti, sem rekja mætti til nærveru drónans. Jafnframt lagði stjórnandi drónans mat á slík áhrif í gegnum skjá samhliða myndatökunum. Drónanum var flogið að Eldey í 120 m hæð (u.þ.b. 50 m hæð yfir eyjunni) til að fyrirbyggja áhrif á fuglalíf. Haft var að reglu að fara aldrei nær eyjunni með drónann en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.