Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 26
Náttúrufræðingurinn
26
gov/ij/ download.html). Notast var við
súlutalningaraðferð Arnþórs Garðars-
sonar.4–8 Súlur voru flokkaðar í tvo
hópa, fugl eða par á hreiðri og fugla
sem ekki voru á hreiðri (geldfugl).
Notast er við talningareininguna setur,
sem er staður þar sem stök súla eða
súlupar situr. Staðir sem örugglega
eru setnir geldsúlum eru taldir sér-
staklega.5 Oftast er setur það sama og
hreiður, en í sumum tilfellum getur
þó reynst erfitt að greina þar á milli af
ljósmyndum.8 Það er augljós kostur við
talningar af ljósmyndum að þær veita
nákvæmar upplýsingar og auðvelt er
að endurtaka athuganir á hlutlægan
hátt. Myndirnar veita þó aðeins upplýs-
ingar um ástandið á tilteknu augnabliki.
Vert er að hafa í huga að varptími súl-
unnar er langur og getur staðið frá apríl
fram í júlí.5
NIÐURSTÖÐUR
NotkuN dróNA
Dróninn sem valinn var til rann-
sóknarinnar (DJI Phantom 4 Pro+)
reyndist mjög meðfærilegur og var ein-
falt að stjórna honum. Fyrir utan þjálfun
(1 til 2 dagar) til að ná góðum tökum á
stjórnun drónans fólst undirbúningur
aðallega í að tryggja að rafhlöður væru
fullhlaðnar og myndflögur með nægt
geymslupláss fyrir áætlaðan fjölda ljós-
mynda og myndskeiða. Dróninn var
stöðugur á flugi og reyndi mikið á þann
eiginleika allan flugtímann því vindur
var 4–9 m/s. Flugið gekk almennt vel en
samband milli drónans og fjarstýringar-
innar rofnaði þó þrisvar í flugi yfir eyj-
unni og tvisvar í aðflugi að bátnum, þó
aðeins stutt í hvert skipti (10–60 sek.).
Sambandsleysi við fjarstýringuna í síð-
asta aðfluginu varð til þess að dróninn
rakst á loftnet á bátnum og mátti þakka
fyrir að hann lenti ekki í sjónum. Við
áreksturinn brotnaði hreyfill og hreyfil-
festing og var dróninn því óhæfur til
flugs eftir þetta þar sem varahlutir voru
ekki meðferðis. Frá brottför til heim-
komu í Sandgerðishöfn tók leiðangur-
inn um sex og hálfa klukkustund, og var
siglingartími til og frá Eldey þar af um
fjórar klst. Flugferðir drónans tóku 15
og 20 mínútur og var flugtíminn í heild
því um 35 mín. Ljósmyndun bjargsins
þegar siglt var í kringum eyjuna tók um
tvær klst.
Myndgæði úr drónanum voru góð (4.
mynd B) og auðvelt reyndist að telja súlur af
myndunum. Með þessari aðferð var þó ekki
hægt að þysja mikið inn í myndirnar þar
sem notast var við stillur úr myndskeiðum
drónans en ekki ljósmyndir (20 megapixlar).
1. tafla. Talningar á súlu, ritu og fýl í Eldey í júní 2017. Sundurliðaðar tölur fyrir talningu af myndum teknum með dróna.
– Counts of gannets, black-legged kittiwakes, and fulmars on Eldey in June 2017.
* non breeders
Staðseting
Location
Súlusetur
Gannet nest
Súla geldfugl
Gannet*
Rita á hreiðri
Kittiwake nest
Rita ekki á hreiðri
Kittiwake*
Fýll
Fulmar
Þekja / Top 13.857 76 0 0 0
Bjarg / Cliff 1.125 3.104 734 303 95
Heild / Total 14.982 3.180 734 303 95
2. tafla. Súlusetur í Eldey 1953–2013. Talningar byggjast á myndatökum úr flugvél.
– An overview of the gannet colony monitoring in Eldey from 1953–2013, based on aerial photographs.
* Upplýsingar um nákvæma dagsetningu ekki aðgengilegar. – Information on precise date is not available.
Ár
Year
Dagsetning
Date
Þekja
Top
Bjarg
Cliff
Heild
Total
Heimildir
References
1953 07.07. 12.571 4.317 16.888 5, 9
1961 00.07.* 13.900 4.300 18.200 5, 41
1977 18.06. 11.852 3.694 15.546 5
1983 07.07. 11.415 2.779 14.194 5
1985 22.06. 10.318 1.706 12.024 5
1985 03.08. 11.628 2.903 14.531 5
1989 29.07. 10.823 2.155 12.978 6
1994 15.06. 11.847 2.253 14.100 6
1999 15.06. 12.597 3.433 16.030 7
2006 21.06. 11.751 3.061 14.812 8
2013 16.05. 12.259 2.551 14.810 4