Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 28

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 28
Náttúrufræðingurinn 28 6. mynd. Útselir á norðurskerjum Eldeyjar. – Grey seals were seen on skerries on the northern part of Eldey. Ljósm./Photo: Sindri Gíslason. Rannsóknarmaður fylgdi drónanum eftir í sjónauka og kannaði áhrif drónans á fugla. Sjáanleg áhrif á fugla voru engin, hvorki á fugla á flugi né á hreiðrum í bjargi. Einnig var sjónrænt mat lagt á áhrif drónans á fugla á þekju Eldeyjar út frá skoðun myndskeiða og jafnóðum á skjá fjarstýringar þegar tökur fóru fram. Engin greinileg eða sýnileg áhrif komu fram í atferli fuglanna. Ekki er þó hægt að útiloka öll áhrif þar sem ekki var um að ræða beinar mælingar á áhrifunum. SÚLUVARP OG ANNAÐ DÝRALÍF Í ELDEY Á þekju Eldeyjar var nánast eingöngu að finna varpfugla og verpir þar megin- þorri súlnaparanna. Í bjargi var að finna varpfugla (5. mynd) en þar voru einnig stórir setstaðir ungfugla og geldfugla. Alls voru talin 14.982 súlusetur (pör), 13.857 á þekjunni og 1.125 í bjargi (1. tafla). Geldfuglar voru 3.180 talsins og var þá nær eingöngu að finna í bjargi. Aðeins örfáir fuglar sáust á þekjunni innan um varpfugla. Til samanburðar eru niðurstöður talninga frá árunum 1953 til 2013 (2. tafla). Ritur í bjargi voru alls 734. Fremur auðvelt var að telja ritur í Eldey. Þó þurfti að varast að rugla þeim saman við fýla við greiningu af myndum. Í flestum tilfellum voru tegundirnar þó auðgreinanlegar. Fáir fýlar sáust á Eldey og ekki reyndist unnt að greina út frá ljós- myndum hvort þeir lægju á. Í eyjunni verpa fýlar í sprungum og öðrum glu- fum og því er ekki hægt að meta heildar- fjölda setra. Niðurstöðum fýlatalningar þarf því að taka með fyrirvara en allir fýlar á ljósmyndum voru skráðir. Ekki reyndist unnt að leggja mat á heildarfjölda svartfugla í eyjunni. Ekki tókst að taka nærmyndir af öllum stöðum þar sem svartfugl sást á yfirlits- myndum og því ekki hægt að tegunda- greina af myndunum. Á þekju eyjunnar sáust svartfuglar í sprungum og milli súlnasetra en þó ekki nógu vel til að leggja mat á fjölda eða tegundagreina. Sjö útselir voru á lágum skerjum norðan megin í eyjunni (6. mynd), þar af að minnsta kosti einn kópur. Milli 10 og 20 svartbakar, bæði fullorðnir og ungfuglar, sáust einnig standa á norðurskerjum. UMRÆÐA áviNNiNgur Notagildi dróna við vísindastörf er nú almennt viðurkennt. Ýmsir van- kantar og álitaefni fylgja þó notkun þeirra og er um það fjallað í næsta kafla. Margar tegundir fugla sýna lítil viðbrögð við drónum og virðast venj- ast nærveru þeirra mjög hratt.37,39,48–51 Þetta getur gefið nákvæmara og áreið- anlegra stofnmat fyrir sumar tegundir á ákveðnum búsvæðum. Í ljósi vaxandi drónanotkunar vistfræðinga, náttúru- ljósmyndara og útivistarfólks er þörf á ýtarlegum leiðbeiningum um tæknilega og siðferðilega rétta notkun þeirra. Meðal lífvera sem hentar vel að telja með drónum eru ýmsar fuglategundir sem lifa í þéttum byggðum þar sem aðstæður eru heppilegar til notkunar dróna. Þetta eru tegundir sem verpa yfirleitt í miklum þéttleika á sléttlendi, bjargbrúnum eða á klettasyllum þar sem við réttar aðstæður getur verið auðvelt að mynda fuglana og telja með drónum. Talningar á jörðu niðri gefa aftur á móti oft mun takmarkaðri möguleika á að fá nákvæmt fjöldamat sökum minni yfir- ferðar og lakara sjónarhorns eða afstöðu rannsakandans. Myndataka úr flugvél hefur um áratuga skeið verið notuð við fjöldatalningar með góðum árangri þar sem talningum af jörðu hefur ekki verið komið við, sem víða er raunin hér á landi.8 Í samanburðarrannsókn sem gerð var um notkun dróna við talningu á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.