Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 35
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
35
sANdAuðNir íslANds þekja rúmlega 20.000 km2 og þær hafa víðtæk áhrif
á öll vistkerfi landsins vegna áfoks sem frá þeim kemur. Sandauðnirnar eru
sérstakar á heimsvísu vegna þess að í þeim eru einkum basísk glerkennd
korn. Það er óalgengt annars staðar. Sandauðnirnar skiptast í sanda, sand-
mela og sandhraun og þær eru flokkaðar í þrjá flokka eftir virkni sandfoks.
Virkasti flokkurinn þekur um 5.000 km2. Við sandfok skokka (e. jump, bounce)
sandefni með yfirborðinu og getur flæðið sem berst yfir eins metra breiða
línu á ári numið meira en einu tonni, en er þó oftar minna. Langmest af efn-
ismagninu berst áfram undir 30 cm hæð frá yfirborði. Mestallt efnið fýkur í
fáum öflugum sandbyljum því samhengi vindhraða og fokmagns er stigvax-
andi fall. Fínni efni, einkum silt, fjúka upp og valda rykmistri sem getur borist
gríðarlega langar vegalengdir. Þar sem næg fokefni eru til staðar getur sandur
fokið inn yfir gróið land og myndað áfoksgeira. Slíkir geirar hafa valdið hvað
mestu um eyðingu gróinna vistkerfa síðustu þúsöldina. Við það „fer landið í
sand“, sem er afar alvarlegt form vistkerfisbreytingar – vistkerfishrun. Þekktir
eru áfoksgeirarnir í Landsveit og á Rangárvöllum þar sem framrás sandsins
var stöðvuð á síðustu öld. Sandur getur borist langar leiðir frá upprunastað
og myndað „sandleiðir“ sem eru tugir kílómetra á lengd. Mikilvægt er að efla
gróður á svæðum sem verða fyrir sandfoki, ekki síst þar sem gætir öskufalls
og flóða í jökulám.
Þetta er fyrri grein af tveimur þar sem fjallað er um sanda, sandfok og ryk
á Íslandi, en í þeirri seinni, sem mun birtast í Náttúrufræðingnum síðar á árinu,
er fjallað um stærstu uppsprettur uppfoks á landinu og áfok.