Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 36
Náttúrufræðingurinn 36 INNGANGUR Auðnir þekja stóran hluta Íslands og áhrif sandauðna ná til nærri allra annarra vistkerfa landsins. Áfok frá sandauðnum myndar móðurefni mold- ar (bergefnin sem veðrast með tímanum við jarðvegsmyndun; e. parent mater- ial) um land allt og mótar eiginleika og frjósemi vistkerfa. Ryk hefur áhrif á bráðnun jökla, veðurfar og heilsufar manna og dýra.1 Íslensku auðnirnar eru líklega stærstu eyðimerkur sem finnast utan þurrkasvæða jarðar. Þær eru stærstu auðnirnar sem þaktar eru lausum basískum gosefnum og um leið stærstu „svörtu“ eyðimerkur jarðarinnar. Yfirborðsferli (e. surface processes) eru virkari og fjölbreyttari en í flestum öðrum auðnum á jörðinni og hér er að finna einhverjar virkustu rykuppsprettur jarðar. Sandfok var jafn- framt meginþáttur í eyðingu vistkerfa á Íslandi, einkum eftir landnámið þegar athafnir manna gerðu vistkerfi við- kvæm fyrir raski. Á undanförnum áratugum hafa verið gerðar margvíslegar rannsóknir á auðnum landsins, meðal annars á vegum höfunda þessarar greinar og samstarfsmanna þeirra. Þessum rann- sóknum hafa einkum verið gerð skil í alþjóðlegum fræðiritum. Töluvert af þessari þekkingu er kynnt í ritinu The Soils of Iceland2 og í yfirlitsgrein í Aeolian Research,3 en ekki hefur verið gerð grein fyrir efninu áður á íslensku. Hér verður tekin saman margvísleg þekking um sandauðnir landsins, áfok og ryk í tveimur greinum. Í fyrri grein- inni er leitast við að skýra eðli sand- auðna og sandfoks. Síðari greinin ber undirtitilinn „Áfok og ryk“ og birtist hún í Náttúrufræðingnum síðar á árinu 2019.4 Þar er lögð áhersla á að skýra áfok, einkum hvaðan það kemur, hve mikið það er, áhrif þess og hvernig eðli þess hefur breyst á umliðnum öldum. VINDROF – SAGA Vindrofsfræði eru nefnd „aeolian sciences“ eða álíka á alþjóðamálum, dregið af heiti Aeolian-eyja undan ströndum Sikileyjar á Miðjarðarhafi. Upphaf þeirra má einna helst rekja til einstæðrar bókar Bretans Ralphs A. Bagnolds, The Physics of Blown Sand and Desert Dunes, sem kom út árið 1941.5 Þar eru leiddar fram jöfnur, líkön og skýringar sem vel hafa staðist tímans tönn. Önnur vatnaskil í vindrofsfræðum fylgdu þróun líkans eða jöfnu sem var ætlað að spá fyrir um vindrof út frá auð- mælanlegum þáttum (vindrofsjafnan, e. Wind Erosion Equation), og er kennd við bandarískan hóp undir forystu W.S. Chepils. Ýtarleg yfirlitsgrein um jöfn- una var birt 1963;6 sjá einnig samantekt- arverk Skidmores o.fl.7,8 Jafnan hefur verið endurskoðuð (e. Revised Wind Erosion Equation) sem hefur meðal annars verið notuð í Evrópu.9,10 Margar afleiður eru til af jöfnum fyrir vindrof, til dæmis áströlsk vindrofslíkön.11 Þessar jöfnur hafa einkum haft þýðingu fyrir vindrof af ökrum og auðnum, en henta illa fyrir misvel gróinn úthaga.9,12 Rannsóknir á ryki eru nýrri af nálinni, en þær hafa aukist verulega á undan- förnum árum eftir því sem áhrif svifryks á vistkerfi, loftslag, þar á meðal hlýnun- aráhrif, og lýðheilsu hafa orðið ljósari.1 Í upphafi voru rannsóknir á vindrofi hérlendis einkum bundnar við mæl- ingar áfokshraða til þess að geta rakið umhverfisbreytingar í landinu. Aðferða- fræðin felst í því að mæla þykknun jarð- vegs á milli öskulaga af þekktum aldri. Sigurður Þórarinsson13 o.fl. veittu því athygli að áfokshraðinn margfaldaðist (4–10-falt) við landnámið, sem má rekja til hruns vistkerfa og vindrofs í kjölfar nýtingar mannsins. Þorleifur Einars- son,14 Guttormur Sigbjarnarson15 og Grétar Guðbergsson16,17 voru á meðal frumkvöðla á þessu sviði, og síðan hafa fjölmargir fylgt í kjölfarið. Sandfokið á Rangárvöllum og í Land- sveit í lok 19. aldar var vendipunktur hérlendis í baráttu við sandfok. Sand- græðsla ríkisins, sem síðar varð Land- græðsla ríkisins og nú Landgræðslan, var stofnuð til að hefta fokið árið 1907. Þá sögu hafa þeir Arnór Sigurjóns- son18 og Friðrik G. Olgeirsson rakið skilmerkilega.19 Allmörg hugtök fylgja vindrofs- fræðum og eru þau skýrð í rammagrein á bls. 38. FLOKKUN SANDAUÐNA Auðnir ná til margra flokka í vist- gerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands,20 og eru meðal annars flokk- aðar undir vistlendunum „melar og sandlendi“. Sú flokkun sem hér er stuðst við er flokkun yfirborðsgerðar sem notuð var við að kortleggja jarð- vegsrof á Íslandi.21 Samkvæmt rof- flokkuninni er lítt gróið land flokkað í mela, urðir, hraun og moldir, og síðan sandflokkana sanda, sandmela og sand- hraun sem saman mynda sandauðnir 1. mynd. Íslenskar sandauðnir. Svörtu doppurnar sýna hvar mikilvirkustu rykuppspretturnar er að finna. – Icelandic sandy deserts. The dark red-coloured areas are “sandur”, red is “sandy lavas” and yellow represents “sandy gravel” surfaces. The black dots indicate where the hyperactive dust sources are found (general area).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.