Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 38
Náttúrufræðingurinn 38 sANdur – sANdAr. Hugtakið sandur er notað um landlegt fyrir- bæri, bæði um óstöðugt yfirborð þar sem vindrof á sér stað og korn af ákveðinni kornastærð (0,05–2 mm). Á yfirborði sandsvæða eru efni sem hafa breiða spönn kornastærðar: sandur, silt (0,002–0,05) og leir (<0,002 mm) í mismunandi hlutföllum, en ekki aðeins korn sem telj- ast til sands, og veldur þetta stundum misskilningi. Þegar talað er um sandefni sem fjúka í þessari grein er bæði átt við sand, silt og að hluta leir. Samsetning sanda er afar breytileg eftir svæðum. Sandkorn og grófari hluti silts eru meginuppistaða skokkefna en silt er meginhluti ryksins ásamt leir þegar hann er til staðar. svifryk, ryk (e. dust). Ryk berst um andrúmsloftið (e. suspension), oft langar leiðir. Styrkur svifryks er yfirleitt mældur í míkrógrömmum á rúmmetra (µg/m3), en einnig sem fjöldi korna í rúmmetra. Hafa ber í huga að svifagnir geta átt margvíslegan uppruna, t.d. í útblæstri frá iðnaði, húshitun og samgöngum, en hér er fjallað um ryk af „náttúru- legum“ uppruna (sandar, mold), sem mætti kalla „náttúruryk“ eða „bergryk“ (e. mineral dust) til aðgreiningar frá annarri rykmengun. skokkefNi takast á loft við árekstur við önnur korn, skella síðan aftur niður á jörðina og valda fleiri árekstrum (e. saltation). Þau eru of þung til að verða að svifryki. Skokkið er meginferli sandburðar með yfirborðinu. Það er oft mælt sem flæði yfir eins metra breiða línu á einu ári (kg/m/ár) eða flæði í gegnum einn fermetra á ári (kg/m2/ár), á klukkustund (kg/m/klst) eða jafnvel í einstökum stormi. skriðefNi (e. creep) eru stærri korn en í skokkefnum. Þau skríða með yfirborðinu undan árekstrum skokkefnanna en takast ekki á loft. uppfok og rykmyNduN. Smæstu korn takast á loft og hald- ast loftborin sem ryk (e. dust emission, dust production, dust release). Oft mælt sem þyngdareining efnis, g eða kg, sem tekst á loft frá hverjum fermetra í einstökum stormi eða yfir tiltekið tímabil (kg/m2/ár; kg/m2/stormur). lækkuN yfirborðsiNs vegna þess að rof fjarlægir efni af yfir- borðinu (e. deflation) er mæld í mm eða cm yfir tiltekið tímabil (mm/ár). þröskuldsviNdhrAði (e. threshold velocity). Sandfok hefst við ákveðinn vindstyrk þegar fyrsta kornið tekst á loft vegna togspennu vindsins. Kornið virkjar síðan hreyfiorku vinds áður en það skellur aftur niður á yfirborðið og ýtir þá við mörgum öðrum kornum sem við það takast á loft. Vindstyrkur minnkar eftir því sem nær dregur yfirborðinu, en hve mikið er háð yfirborðshrjúfleika. Þröskuldsvind- hraði (U*t) er reiknaður fyrir vind við yfirborðið í mörgum líkönum fyrir vindrof og þá þarf að mæla vindstyrk í mörgum hæðum til að ákvarða vindsniðið. Algengt er að gefa þröskuldsvindstyrk fyrir til- teknar mælihæðir, svo sem 2 m og 10 m. áfok (e. aeolian deposition). Magn rykefna sem sest aftur á yfirborðið, mælt sem hækkun yfirborðs (mm eða mm/ár) eða magn (g/m2 eða g/m2/ár). Áfok er eitt þeirra meginferla sem mótar íslenska náttúru. svifryk (e. particulate matter), mælt sem PM, fínefni ryks. Er gefið upp sem massi á rúmmálseiningu (µg/m3) eða fjöldi. Gildið aftan við PM gefur til kynna stærðarmörk. PM10 táknar korn minni en 10 µm, PM2,5 er fyrir korn minni en 2,5 µm. Vindrofsferli – nokkur hugtök. Sjá rammatexta. – Schematic drawing illustrating some main concepts associ- ated with wind erosion. Uppfok = dust emissions, svifryk = dust, skokkhreyfing = saltation, áfok = dust depos- ition, flæði = flux, lækkun yfirborðs (hjöðnun) = deflation. megiNhugtök í viNdrofsfræðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.