Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 40

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 40
Náttúrufræðingurinn 40 konar vindmælingar, annars vegar miðað við meðalvindhraða (lokaðir hringir) og hins vegar vindhviður (opnir hringir). Á Skógaheiði er stormurinn í heild sýndur til vinstri og síðan hvass- asti hluti hans til hægri og þá miðað við mestu hviður. Athyglisvert er hvað stormarnir á Hólsfjöllum dreif- ast mikið, enda er rakastig að aukast á meðan á þeim stendur, æ meiri vind þarf til að hreyfa við kornunum. Við um 28 m/s í Skógastorminum beygir kúrfan af, sem gefur til kynna að loftið hafi mett- ast af foki, þ.e. að ekki gat hlaðist meira af fokefnum í loftmassann enda þótt vindstyrkur hefði aukist. Hugsanlega er þetta eina mælingin sem náðst hefur við náttúrulegar aðstæður og sýnir þetta fyrirbrigði. Flæðið hefur náð rúmlega 6.000 kg/m/klst. en en ekki leið á löngu þar til vindur minnkaði á ný. Mælingar með fokstautum gefa þröskuldsvindhraðann til kynna með skýrum hætti. Hann hækkar með vax- andi rakastigi. Spannir fyrir þröskulds- vindhraða helstu yfirborðsgerða eru sýndar á 5. mynd. Þröskuldsvindhraði er lægstur þar sem fer saman vel þurrt yfirborð og fínn sandur og silt í yfir- borði, til dæmis á flæðum, jafnvel allt niður í 4/m (mældur í 2 m hæð). Mik- inn vind þarf til að hreyfa kornin þar sem yfirborðið er orðið gróft, svo sem á melum, jafnvel yfir 20 m/s. Upplýsingar af þessu tagi eru mikilvægar fyrir gerð líkana af mögulegu sandfoki við mis- munandi aðstæður. Langmest efni fýkur næst jörðu þar sem kornin skokka með vindinum en skella á yfirborðið þess á milli. Eftir því sem ofar dregur minnkar flæðið, en efst tekur svifrykið við. Á 6. mynd gefur að líta graf sem sýnir dæmigerð gögn fyrir hlutfallslegt magn fokefna eftir hæð. Þarna eru gögn frá fimm gildrum. Sú neðsta er í 10 cm hæð, sú næsta í 30 cm hæð en efsta gildran er í 150 cm hæð. Fyrir hver 100 g efnis sem koma í neðstu gildruna (10 cm, punktur niðri til hægri) koma um 30 g í gildruna í 30 cm hæð en um 13 g í gildruna í 60 cm hæð. Hratt fall kúrfunnar gefur til kynna hvar skokkhreyfing korna er ráðandi. Í efstu gildruna í 150 cm hæð (punktur efst til vinstri) berast bæði svifefni og skokkefni, en innan við 10% af því efn- ismagni sem berst í neðstu gildruna. Skokkhreyfing korna nær mun hærra hér á landi en almennt gerist erlendis vegna þess hve miklum styrk vindur nær hér, en einnig vegna þess að kornin eru oft hrjúf og sum þeirra eru tiltölu- lega eðlislétt. Hlutfall flutnings eftir hæð (þ.e. lögun kúrfunnar á 6. mynd) helst yfir- leitt svipað á hverjum stað óháð vind- styrk og rakastigi.24 Það hefur verið vandamál við mælingar á sandfoki hér- lendis að neðstu gildrurnar fyllast oft í einum stormi þar sem yfirborðið er óstöðugt. Þar sem hæðarkúrfan er þekkt getur gripgildra sem sett er frekar ofar- lega og fyllist því ekki (t.d. í 1 m hæð) gefið fullnægjandi upplýsingar um fok, raunar yfir langt tímabil þar sem sand- byljir eru tíðir. Þetta nýttu Elín Fjóla Þórarinsdóttir o.fl. sér við rannsóknir á Heklusvæðinu,25,28 þar sem gildrur voru settar upp á 31 stað yfir tvö sumur (7. mynd). Með þessari aðferð var hægt að fá góða yfirlitsmynd af sandflutningi á víðfeðmu svæði. Rannsóknirnar sýndu að vatnsflutningur efnis inn á svæðið og innan þess er lykilatriði fyrir rof- ferli á svæðinu. Upplýsingar sem þessar eru mikilvæg undirstaða fyrir skipulag árangursríkra landgræðsluaðgerða. Staður / Location kg/m/klst / kg/m/hr kg/ár / kg/yr Athugasemdir / Comments Heimild / Source Landeyjasandur 160–280 >10.000* Mælt við 11 m/s vind / 11 m/s wind 23 Geitasandur, sandmelur 120–320 Mælt í þrjú sumur / over 3 summers 24 Geitasandur, sandur 300–670 Mælt í þrjú sumur / over 3 summers 24 Hólsfjöll, moldir 5–>300 >500 Tvö sumur, fremur kyrrlát / two summers 24 Hagavatn, sandur/sandhraun >1.000 >10.000* Við 17 m/s vind / at 17 m/s, 23 Hekla, sandur 2.000–3.000 Mjög virkt sandsvæði, tvö sumur / very active surface; two summers 25 Hekla, sandur 500–1.000 Meðalvirk svæði, tvö sumur / medium aeolian activity; two summers 25 Hekla, sandur 100–500 Minna virk svæði, tvö sumur / Less active surface; two summers 25 Hekla, vikur og gróf gjóska 2–20 Gróf efni í yfirborði (vikur), tvö sumur / Pumice surface; two summers 25 Skógaheiði, Eyjafjallagjóska 1.000–6.000 >10.000 Stormur í um sólarhring / one storm 26 2. tafla. Mælingar sandfoks á ýmsum stöðum á landinu. Vindhraði í 2 m hæð. – Sandflux measured at various locations in Iceland. All wind speeds at 2 m height. * Áætlað miðað við niðurstöður úr stökum mælingum og Fryrear-mælingum yfir löng tímabil. – Estimated by combining Sensit and Fryrear dust trap data.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.