Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 54
Náttúrufræðingurinn
54
Fljótsdalsheiði, í ágúst 2008, í um 500
m hæð y.s. Á myndum sem hann tók
af Suðurá, suðaustan Svartárvatns í
Suður-Þingeyjarsýslu, í um 400 m
hæð y.s., virðast vera tætlur af henni,
enda er áin dæmigerð lindá. (Upplýs-
ingar vantar um aðrar lindár í Ódáða-
hraunum, svo sem Grafarlandaá og læki
í Herðubreiðarlindum).
Auk þeirra fundarstaða af Suður-
landi sem þegar er getið fann höfundur
tegundina í lindalæk í Brekkuskógi við
Brúará í Árnessýslu 2011, og má segja
að hún hafi fyllt lækinn með löngum
ræmum. Í júní 2019 fundu höfundur og
Ágúst H. Bjarnason lækjagörn aftur í
Suðurá við Elliðavatn og í Kaldá upp af
Hafnarfirði.
Samkvæmt þessu yfirliti hefur
Tetraspora cylindrica fundist allvíða í
lækjum, ám, tjörnum og vötnum í nær
öllum landshlutum, frá sjávarmáli upp í
um 700 m hæð yfir sjó. Vaxtartíminn er
allt sumarið frá júní til október. Það má
því til sanns vegar færa sem sagt er í bók
höfundar, Veröldin í vatninu 1979,1 að
tegundin sé algeng hér á landi, einkum
í lindavatni, þar sem hún er iðulega
mest áberandi gróður. Spyrja má hvort
nokkurs staðar í heiminum sé jafnmikið
af henni, enda er óvíða eins mikið um
lindavatn og hérlendis.
SUMMARY
TeTraspora cylindrica iN icelANd
The freshwater alga Tetraspora
cylindrica (Wahl.) C. Agardh (Tetra-
sporales, Chlorophyta) was first
recorded from Iceland, with the name
Rivularia cylindrica Wahlenberg, by
William Jackson Hooker 1811, in his
book Journal of a Tour in Iceland in the
Summer of 1809, in Hólmsá near Reykja-
vík. Since then it has been recorded
many times, with different names,
most often in streams and lakes with
spring-water, which is abundant in the
country, from the lowland up to 700
m above sea level. It is extraordinarily
different in size, i.e. 0,5–5 mm wide
and 2–200 cm long, biggest in pure and
cold spring-water, and may then be very
conspicuous. It can be confused with
Enteromorpha intestinalis, a common
sea-shore plant, occasionally found in
freshwater.
1. Helgi Hallgrímsson 1979. Veröldin í vatninu. Askur, Reykjavík. 218 bls.
2. John, D.M., Whitton, B.A. & Brook, A.J. 2002. The freshwater algal flora of the
British isles. Cambridge University Press, Cambridge 702 bls.
3. Lindau, G. & Melchior, H. 1971/1930. Die Algen. Zweite Abteilung. Zweite
Auflage. Kryptogamenflora für Anfänger IV, 2. Springer, Berlín. 302 bls.
4. Agardh, C.A. Systema algarum. Lundi 1824. 312 bls.
5. AlgaeBase. Vefsetur um þörunga. Slóð (skoðað 3.10. 2018): http://www.
algaebase.org/
6. Gunnar Steinn Jónsson, Karl Gunnarsson & Pétur M. Jónasson 2002. Gróður og
dýralíf á botni. Bls. 159–176 í: Þingvallavatn. Undraheimur í mótun (ritstj. Pétur
M. Jónasson & Páll Hersteinsson). Mál og menning, Reykjavík. 303 bls.
7. Helgi Jónsson 1903. The marine algae of Iceland. III. Chlorophyceae. IV.
Cyanophyceae. Botanisk Tidsskrift 25. 337–385. (Tilv. bls. 343–348).
8. Sigurður Pétursson 1948. Íslenzkir vatnaþörungar. Náttúrufræðingurinn 18
(1). 1–8.
9. Hooker, W.J. 1811. Journal of a tour in Iceland in the summer of 1809. I–II.
369 og 406 bls. (Ljósprentun 2. útg. frá 1813, Cambridge University Press,
Cambridge 2011.)
10. Mackenzie, G.S. 1811. Travels in the island of Iceland during the summer of the
year MDCCCX. Constable, Edinborg. xvii + 491 bls.
11. Hooker, W.J. 2000. Ferð um Ísland 1809. Þýð. Arngrímur Thorlacius.
Fósturmold, Reykjavík. 260 bls.
12. Gliemann, T. 1824. Geographische Beschreibung von Island. Hammerich,
Altona. viii + 232 bls.
13. Lindsay, L. 1861. The Flora of Iceland. Edinborg. (Sérprent úr The Edinburgh
Philosophical Journal 1861(14) , 64–101.) 40 bls.
14. Børgesen, F. 1898. Nogle Ferskvandsalger fra Island. Botanisk Tidsskrift
22. 131–138.
15. Helgi Hallgrímsson 20007. Þörungatal: Skrá yfir vatna- og landþörunga á Íslandi
samkvæmt heimildum. Náttúrufræðistofnun Íslands (fjölrit nr. 48), Reykjavík.
16. Gunnar Steinn Jónsson 1980. Benthiske alger i den islandske sø Þingvallavatn.
Cand.-scient-ritgerð við Hafnarháskóla. Handrit, 73 bls. (Tilv. bls. 14).
17. Helgi Hallgrímsson 1963. Ferðadagbók af Látraströnd, 16. ágúst 1963. Handrit
í vörslu höfundar.
18. Helgi Hallgrímsson 1973. Rannsóknir á svifi í Mývatni og Laxá 1970–1971.
Náttúrugripasafnið á Akureyri (fjölrit nr. 4). 150 bls.
19. Helgi Hallgrímsson 1971–1976. Tegundaskrár úr vatnalífssýnum. Frumrit hjá
Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri, afrit í Háskólanum á Hólum, Náttúru-
stofu Norðausturlands á Húsavík og hjá höfundi.
ÞAKKIR
HEIMILDIR
Ég þakka Ágústi H. Bjarnasyni, Gunnari Steini Jónssyni, Herði Kristinssyni,
Karli Gunnarssyni, Ólöfu Arngrímsdóttur og Skarphéðni G. Þórissyni fyrir
yfirlestur greinar, gagnlegar ábendingar og myndir.
Helgi Hallgrímsson (f. 1935) er líffræðingur að mennt.
Helgi var forstöðumaður Náttúrugripasafnsins á Ak-
ureyri í aldarfjórðung og ritstjóri Týlis – tímarits um
náttúrufræði og náttúruvernd – í 15 ár. Hann hefur mest
fengist við rannsóknir á íslenskum sveppum og vatnalífi
og ritað bækur um þau efni; Veröldina í vatninu (1979,
1980), Sveppabókina (2000) og Vallarstjörnur, ein-
kennisplöntur Austurlands (2017) auk tveggja bóka
um heimahaga sína: Lagarfljót (2005) og Fljótsdal
(2016). Helgi er búsettur á Egilsstöðum og fæst við
ritstörf og grúsk.
UM HÖFUNDINN
PÓST- OG NETFANG HÖFUNDAR
/ AUTHOR'S ADDRESS
Helgi Hallgrímsson
Lagarási 2
700 Egilsstöðum
hhall@simnet.is