Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 57
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
57
skriðið upp úr baðkarinu á gólfinu.
Meðal athyglisverðustu gripanna eru
tvö geirfuglsegg og tveir stórir glans-
andi skápar úr harðviði sem forðum
hýstu hluta af einstöku eggjasafni Johns
Wolleys, merktir „Newton safnið, Oo-
theca Wolleyana, Nr. 1“.
Þetta hús er eitt af furðukamesum
tuttugustu og fyrstu aldar, að hætti Oles
Worms (1588–1654) sem lagði grunninn
að Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn
fyrir rúmlega 350 árum og átti sjálfur
lifandi geirfugl sem var handsamaður
í Færeyjum. Innvols furðukames Full-
ers, segi ég við sjálfan mig, er þver-
snið af Viktoríutímanum sem John
Wolley bjó við, minnisvarði um stór-
veldisdrauma sem ekki eru lengur á
dagskrá, samsafn hluta sem samtíminn
kepptist við að ramma inn í vistarverum
sínum, sýnishorn úr lífheimi fjarlægra
slóða.6 Á táningsárunum tók Fuller að
venja komur sínar í forngripaverslanir,
„junk“-búðir og á uppboð. Um þetta
leyti var mikið framboð á dóti frá Vikt-
oríutímanum sem heillaði hann og það
kostaði ekki mikið. Smátt og smátt jók
hann við safn sitt. Stundum var hann
heppinn í samningum.
„Fylgdu mér,“ segir Fuller og við
göngum um húsið. Hann lýsir fyrir
mér því sem hann kýs að vekja athygli
á og því sem ég rek sérstaklega augun í
og þarf að spyrja um. Við förum okkur
hægt; flestir munirnir eru markverðir
og skrautlegir og þarfnast skýringa. Við
nemum staðar hjá geirfuglseggjunum.
Fyrirfram hafði ég ekki ímyndað mér
að hér væru fágæt egg útdauðrar fugla-
tegundar sem veiðimenn og safnarar
slógust um fyrr á öldum. Umbúðirnar
eru hátíðlegar, í anda Viktoríutímans, en
varla í samræmi við kröfur nútíma nátt-
úrufræðisafna. Annað eggið er í skúffu í
lítilli kommóðu. Fuller dregur út skúff-
una og sýnir mér stoltur stórt eggið
án þess að snerta það. Það er rökkur í
herberginu en líkt og skært ljós beinist
að egginu þegar skúffan er opnuð, eins
og kastara sé beint að því til að vekja
athygli á gerseminni og sveipa hana
helgi og ljóma. Þetta er í annað sinn sem
ég sé geirfuglsegg; áður hafði ég séð
sýningu Náttúruminjasafns Íslands og
Ólafar Nordal, með geirfugli og eggi, í
Safnahúsinu árið 2016. Ég er jafnforvit-
inn og fyrr, furða mig á stærð eggsins, lit
þess og lögun og leiði hugann að lífi sem
hefði getað kviknað og dafnað eins og til
var stofnað. Ég kann ekki við að snerta
eggið, líklega fremur af virðingu við
gripinn en ótta við að valda skemmdum.
SJÁLFMENNTAÐUR FUGLA-
FRÆÐINGUR OG LISTMÁLARI
Eftir drykklanga stund smokrum við
Fuller okkur niður í sófa í miðju safn-
inu, innan um alls konar dót, drekkum
kaffisopa og berum saman bækur okkar
um áhuga okkar á fuglum, einkum geir-
fuglum, og fólkinu sem eltist við þá.
Ég er nýliði í fuglaheiminum en Fuller
man varla annað. Hann hefur frá mörgu
að segja og ég set segulbandið í gang.
Fljótlega birtist persónan á bak við safn-
Errol Fuller heldur á bókinni sem hann skrifaði með David Attenborough. Ljósm. Gísli Pálsson.