Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 58

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 58
Náttúrufræðingurinn 58 kostinn og leiðsögnina. Á blómaskeiði Breska ríkisútvarpsins hefði líklega verið sagt að hann talaði „með hreim“. Hann er snaggaralegur og frjálslegur í fasi. Það kæmi mér ekki á óvart að hann hefði leikið í bítlahljómsveit á unglings- árum sínum. Ég rek augun í vandaða gítara á gólfi og veggjum, en læt vera að spyrja um bítlana sem léku á þá; ég er hingað kominn til að ræða um aðra útdauða fugla. Fuller fæddist í Blackpool árið 1947 en ólst upp í Suður-London. Faðir hans var lögreglumaður og móðir hans heimavinnandi. Þau bjuggu í félagsíbúð við fremur kröpp kjör. Að loknu skyldu- námi hellti Fuller sér út í áhugamálin, málverk, fugla, náttúrugripi og hnefa- leika; kenndi sjálfum sér það sem til þurfti, stundum með tilsögn vinsamlegs fólks sem kunni meira en hann. Allt sitt líf, segir hann, hefur hann verið að viða að sér efni um geirfugla. Nú er hann eigandi furðukames í Tunbridge Wells, virtur rithöfundur, málari og fugla- áhugamaður, einn af sérfræðingum heimsins í aldauða fugla. Ein bóka hans er Aldauði fugla,7 önnur er Skissur úr Paradís, sem hann skrifaði með David Attenborough.8 Sú síðarnefnda hefur selst í fjörutíu þúsund eintökum. Fuller skýrir fyrir mér hvernig það bar til að auralítill alþýðustrákurinn leiddist út á þessa braut utanskóla. Þegar hann var sjö eða átta ára gam- all, segir hann, tók mamma hans upp á því að hafa hann með sér í verslunar- leiðangra inn í miðborg London. Hún gat ekki skilið hann eftir einan heima. Snemma dags tóku þau lest á Charing Cross-stöðina í miðborginni, en áður en hún stormaði í búðir í nágrenninu kom hún drengnum fyrir annað hvort í Ríkis- listasafninu eða Breska þjóðminjasafn- inu. Hér var hann óhultur og tafði ekki verslunarferðir hennar – og kannski yrði hann reynslunni ríkari. Óafvitandi urðu safnverðirnir ólaunaðir dagfor- eldrar. Mamma hans hvatti hann til að skoða sig um en sagði honum fyrir alla muni að hitta sig „fyrir neðan klukkuna“ í anddyri safnsins á slaginu fjögur þegar þau þyrftu að halda heim á leið. Fuller vantaði ekki áhugann. Það var margt í framandlegum söfn- unum sem fangaði athygli stráksa og heimsóknirnar urðu margar. Fuller gekk um sali og hæðir safnanna og staðnæmdist bergnuminn fyrir framan sögulega náttúrugripi og glæsileg mál- verk. Í hverfinu við heimili hans í Suð- ur-London var lítið um fugla, kannski nokkrar dúfur, en það voru ekki lifandi fuglar sem vöktu áhuga hans á fuglum. Uppstoppaðir fuglar urðu uppáhald hans – beindu sjónum hans að fugla- skoðun, fágætum tegundum og aldauða – og hafa ekki látið hann í friði síðan. Áhugi Fullers á geirfuglinum vaknaði þegar hann var kornungur; afi hans sýndi honum fuglabók með tveimur blaðsíðum eða svo um geirfuglinn. Fuglinn þröngvaði sér inn í vitund drengsins. Errol Fuller og hluti furðukamesins. Ljósm. Gísli Pálsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.